Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Side 27

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Side 27
ÞJÓÐIN 169 ister hefir einnig lagt þar til drjúgan skerf með þjóðsögúm, sem hann lief- ir haldið til haga, ýmist í „Blöndu“ Sögufélagsins, eða hinu álitlega safni sínu: „íslenzkir sagnaþættir og þjóð- sögur“. Af þessu safni hafa komið út tvö hefti, og er það mikið safn út af fyrir sig, hvort sem þar verður á framhald eða ekki; og þó vonandi, að Guðni haldi safnai-astarfi sínu á- fram. Hann heldur það vel á efninu. I fyrra heftinu eru þættir af Sigriði i Skarfanesi merkir fyrir fróðleiks salíir, og eiga þó allar sagnir, sem Guðni fer höndunx um, sammerkt í því, að hann tínir til allan fróðleik, svo sem frekast ‘verða má, efninu til upplýsingar. Gefur þetta sagna- þáttmn lians aukið gildi. I síðara heftinu eru nokkrar mergjaðar draugasögur frá síðari tímum, til eyrnagamans þeim, sem slíkt kunna að meta. Árbækur Reykjavíkur 1786— 1936. Dr. Jón Helgason. Útg. Leiftur h.f. 1941. Á gamals aldri gerist dr. Jón Helga- son biskup umsvifamestur íslenzkra rithöfunda. Á þessu ári sendir hann frá sér tvö stór rit og er von á því þriðja innan skamms. Árbækur Reykjavíkur um 150 ára skeið er ekkert smásmíði og hefir það kostað fádæma elju, að koma ritinu saman, enda þótt höfundur hafi átt gott safn minnisgreina varðandi sögu höfuð- staðarins frá fyrri tímum. Hér er ekki um samfellda sögu að ræða, lieldur annál staðarins. I slíkum ritum er jafnan nokkuð álitamál, hvað taka her með og hverju sleppa skuli, svo ritið verði ekki óhóflega stórt og þungt í vöfum. Yfirhöfuð er svo að sjá, sem dr. Jóni hafi tekizt efnis- valið vel. Til gagnrýni má telja, að nafnaskráin aftan við bókina er full flaustursleg, vísar ekki ávallt til allra staða, þar sem manna er getið. Sakn- ar maður þar og nolckurra manna, sem koma við sögu i Reykjavik, svo sem Sigfúsar Einarssonar tónskálds og dómkirkjuorganleikara o. fl. Við árið 1871 er getið um leiksýningu skólapilta á Nýársnóttinni, eftir Ind- riða Einarsson, en árið 1862 er ekki talinn miklu merkari leiksögulegur • atburður, þá er Útilegumenn Matthí- asar voru sýndir í fyrsta sinn. Þetta er þvi mun tilfinnanlegra,þar semget- ið er um sýningu Hellismanna, einnig eftir Indriða, við árið 1873. Sama ár, 1871, er ekki talin stofnun Stúdenta- félags Reykjavíkur og 1880 er ekki getið um fyrstu sóknarnefnd í Reykjavík. Árið 1889 er nefnd- ur fyrirlestur Gests Pálssonar um „Menntunarástandið á íslandi“, en ekki vikið að fyrirlestri hans um „Lifið í Reykjavik“, sem þó er mikið nær efni Árbókanna. Við siðari árin liefi ég við lauslega yfir- sýn rekið mig á þetta lielzt, sem færa mætti til betri vegar: Árið 1921 er ekki getið um „Reglugjörð um skemmtanaskatt“, sem bæjarstjórnin kom á og í gildi var þar til Alþingi lagði þennan tekjustofn hæjarins til Þjóðleikliússins 1923. Fyrir skennntanaskattinn byggði bærinn þó Verkamannaskýlið við höfnina, og er þess heldur ekki getið. Á einum stað er getið um Mötuneyti safnaðanna, en hvergi er vikið að matgjöfum

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.