Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Síða 29
Þ J Ó Ð I N
171
lirella þig á nokkurn hátt. Það liress-
ir mann ótrúlega mikið að koma upp
í bláloftin. Það er alveg yndislegt. Þar
efra gleymirðu öllum þínum áhyggj-
um. —
Jæja, hugsaði Lísa, þvi ekki það.
Vitaskuld var hún hrædd við að
fljúga, en hér var eftir engu að bíða,
engin gróðavon, nú og ef þær liröp-
uðu — þá myndi það víst ekki skipta
miklu máli. Það rann upp fyrir henni,
að Villu væri jafnhætt og lienni
sjálfri, og varð hissa á því, að finnast
sælt sameiginlegt skipbrot.
En það var enginn kominn til að
segja, að flugvélin hrapaði, hugsaði
hún með sjálfri sér. Villa var svo
dugleg, og svo myndi hún fá stöðu
í London. Það yrði hægur vandi, þeg-
ar menn vissu, hvar hún hefði verið
í vist.
En um kveldið, þegar Villa var far-
in út til að fá sér „sprett“ upp í heið-
loftin roðagylltu, átti Lísa tal við sir
Henry.
— Haldið þér, sir Henry, byrjaði
hún, — að ég gæti fengið stöðu hér
i Englandi, ef ég kærði mig um að
vera hér lengur?
— Hverskonar stöðu?
— Einhverja.
— Það segja allir.
— Hverju svarið þér?
— Ég myndi svara því til, eins og
allir gætnir atvinnuveitendur, að það
væri komið undir fyrra starfi yðar.
— Ég hefi aldrei starfað við nei.tt
sérstakt, því varla er hægt að kalla
þýzkukennslu mina starf — hún er
bara skemmtun.
— Það segið þér vel um, sagði sir
Henry.
— En segið mér, liélt Lísa áfram,
— ef enginn fær vinnu, nema hann
hafi unnið eitthvað áður, hvernig eiga
þá byrjendur að komast að?
— Ég veit ekki, hvernig því hagar
til, en það er mikið framboð af starfs-
stúlkum í öllum greinum og hafa
margar 5 til 10 ára starfsferil að baki.
Með þeim hraða, sem nú er á öllum
sviðum, komast ekki aðrir að, en
þeir, sem hafa mikla reynslu. Við-
skiptalífið er ekki æfingaskóli. Og
jafnvel þó þér, kæra mín, hefðuð ein-
hverja reynslu, þá eruð þér þó, ef
satt skal segja, útlendingur, og þeir
verða að hafa landvistarleyfi til þess
að fá atvinnu. Þetta er raunar skilj-
anlegt, því atvinnuleysið er mikið. —
Ég held, Lísa, að þér séuð orðnar leið-
ar á frænkum yðar, og þess vegna
viljið þér setjast að hér í Englandi.
Þér skuluð l)ara vera hér kyrrar og
kenna Villu þýzku. Eftir framförum
hennar að dæma, er það ærið ævi-
starf!
Þetta varð til þess, að Lísa ákvað
að láta engan vita um atvinnuleitina.
Fólkið var svo vingjarnlegt, að það
myndi ekki leyfa-henni að fara.
Þegar til kom sagði hún Villu, að
hún ætti erindi til London til að láta
gera við tennur, hún hefði haft tann-
pínu upp á síðkastið.
— Jæja, sagði Villa, — þú getur
komið aftur með lestinni, þá verður
þú ekki eins þreytt. Þú hefðir átt að
segja mér fyrr frá tannpinunni.
Daginn eftir flaug Lísa í fyrsta
skipti með Villu. Hún skalf á bein-
unum. En þegar henni varð litið
framan i Villu og sá að hún var alveg
örugg og gekk að öllu með skjótum
é