Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Page 31

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Page 31
Þ J Ó Ð I N 173 rauðeygður af vatnsrennsli úr aug- tmuni, eins og hann bæri allar þján- ingar heims, og seldi hlöð. Það var ekki mikið, sem benti á, að hann héldi foríagaþræðinum í hendi sér ásamt blöðunum. Hann bauð henni blað og Lísa hristi liöfuðið óþolinmóðlega. Þá rak hún augun i nafnið á einu blaðinu, sem liann var að selja. Hún nam stað- ar og sá dapureygði tók eftir þvi, hvað vakið liafði forvitni hennar. Hann rétti henni blaðið. Hún las nafnið: Stefnumót. — Nokkuð fyrir yður, sagði hann. — Kostar bara penny og öll framtíðin getur verið undir þvi komin, að þér kaupið. Margir hafa orðið hamingju- samir fyrir það sama. — Hverskonar stefnumót er átt við? spurði Lísa. Maðurinn glápti á hana. — Þessi venjulegu, sagði liann. Af foYvitni keypti Lísa blaðið og sló því upp, þeg- ar hún var sezt í lestarklefanum. Hún kafroðnaði. Hún braut blaðið saman i flýti og svipaðist um, hvort samferðafólkið hefði tekið eftir nokkru. Hvernið átti hún líka að vita, að blaðið Stefnumót var málgagn fyrir h jónabandsauglýsingar ? Hún bögglaði því saman og þorði ekki að ljúka því upp fyrr en inni í tvílæstu baðherberginu eftir kvöldverð. — Allar auglýsingarnar, las hún, í einu svitabaði, — eru algjört trúnað- armál. Nokkru hughægara byrjaði hún að lesa auglýsingarnar. Fyrst leit hún á piparsveinadálk- inn. Það var þvílík ógn af þeim. Þó voru enn fleiri ekkjumenn, og slang- lir af pipáfméyjuttl, étt lattgfíestar ekkjur. Hún var komin á kaf í pip- arsveinum áður en liún vissi af. „Piparsveinn, 45 ára“ — — nei, hann var of gamall. „Piparsveinn, 35 ára, 5 fet og 11 þumlungar. Mótmæl- endatrúar. Rauðbirkinn, vel hærður, þrekinn, í góðum álnum. íþróttaá- liugi. Vill kynnast piparmeyju allt að því 28 ára, heimilislegri, blíðlyndri, í sæmilegum efnum til eigin þarfa.“ Og þarna var annar piparsveinn — 36 ára, hann var 5 fet og 8 þumlung- ar á lengd, skozkur, i fastri atvinnu, heilsuhraustur. Hann vildi kynnast góðri og menntaðri stúlku — hárið mátti vera dökkt og augun brún. Aft- ur kom það „í sæmilegum efnum til eigin þarfa“. Döklct hár og brún augu. — Það var mikið að rekast á mann, sem tók elcki ljóshærðar stúlkur fram yfir! En það var gall- inn á, að allir vildu þeir góðar og menntaðar stúlkur í sæmilegum efn- um. Önnur auglýsing var neyðarhróp frá menntuðum manni, sem vildi kynnast „menntaðri stúlku með ó- skemmdum tönnum.“ „Til eigin þarfa“, hugsaði Lísa. Annar vildi stúlku í góðum holdum — það hlaut að vera sérvizkupoki. Hún hélt áfram og komst yfir til ekkjumannanna. „Ekkjumaður, 55 ára, unglegur útlits, bindindismaður á vín og tóbak, tekjur: 600 pund á ári, óskar að kynnast góðri stúlku .. “ Auk gæzkunnar varð stúlkan að hafa til að bera: trygggð, lipurð, smekk og kunnáttu i matreiðslu. Allar eiga þær að vera góðar, hugsaði Lisa, en á hvern hátt var ekki sagt. Annars var eitthvað bogið við 55 ára gamlan

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.