Heimilispósturinn - 18.03.1961, Side 20

Heimilispósturinn - 18.03.1961, Side 20
OKKAR Á MILLI SAGT ... Halló póstur! Ég þakka þér fyrir alla góða skemmtun, þú ert allra bezta og skemmtilegasta blaðið sem ég hef nokkurntíma lesið, ég kaupi þig alltaf. Ég sakna í síðustu blöðum þáttarins Við og lesendurnir, og eins Undir f jögur augu. Heldurðu, að les- endur hefðu gaman að, ef þú birtir ýmsa gamla texta við falleg lög sem alltaf ganga? Við þrjár vinkonur komumst yfir bók í vetur, sem kona gaf okkur. Hún er full af ýmsum textum við falleg sönglög (bókin sko!) sumum ábyggilega 30—40 ára og svo yngri líka. Við ætlum að gamni að senda þér dálitið sýnis- horn ef þú kannske vildir birta það, við höldum endilega að það myndu verða margir sem hefðu gaman af þessu og gæti jafnvel aukið blaðinu vinsældir hjá eldra fólkinu. Þær eru svo æsispennandi framhaldssögurnar að við bíðum með öndina í hálsin- um eftir hverju nýju blaði. Jæja, Póstur minn, ekki meira að sinni, óska þér langra lífdaga og þakka veittar ánægjustundir. Með beztu kveðju þín Sirrý. Og þakka þér fyrir bréfið og send- inguna, Sirrý mín. Þátturinn Undir fjögur augu iognaðist hreinlega út- af af því, að hann fékk engin bréf frá lesendum, er frá leið. Það eru, að því er Hulda segir okkur, að vísu tvö bréf hjá henni, en þeim megi alltaf svara, ef þátturinn liefjist að nýju. Hjá erlendum vikublöðum eru slíkir trúnaðarþættir með vinsæi- asta lestrarefninu, en virðast ekki vera enn búnir að ná hér á lslandi þeim vinsældum, að þeir geti þrif- izt. Er það skaði, þvi að margir hafa sótt styrk og leiðbeiningar til þátta þessara, þar sem vinsamlegt kunnáttufólk hefur sagt til um marg- vislegustu hjartans mál. Við erum reiðubúnir að hefja þáttinn strax og hann hefur fengið bréf frá lesendum. Við erum nefnilega því marki brenndir hérna á Póstinum að hafa heldur engan bréfadálk en þurfa að skrifa bréfin sjálfir! Póstur minn! Ég hef fylgzt með þér um nokkurt skeið, fór fyrst að glugga í blöðin, þegar krakkamir komu heim með þau, vegna myndasagnanna. Mér hefur fundizt margt skemmtilegt efni S blaðinu, smásögurnar hafa, sérstaklega upp á síðkastið, verið bara góðar, og margar frásögurnar, sem ég sakna í seinustu blöðunum, prýðilega spennandi. Sem sagt, í heild hefur mér fundizt blaðið þokka- legasta skemmtirit. Nú fyrir skemmstu jókst innlent efni blaðsins til muna, og að loknum tveim prýðis viðtölum, sem ég verð að þakka sérstaklega, komu frá- sagnimar úr næturlífinu, sem eru með hroðalegasta lestrarefni, sem ég hef lengi séð á prenti. Og þá sér- staklega þriðja greinin, sú sem fjall- aði um partíin. Ég vil engan veginn neita því, að þetta ástand kunni að vera þannig — Heldurðu ekkl, að þú sért að villast, karllnn? í sinni svörtustu mynd, en er ástæða til að draga upp svo svarta mynd af þvi, sem þama er gerð? Þið verð- ið að athuga það, að við foreldramir, sem eigum stálpuð börn, erum ekk- ert hrifin af því að vita þau úti í skemmtanalífinu, ef ástandið er jafn óskaplegt og Steingrímur Sigurðs- son lýsir því. Ég er að vona, að svo sé. Annars gæti ég aldrei lifað ró- lega kvöldstund, vitandi elztu börn- in mín úti i sollinum. Annars þakka ég ykkur ágætt lestrarefni og marga skemmtun, sem ég hef- haft af blaðinu og óska ykk- ur góðs gengis. J. G., Reykjavík. Mér þykir leitt, ef fólk þorir " að horfast í augu við vissar s^a reyndir vegna skemmtanalífsinS næturlífsins — í Reykjavík. Myndin, sem dregin er uppi '|P . getað verið enn skuggalegri, dekK Þetfa, sem lýst er í greinaflok^” um, er raunar venjulegs eðiis, þótt trúlegt sé, að minnsta kosti algei'fí ástaiul i geimum og partíum. ^eI^' sem til þekkja, munu taka undir Þ° Annars þakka ég bréfritara ^ skrifið. Ég hefði gaman af að bjóé‘ viðkomandi manneskju í parti sanna mál mitt. STEINGR■ Úr ruslakistunni hjá GLEYMDU MÉR — (Lag: Kátir voru karlar). Ó, gleym mér, gleym mér mær ég get ei unnað þér, því önnur er mér kær, sem ást nú til ég ber. Hvem koss ég þakka þér — ég þakka hverja stund, er svás þú sast hjá mér og sérhvern leynifund. Ég þakka brosin blíð, um bjarta hvarma slóð, og faðmlögin þín fríð mér fundust æ svo góð, En einu gleymi ég ei, þó ótal liði ár, er gréstu, góða mey og glitra ég sá þín tár. Höf. ókunnur. Sirrý og Co. JÓSEP, JÓSEP. Jósep, Jósep, bágt á ég að bíða, bráðum hvarma mína fylla tár. Pyrr en varir æskuárin líða og ellin kemur með sin gráu hár. Ég spyr þig, Jósep: Hvar er karlmannslundin og kjarkur sá, er prýðir hraustan mann? Hvenær má ég klerkinn panta? Kjarkinn má ei vanta. Jósep — Jósep. Nefndu daginn þann. (Með sama lagi). Ó, Stina — Stína, stýra verð ég bílnum við stoppum bráðum og þá hef ég fri. Ég á bæði flösku og pakka af ,,FIlnum“, svo förum við i orkan kelerí. Stína, Stina, þegar þar að kemur þá verður gaman — hvað ég elska þig. En nú er þrotin þolinmæði, þvi að I.ér er næði. Stina, Stina, Stína — kysstu mig! ÉG VEIT ÞU BÍÐUR (Lag: Þú ert mitt sólskin) Ég minnist kvöldsins, er fórstu frá mér, þá fanhst mér lífið svo grimmt og kalt Ég bað þig, vina að vera hjá mér, ég var svo einn — þú skildir allt. Þú sagðir aðeins: ,,Ég ann þér, vinur", með ástúð straukstu mitt ljósa hár. ,,Ég hugsa til þín er hríðin dynur, þá héla gluggar, frjósa tár." Ég veit þú bíður, þótt vetur hylji hvem veg sem liggur frá þér til mín. Og mundu, vinur þó vegir skilji að vorið kemur — og ég til þín. Óskar Þórðarson frá Hag* LJÚFI LOGNSÆR (Lag: My Bonny went over the Ocean) Ég horfi á lognsævar ljómann, sem leikur við himinsins rönd. Og umvefur sunnlenzkan sjómann á siglingu að brosandi strönd. Ljúfi lognsær, leyf mér að ganga út flötinn Þ'n ^ Dúnmjúkt, dúnmjúkt, I draumi um sjómanW Kristinn Pétursson- HEIMILISPD6TURINN

x

Heimilispósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.