Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Síða 32
174
Þ J Ó Ð I N
ekkjumann, sem var alger bindindis-
maður á vín og tóbak.
Þegar Lísa var komin upp í um
kveldið, hélt hún lestrinum áfram
og að honum loknum tók hún blað
og blýant og skrifaði bréf til ritstjóra
Stefnumóta. Hún ætlaði sér ekki að
svara neinni auglýsingunni beint, því
henni fannst það einkennilegt, að all-
ar góðar stúlkur þyrftu endilega að
vera í góðum efnum. Hún skrifaði:
„Kæri herra,
ég er austurrísk og komin af góðu
fólki. Ég er 22 ára gömul, með svart
liár og brún augu. Ég er 5 fet og 4
þumlungar á hæð og er mjög grönn.
Ég er alveg peningalaus en hefi áhuga
fyrir hljómlist og kunnáttu í mat-
reiðslu. Ég tala ensku og frönsku auk
þýzku. Er góð að bæta föt. Ég vildi
gjarnan þynnast heiðarlegum manni,
ekki eldri en 35 ára, sem hefur að
minnsta kosti þúsund pund á ári. Ég
skyldi reyna að verða honum góð
kona. Ég er kaþólsk, en skipti mér
ekki af trúarbrögðum mannsins
mins. Ég befi góð meðmæli frá vina-
fólki mínu í Englandi, þar sem ég
liefi verið heimilislcennari, en auð-
vitað hefi ég engin meðmæli sem eig-
inkona, af því að ég hefi ekki verið
það áður. Ég á dálítinn höfuðstól á
vöxtum.
Yðar einlæg
Lísa Plumm.“
Þetta bréf las hún gaumgæfilega
yfir. Það yirtist vera fullnægjandi.
Þegar öUu var á botninn hvolft, var
engin skömm að þvi að kynnast
manni á þennan hátt. Hún þurfti
lireint ekki að giftast honum, ef hann
reyndist illa. Hinsvegar lágu þeir ekki
lausir fyrir með þúsund pund i árs-
tekjur, og alltaf væri þó eitthvað í
slíkan mann spunnið. Það gat líka
meira en verið, að það væri eittbvað
golt til í honum, en það var verst, ef
bann væri niðursokkinn í eitthvað,
eins og lafði Wren í garðyrkjuna. Til
vonar og vara bætti hún við bréfið:
„Ég liefi engan áhuga á garðyrkju.“
Þá braut bún saman bréfið og stakk
því ásamt Stefnumótum undir kodd-
ann sinn og sofnaði.
Tveim dögum seinna fékk liún bréf
frá ritstjóranum. Það liljóðaði svo:
„Kæra ungfrú!
Sem svar við fyrirspurn yðar, lát-
um við yður vita, að innritunargjald
okkar er 5 pund og þóknun 15 pund,
þegar bjónaband er stofnað milli við-
skiptavina okkar. Herrann greiðir á-
valt þóknunina fyrir dömuna. Fyrir
innritunargjaldið fáið þér mánaðar-
lega auglýsingu í blaðinu og þér getið
svarað hverri auglýsingu, sem hent-
ar yður og fengið frelcari upplýsingar.
Ef þér viljið láta innrita yður, þá
biðjum vér yður að láta okkur vita
lieimilisfang foreldra yðar eða ann-
arra ættingja og tilkynna upphæð
höfuðstóls yðar og livort bann er í yð-
ar vörzlu. Þessar upplýsingar eru
nauðsj'nlegar vegna spjaldskrár oldc-
ar. — í von um heiðrað svar yðar
innan skamms, yðar einlægur
T. Buttersby m. t. á.
Lísa marglas þetta bréf. Það var
liæverzka í meira lagi, að lierrann
borgaði ávalt fyrir dömuna. Allur