Heimilispósturinn - 18.03.1961, Page 12

Heimilispósturinn - 18.03.1961, Page 12
HJÁKONA LÖGMANNSINS VIÐ frönsku kvikmyndadísina Brigitte Bardot hefur löngum loðað ■það orð, að hún væri í rauninni ekk- ert annað en uppstrílaður stelpukjáni með kostulegan hárflóka og kyssileg- an stútmunn, sem hún hafi beitt fyr- ir sig í tima og ótíma til að vílla karlmönnunum sýn og breiða yfir hæfileikaleysi sitt sem leikkona. Stóru, uppglenntu augun séu aðeins bragð hennar til að ganga í augun á almúganum, sannan svipbrigðaleik eig^i hún ekki íil. Auglýsingamold- viðri hafi byggt upp orðstýr hennar, og svona mætti halda áfram með vammirnar í það óendanlega að heita má, Hinu reynir enginn að neita, að Brigitte er orðin sjálfstætt hugtak í kvikmyndaheiminum, og þegar á prenti sjást upphafsstafirnir hennar BB, vita allir við hvað er átt. FYRIR nokkrum mánuðum var lokið töku kvikmyndar, sem hlaut heltið La Verité — Sannleikurinn — i Frakklandi. Mlle Bardot fór með aðalhlutverkið, og þegar myndin kom fram, luku gagnrýnendur upp einum mimni um snilldarleik hennar 1 myndinni — hún væri hvorki meira né minna en stórbrotin leikkona! En eftir að hafa séð kvikmyndina Hjákona lögmannsins, sem innan skamms verður sýnd i Trípólí, getur maður naumast varizt því að imdr- ast fyrra vanmat gagnrýnenda og skilja betur þá skoðun, sem þeir nú hafa fengið á BB. Frakkar hafa löngum átt hið mesta úrval leik- kvenna, en á því leikur enginn vafi, 'að Brigitte er ein þeirra fremstu. Þessi kvikmynd er Ijós sönnun þess. HJÁKONA lögmannsins birtist á sínum tima sem framhaldssaga í víð- lesnasta vikublaði landsins, — og jók mjög á vinsældir þess. Ég sé því enga ástæðu til að rekja til hlýt- ar efni myndarinnar, — ástir eða öllu heldur girndir lögmannsins til götustelpunnar, sem óhjákvæmilega hljóta að fá hörmulegan endi, eru okkur fjarlægar, ekki hvað sízt í Ijósi þess skilnings, sem eiginkona lögmannsins sýnir sambandi þeirra. Ástir unga fólksins eru ekki síður æsispennandi viðfangsefni, sem tek- ið er snilldarhöndum, þótt ómjúk- Iega sé að farið. Þetta er eitt uppáhaldsviðfangsefni Frakkanna. Þeir virðast hafa sér- staka unun og nautn af því að velta því fyrir sér, teygja lopann og stríkka á taugunum, og finna etn- hverja úrlausn, sem þeir kalla svo, ■og þá helzt þannig, að koma áhorf- andanum algjörlega á óvart. Þetta kalla þeir raunveruleikann, séðan af skarpskyggni. BRIGITTE Bardot sýnir okkui' götustelpuna í allri sinni nekt, sálar- •angist, kæruleysi, margskiptri ást. Allt frá því hún birtist á tjaldinu :með óttann fyrir lögreglunni í stór- um augunum, til þess er hún liggur myrt i skitugu hótelfleti, heldur hún huga manns föstum. Girnd lögmanns- ins til hennar, samband þeirra, sem i augum hennar er fyrst og fremst viðskiptaatriði, á þessa strengi spil- ar hún snilldarhendi, svo að fáar hefðu eftir leikið. Sakleysi götustelp- BELINDA LEE DÁIN! KVIKMYNDALEIKKONAN Belinda Lee fórst í bílslysi í Kalifomíu í síðastliðlnni viku. — Leikkonan hafði skapað sér heimsfrægð, ekki aðeins með mörgum ágætum myndum sín- um, lieldur flaektist hún inn í þó nokkur hneykslismái, nú seinast með Raimondo Orsini, ítalska greifanum, sem skildi við konuna sína hennar vegna og hætti mannorði sínu, en fékkst þó ekki til að kvænast henni. unnar í allri eymd sinni og spillingu blandast á hrífandi hátt fegurð og yndisþokka á stundum. Leik eins og þennan sýnir engin venjuleg augiýsingaljóska, sem afl- að hefur sér frægðar með því einu að leggjast í rekkju þeirra, sem að- stöðu hafa til að koma stúlkum á- leiðis á brautinni. JEAN GABIN er sagður óum- deildasti leikari Frakka. Rósemi hans verður sjaldan rokkað, en þá er lika bragð að. Hann er eftirminnilegur í þessu hlutverki sem öðrum. Edwige Feulliere sýnir sterkan og háttvis- an leik I hlutverki eiginkonuh1 sviknu. n»r STERK atriði eru mörg í c inni, alltof mörg til að tækif£er* " til að geta þeirra að nokkrU r^ En ég get ekki stillt mig um minnast á, þegar götustelpan n lögmanninum aftur á vald sitt, P ar læknastúdentinn hefur veri® heimsókn hjá henni; sim'talið ^ þeirra, er hún hefur lofað að ni stúdentinn ekki framar, en hann ir í rekkju hennar. .... Þetta, ótal margt annað er eftirmir l v* ^ C U*» ninniieg 12 HEIMIUISpáaTURINN

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.