Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Blaðsíða 13
Þ J Ó Ð I N
155
við. En jafnvel þessar heimildir verð-
ur þó að taka með gát. Það verður að
sjá við öllu skrumi og lofi, og er oft
þá ekki annað nýtilegt í þeim en
berar staðreyndirnar; þvi að það væri
ólíklegt, að skáldin hrósuðu konung-
unum fyrir orustur, sem þeir liefðu
alls ekki verið í: „Þat væri þá háð,
en eigi Iof.“ Hér getur að líta vand-
lega hugsaða heimildarýni, en það
er sá grundvöllur, sem öll nútíðar-
sagnaritun stendur á. Sagnfræðing-
um nútímans kann stundum. að þykja
Snorra hafa tekizt betur að kenna
heilræðin en halda þau, en bágt er að
vita, nema sumir þeirra eigi eftir
að verða allt eins grálega leiknir
sjáKir og einmitt af sömu ástæðum.
En um það skal ég ekki fara fleiri
orðum hér.
Það er engu líkara en forlögin hafi
búið Snorra sérstaklega til andlegra
stórvirkja sinna. Hann erfði hina
margþættu hæfileika ættar sinnar,
gáfur og tvísýni föður síns, en lífs-
nautn móður sinnar; hann hlaut hina
mestu og beztu menntun, sem þá
var hægt að fá hér á landi; hann varð
einhver auðugasti höfðingi landsins,
og hann dvaldist þó langdvölum er-
lendis og með þjóðhöfðingjum þar.
Það var ekki verra, þar sem hann
átti einmitt að skrifa langmest um
Noregskonunga. Það má sjá, að hann
hefur átt stórt bókasafn: allur lx»rri
rita, sem þá var til á íslenzku, hefur
verið i Reykholti á hans dögum.
Mörgum manni nú á dögum er óljúft
að hugsa sér fornislenzka sagnarit-
ara með bækur kringum sig, en þá
óbeit er bezt að leggja á hilluna, þeg-
ar Snorri á í hlut. Hann hafði fjölda
bóka við höndina, bar þær saman
og mat gildi þeirra, áður en hann las
skrifara sínum fyrir, það sem i hans
riti átti að standa. En auk þess kunni
Snorri ógrynnin öll af gömlum kvæð-
um, hann var fræðimaður á skáld-
skap og auk þess skáld sjálfur, svo að
honum voru þar allir hnútar kunnir.
Honum var yndi að ráða myrkar rún-
ir skáldamálsins, glíma við erfiða og
dýra háttu, en þeim, sem nú lifa, mun
þó þykja meira gaman að þeim kveð-
skap hans, þar sem hjarta hans slær,
vísum um siglingar, um veizlugleðina
í höll konungs og jarls, eða þá lausa-
vísur um það, sem efst var á baugí
hverja stundina.
Snorri kynntist mátulega mörgu um
dagana til að öðlast djúpan og víð-
feðman skilning á mönnum og mann-
lifi. í ævi hans var mátulega blandað
sigrum og ósigrum, miklum sigrum
og djúpum ósigrum. Hann var mik-
ill höfðingi, með of litið af blindum
framkvæmdarmætti og of mikið af
skilningi og vitsmunum. Sturla bróð-
ursonur hans kallar hann fjöllyndan
og á þar fyrst og fremst við kvenna-
mál hans. En hann var fjöllyndur
í öllum skilningi. Honum lá allt i
augum uppi, en flest sem, hann gerði
varð honum að einskonar göfugum
leik eða íþrótt. í huga hans er barátta
milli náttúrugáfna og lífsþroska ætt-
ar hans og menntunar og siðunar
Oddáverja. En allt þetta verður hon-
um til góðs í ritverkum hans, þar
þarf f jölhæfni kið. Jafnvel lestir hans
gera honum léttara fyrir að skilja
aðra menn. Hann getur lika sett sig
í spor margvíslegustu manna, getur
skilið ólíkustu lífsviðhorf. Hann er