Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Side 12

Sagnir - 01.06.2006, Side 12
oQarnafiœfi jyrir umfomufauó förn { ffjeyfjavif. ájyrri fifuta 20. afcfar um að Reykjavíkurbær reisti bamahæli fyrir umkomulaus böm. Einnig er ekki ósennilegt að umfjöllun og áskomn berklavamamefndarinnar hafi haft sitt að segja. Reykjavíkurbær sýndi strax viðbrögð við þessari auknu umræðu um bamahæli en Bamahælissjóði Reykjavíkurbæjar var komið á fót sumarið 1919. Með bréfi dagsett 2. júní sama ár fékk bæjarstjóm afhentan afganginn af fé sem safnað hafði verið vegna spænsku veikinnar 1918, kr. 2.329. Bæjarstjómin fól fátækranefnd að íhuga og gera tillögur um hvað ætti að gera við féð og kom hún með þá tillögu að leyfa því að standa á vöxtum um stund en síðar yrði því varið til bamahælis.21 Haustið 1919 var lagt til að 5.000 kr. yrðu veittar til byggingar bamahælis, eins og áður sagði. Bamahælissjóður stækkaði ört en árið 1923 vom í honum kr. 31.024 og kr. 61.281 árið 1935.22 Fé þetta var hins vegar aldrei notað til byggingar bamahælis heldur vom þeir geymdir ósnertir allt til ársins 1935 þegar þeir vom settir til byggingar heimavistar við Laugamesskóla fyrir veikluð böm.23 Bæjarstjóm gekk einnig til samstarfs við Thorvaldsensfélagið um stofnun bamahælis, en nánar verður greint frá því hér á eftir. Enn fremur nýtti Reykjavíkurbær sér heimildir til að skattleggja skemmtanahald sem skyldi varið til bamahælis og gamalmennahælis í lok árs 1921. Alþingi samþykkti hins vegar tveimur ámm síðar að skemmtanaskatti skyldi varið til byggingar Þjóðleikhússins. „Þannig urðu börnin að víkja fyrir þjóðarstoltinu ... bæjarstjóm dró lappimar í þessu sem öðm er laut að bættri aðbúð bama í bænum“, svo vitnað sé í Auði Styrkársdóttur í bók hennar um kvennaframboðin í Reykjavík.24 Þá má ætla að hina auknu umræðu um bamahæli megi einnig rekja til mikilla samfélagslegra breytinga á fyrstu áratugum 20. aldar. Aður hafði jafnan verið reynt að koma umkomulausum bömum fyrir í sveit frekar en innan bæjarmarka Reykjavíkur. Astæður þess vom margvíslegar, m.a. útbreytt viðhorf að bæjarlifið væri óhollt fyrir bömin en einnig að í sveitum væri möguleiki á að nýta vinnuafl bamanna frekar en í Reykjavík. Þegar að íbúum á fyrstu áratugum 20. aldar fækkaði verulega í sveitum, eða úr tæplega 79% árið 1901 niður í tæp 35% árið 1940, varð mun erfiðara að koma börnum þar fýrir.25 Enn fremur má ætla að breytt viðhorf til bamavinnu með tilkomu þéttbýlis hafi gert það að verkum að ekki var eins fýsilegt og áður að taka böm í fóstur fyrir hið lága meðlag sem fylgdi, en árið 1914 náði meðlagið aðeins rétt upp í helming framfærslukostnaðar bams.26 Sama viðhorf var meðal bæjarbúa að meðlagið væri of lágt og því varð alltaf erfiðara að koma bömum í fóstur, hvort sem var í sveit eða bæ.27 Konur virðast snemma hafa látið málið til sín taka. Alþingi kom einnig nálægt umræðunni um bamahæli en sá sér þó ekki fært að koma með tillögur um þau mál heldur taldi að það væri verkefni Reykjavíkurbæjar að koma upp bamahæli. Einnig er athyglisvert að menn gerðu almennt ráð fyrir að barnahæli skyldi rekið af hinu opinbera, þ.e. bæjarfélagi Reykjavíkur. Ætla má að þessi hugsun sé bein afleiðing þess að stjóm mála sem tengdust fósturbömum var á vegum bæjarins, t.d. meðlagsgreiðslur og að finna dvalarstaði fyrir fósturböm. Það var hins vegar ekki Reykjavíkurbær sem átti frumkvæðið að stofnun bamahælis fyrir umkomulaus böm heldur frjáls félagasamtök og einstaklingar. um stofnun bamahælis í bænum. Á fundi Thorvaldsensfélagsins 17. febrúar 1925 vom tillögur bomar fram um að gefa bæjarstjóm 50.000 kr. í tilefni 50 ára afmæli félagsins með því skilyrði að reist yrði bamahæli innan tveggja ára.31 Tillögur þessar vom í megindráttum samþykktar og var gjafabréf síðan afhent borgarstjóra 19. nóvember 1925 þar sem eftirfarandi atriði vom m.a. gerð að skilyrðum: 1. Reykj avíkurbær láti reisa bamahæli með öllum nauðsynlegum nýtísku útbúnaði, sem taki að minsta kosti 30 böm og sé byrjað á hælinu innan tveggja ára frá afhendingardegi framannefndar gjafar. 2. Bamahælið beri nafnið: Bamahæli Thorvaldsensfélagsins.32 HinsvegargenguþessimálhægtþráttíyrirskilmálaThorvaldsensfélagsins um að bygging bamahælisins ætti að hefjast innan tveggja ára frá dagsetningu bréfsins. 