Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Side 19
ÞJÓÐIN
161
Brezk fallbyssa til varnar gegn innrás i Bretland.
anlegum ástæðum — látið neitt uppi
um hemaðaráform sín, en sterkar
likur benda til, að þau séu miðuð
við það, að valda Þjóðverjum sem
mestu tjóni með loftárásum i vetur,
og búast sem bezt í vetur undir hin
miklu átök, sem til hlýtur að koma
fyr eða síðar, ef til vill þegar næsta
vor.
En svo er nú hinsvegar komið,
vegna þess, hversu iskyggilega horfir
fyrir Rússum, að sterk alda hefir
risið i Bretlandi, að Bretar verði að
láta meira til sín taka Rússum til að-
stoðar, þeir verði að gera meira en
láta þeim í té hergögn og birgðir eftir
mætti. Ýmsar skoðanir eru látnar i
ljós um hvar Bretar geti horið niður.
Það er talað um innrás i Noreg,
Belgíu eða Frakkland, sókn í Libyu,
að senda beri her gegnum Iraq til
Kákasus og að innrás verði gerð á
meginlandið að vestanverðu um leið
o. s. frv. Um þetta allt er mikið rætt
og ritað i Bretlandi og Bandaríkjun-
um nú, og er ekki ólíldegt, að hvenær
sem er úr þessu gerist eitthvað, sem
hendi til hvað ofan á verður.
Þá vekur það mikla athygli um
þessar mundir, að um leið og tilkynnt
er í London (2. nóv.), að sovét-stjórn-
in hafi snúið sér til hrezku stjórnar-
innar varðandi afstöðu hennar til
þeirra þjóða, sem snerust á sveif með