Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Síða 23
Þ J Ó Ð I N
165
að dauðhreinsa nálina og liafði mala-
ríu bakterian þannig borizt mann
frá manni. Þenna sama vetur voru
j'fir 100 sjúkdómstilfelli í Cairo, en
til Ameríku hafði veikin borizt með
sjómönnum, sem gerzt höfðu heroin-
neytendur. — Ef mýflugan hefði svo
komist í tæri við einhvern þessara
malaríusjúklinga, hefði landsfarsótt
hæglega getað brotist út. Heilbrigðis-
yfirvöldin voru því vel á verði gagn-
vart öllum heroin-neytendum, ein-
angraði þá og tókst að stemma stigu
fyrir frekari smitun.
Hvítu blóðkornin hverfa.
Ái’ið 1902 var ameriskur læknir að
athuga konu með þrota í hálsi, og
vakti það þá furðu hans, að eklci voru
nema 360 hvít blóðkorn í hverjum
rúmsentímetra af blóði konunnar, í
stað 8 þús. Svipað tilfelli lcom fyrir
í Austurríki nokkrum árum siðar, og
1922 bætust 5 tilfelli við í Þýzka-
landi. Hinn furðulegi sjúkdómur
greip síðan um sig með hverju ári
sem leið, og árið 1933 voru 2000
dauðsföll í Bandaríkjunum skráð á
kostnað hins nýja sjúkdóms. Læknar
nefndu þennan sjúkdóm agranulocy-
tosis, sökum þess, að iðulegast hvarf
viss tegund hvítra blóðkorna, sem
nefnd eru granulocyte.
Rannsókn á upptökum veikinnar
var hafin. Veikin hafði í fyrstu
breiðst út meðal efnaðri stétta, en
kom sjaldan fyrir hjá efnalitlu fólki.
Hún drap 200 sinnum fleiri hjúkr-
unarkonur en skólalcennara eða vél-
ritunarstúlkur, og 50 sinnum fleiri
lækna en lögfræðinga. Margir þeirra,
sem dóu, höfðu þjáðst af tannverk,
og einkanlega var veíkin skæð í kven-
fólki á fimmtugsaldri
Ungur háskólakennari í Georgía,
Roy R. Krache, safnaði skýrslum um
veikina. Hann veitti þvi athygli, að
einn sjúklingurinn hafði notað deyf-
ingarmeðal vegna tannverkjar án
læknisráðs. Segjum nú svo, að
Kracke læknir liafi hugsað sem svo:
Það er til deyfingarmeðal, köllum
það X, sem hefir verið fundið upp
fyrir 1902, en ekki komizt verulega
í umferð í Bandarikjunum og í
Þýzkalandi fyrr en eftir 1922, en síð-
an náð útbreiðslu i öðrum löndum.
Gerum ráð fyrir að X sé aðallega not-
að af miðaldra kveni'ólki til að deyfa
kvalir, að það hafi verið dýrt í fyrstu,
en síðan ódýrt, er salan á þvi jólcst.
XTotkun X gæti gefið skýringu a
agranulocytosis.
Hann fann nú að notkun deyfing-
armeðalsins aminopyrin, sem selt var
undir vörumerkinu pvramidon, átti
ágætlega við lýsinguna á X. Dánar-
vottorð 1300 sjúklinga sýndu, að þeir
höfðu búið í bæjum eða héruðum,
þar sem hægt var að afla sér amino-
pyrins, og liöfðu þjáðst af ýmiskon-
ar kvalaköstum, sem kynnu að hafa
fresitað þeirra til að mota lyfið.
Hann skýrði öðrrami læknum frá
niðurstöðum sínum, en þeir athug-
uðu sjúklingaskrár sinar. Þessi at-
liugun varð neikvæð. Þúsundir
manna, sem notað liöfðu aminopyrin,
höfðu eðlilega blóðsamsetningu, og
hundruð sjúklinga höfðu ekki neytt
lyfsins. En heilbrigðiseftirlitið var
ekki ánægt með þessa niðurstöðiu
Ættingjar látinna sjúklinga voru yf-
irlieyrðir, heimilislyfjabirgðir voru
i