Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Síða 25

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Síða 25
ÞJÓÐIN 167 BÆKUR Stjómmál, ræður og ritgerðir. Útg. „Heimdallur“, fél. ungra Sjálfstæðismanna i Reykjavik. 1914. Bók sú, sem hér um ræðir, mun verða kærkomin hverjum Sjálfstæð- ismanni, en hún er einnig næsta nyt- samleg hverjum ungum manni, sem reynir fyrir alvöru að gera sér grein fyrir flokkaskipnninni í landinu og heilhrigðu pólitísku viðhorfi. Öll er- indin, sem bókin flytur, eru prýði- lega framsett, Ijóst og skipulega, og sum með ágætum. Erindin eru þessi, talin i réttri röð: Fullveldi íslands, eftir |ólaf Thors atvinnumálaráð- herra, Milli fátæktar og bjargálna, eftir Jón Þorláksson fyrver. borgar- stjóra, Sjálfstæðisstefnan, eftir Jó- hann Hafstein cand jur., Mannrétt- indi og lýðræði, eftir Torfa Hjartar- son bæjarfógeta, Auðjöfnun og auð- söfnun, eftir Bjarna Benediktsson ii horgarstjóra, Hvernig á að sætta fjár- magn og vinnu, eftir Magnús Jónsson alþingismann, Vinnulöggjöf, eftir Thor Thors sendiherra, Um social- isma, eftir Jóhann G. Möller skrif- stofustjóra, Viðskiptastefna Sjálf- stæðisflokksins, eftir Árna Jónsson frá Múla, alþm., Samvinna og sjálf- stæði, eftir Jón Pálmason frá Akri, álþingism., Hvert skal stefna?, eftir Guðmund Benediktsson bæjargjald- kera og Um ræðumennsku, eftir Gunnar Thoroddsen prófessor. Auk þess eru þýdd erindi eftir Sir Alfred Mond og Sir John Simon: Gjaldþrot socialismans og Socialismiún, og að lokum: Grundvallar-stefnuslu'á Heimdallar og Stefnumál Sjálfstæð- isflokksins við síðustu alþingiskosn- ingar 1937. Er þetta liin eigulegasta hók, liðlega 20 arkir að stærð, og hin vandaðasta að öllum frágangi. Þeir Jóhann Hafstein og Gunnar Thorodd- sen liafa valið efni bókarinnar, og rita þeir forhiála hennar.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.