1 maí 1926 samþykkti Thorvaldsensfélagið tillögu um að ekki þyrfti að hefjast handa við byggingu hælisins fyrr en innan fimm ára.33 í október 1930 er Thorvaldsensfélagið síðan beðið leyfa „að ekki verði skylt að nota gjafafé þess til byggingar bamahælis fyrr en árið 1935, eða 4 ámm síðar en ákveðið var“. Ástæða þessarar bónar var sú að bæjarstjóm taldi sig hafa orðið fyrir svo miklum kostnaði vegna bamaheimilisins Vorblómsins sem stofnað var 1928.34 Árið 1936 virðist eitthvað vera að þokast í þessu máli en á ársfundi Thorvaldsensfélagsins 21. ianúar sama ár var lesið upp bréf frá Pétri Halldórssyni borgarstjóra þess efnis að hefja ætti undirbúning að byggingu bamahælisins.35 Þrátt fyrir loforð borgarstjóra varð þó ekkert úr framkvæmdum. Árið 1938 hafði bæjarstjóm það enn á prjónunum að reisa bamahæli og var þá talað um að það yrði reist í landi Breiðholts en ekkert varð úr framkvæmdum þá sem endranær.36 Árið 1950 vom í sjóðnum kr. 133.638.37 arnafieimifiQ Vfrfifómib Bamaheimilið Vorblómið var stofnað af Þuríði Siguróardóttur 1. júní 1928.38 Þuríður, sem stofnaði bamaheimilið á fimmtugsaldri, hafði dvalið í Danmörku í ríunt ár og kynnt sér þar rekstur bamaheimila.39 Eftir dvölina í Danmörku hélt Þuríður til Stokkhólms og sat þar mót norænna bamavina. Þar vom m.a. bamaheimili heimsótt og haldnir fyrirlestrar um uppeldismál. Mót þetta hafði mikil áhrif á Þuríði en þar kom m.a. fram að alls staðar í heiminum væm til bamaheimili nema á Islandi, meira að segja á Grænlandi!40 Ein af ástæðum stofnunar Vorblómsins segir Þuríður í viðtali árið 1935 að sé einmitt þessi bamaheimilisskortur á íslandi:41 Æskudraumar mínir og áhugamál alla æfi hafa verið þessi: ísland, ættland mitt og fósturjörð, - þú verður að eignast bamaheimili eins og önnur lönd, þau er siðaðar þjóðir byggja! Þú mátt til, og jeg skal gera, það sem jeg get, svo þú fáir það, sem fyrst! (fiátt ur fefaciasamtaVa oy einstafffinqa ZTficrvafcfsensjefayic) Segja má að Thorvaldsensfélagið hafi verið fyrst til aðgerða því á ársfundi félagsins 16. janúar 1906 var samþykkt að stofna sérstakan sjóð „til góðgjörða". Á aukafundi félagsins 29. mars sama ár var ákveðið að þessi sjóður skyldi notaður til þess að koma á uppeldisstofnun fyrir fátæk böm og var stofnféð 500 kr.28 Fé safnaðist í sjóðinn með ágóða af tombólum og bösumm sem félagskonur héldu reglulega. í upphafi var ætlunin með þessum sjóði að kosta uppeldi munaðarlausra bama á einhvem hátt.29 Fljótlega virðist þó sú hugmynd hafa komið upp að sjóðnum skyldi varið til byggingar fullkomins bamahælis í Reykjavík. En sjóðurinn stækkaði hægt og líkja mátti vexti hans við lögmál „viðarteinungs, sem maður gróðursetur í garði sínum. Honum miðar hægt framan af ‘ eins og það er orðað í 70 ára afmælisriti félagsins.30 Þörfin fyrir bamahæli í Reykjavík virtist svo aðkallandi að mörgum þótti biðin nokkuð löng eftir því að sjóðurinn yrði nægilega stór að unnt yrði að ráðast í byggingu bamahælisins. Því komu upp þær hugmyndir innan félagsins að gengið yrði til samstarfs við bæjarstjóm Reykjavíkur Bamaheimilið nefndi hún Vorblómið „í þeirri von og trú að, að fleiri myndu á eftir koma“.42 Ætlunin hafði verið í upphafi að heimili þetta yrði fyrir munaðarlaus böm og böm mæðra sem þurftu að sækja vinnu út fyrir bæinn í einhvem tíma.43 Svo virðist sem mikil þörf hafi verið fyrir heimili sem tók á móti umkomulausum bömum. í skýrslu bamavemdarráðs íslands fyrir árin 1932-1935 segir að starf Vorblómsins sé aðallega í því fólgið að taka til „uppfósturs munaðarlaus, komung böm (oft nýfædd) og ala þau upp, þar til úr hefir ræst fyrir foreldrum eða aðstandendum, svo að þau geti horfið heim til þeirra á ný“.44 Á Vorblómið komu böm sem ekki gátu dvalið hjá foreldmm sínum vegna fátæktar eða veikinda foreldra sinna svo og þroskaheft böm. Böm vom oft á tíðum send á milli margra fósturforeldra eða vom í hirðuleysi og því var bamaheimili líkt og Vorblómið kærkomið.45 Sjálf hafði Þuríður kynnst því að eigin raun hvemig var að alast upp hjá vandalausum því hún missti móður sína ung og fyrstu tólf æviárin var hún á átta mismunandi heimilum. Þuríður „vildi forða svo mörgum bömum sem hún gæti, frá því að hrekjast manna á milli“ svo vitnað sé í orð séra Sigurbjamar Á Gíslasonar í 10 ^Saqnir 2006
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.