Sagnir - 01.06.2006, Síða 17
Tillögumar, sem birtust í danska skipulaginu, gerðu ráð fyrir því
að ásýnd Kvosarinnar tæki miklum breytingum. Kvosin átti að fá nýtt
hlutverk og höfundar gáfu leyfi fyrir miklum byggingaframkvæmdum
og röskun á fyrri byggð.
cífjú ð afjyqq ð úr ?L Voóinní
I danska skipulaginu var gert ráð fyrir því að Kvosin fengi nýtt hlutverk
sem verslunar- og þjónustuhverfi. Ibúðabyggð átti að „þoka fýrir ýmiss
konar þjónustustarfsemi og bifreiðastæðum"6 enda var það skoðun
skipulagshönnuða að íbúðabyggð ætti „eðli“sins vegna ekki lengur
eiga heima í miðbæ heldur væri æskilegt að aðgreina íbúðabyggð og
athafnasvæði. Þegar skipulagsvinnan fór í gang fóm 9000 fermetrar
undir íbúðarhúsnæði í Kvosinni og Grjótaþorpi en skipulagshönnuðir
væntu þess að engin íbúð yrði á svæðinu árið 1983.7
Qífíinn { öniCvejí
Tillögur skipulagshönnuða danska skipulagsins í samgöngumálum
hefðu breytt ásýnd hennar svo um munar. Markmið skipulagshönnuða
var að greiða almenningi leið á einkabílum um bæinn. Því gerðu þeir
ráð fyrir breiðum akbrautum, þvers og kmss um Kvosina.8 Hér nægir
að gera grein fyrir einni þeirra. Sú akbraut átti að liggja í gegnum
hjarta Kvosarinnar, frá austri til vesturs, og tengja saman Túngötu,
Kirkjustræti, Amtmannsstíg og Grettisgötu. Breiðust átti hún að vera
einar fjórar akreinar. Til að greiða þessari braut leið hefði þurft að brjóta
fjölda húsa í spað - Amtmannshús og Hegningarhúsið þeirra á meðal.9
Þess má raunar geta að vinna við þessa götu var sett í framkvæmd og
hið sögufræga hús Uppsalir var rifið árið 1969 en húsið stóð á homi
Túngötu og Aðalstrætis.10
StvK*
'Xy /V^,vos
Eins og áður sagði gáfú skipulagshönnuðir leyfi íyrir umtalsverðum
byggingaframkvæmdum í Kvosinni. Ótækt er að gera skilmerkilega
grein fyrir þeim í stuttu máli. Hér verður því einungis tekið dæmi af
tveimur svæðum sem átti að endurskipuleggja og em einkennandi fyrir
hugmyndir skipulagshöfúnda, annars vegar Bemhöftstorfunni en hins
vegar Grjótaþorpinu.
Allt frá árinu 1927, þegar fyrsta skipulag Reykjavíkur leit dagsins
Ijós, hafði Grjótaþorpið verið þymir í augum skipulagsyfirvalda og þau
höfðu stefnt leynt og ljóst að því að jafna hverfið við jörðu. í greinargerð
með danska skipulaginu sagði:
... Mesta samansafnið af mjög lélegum húsum er í Grjótaþorpi,
og það er væntanlega eina hverfið í borginni, þar sem
borgaryfirvöldin þurfa að sjá um algera endurskipulagningu og
endurbyggingu.11
Skipulag svæðisins sýnir framlengda Suðurgötu liggja sem hraðbraut
undir Grjótaþorpið - ekki ósvipað Hafnarljarðarvegi undir Hamraborg.
Byggingamagn12 í Grjótaþorpinu átti að aukast en víðast hvar átti
byggðin þó ekki að vera hærri en tvær hæðir þótt gefið væri leyfi fyrir
háhýsum á stöku stað.13
Ásýnd Bemhöfitstorfúnnar hefði aldrei orðið söm ef tillögur
skipulagshöfúnda hefðu komist í ffamkvæmd. Þar átti að rísa
stærðarinnar stjómarráðshús en gömlu timburhúsunum mátti fóma.
Þannig áttu öll húsin í Bemhöftstorfunni að hverfa auk allra húsa milli
Bankastrætis og Amtmannsstígs að Skólastræti.14
Þær tillögur sem hér var gerð grein fyrir veita góða innsýn inn í
huga skipulagshönnuða. Stefnan var einfold: Ekkert rúm var fyrir
gamlar timburbyggingar í nýju Kvosinni. Athygli vekur að töluverð
uppbygging var í Kvosinni á sjöunda áratugnum, áður en hið nýja
skipulag fyrir Kvosina hafði verið formlega samþykkt í borgarstjóm.
Á meðan borgarstjóm var að þokast í þá átt að láta framkvæmdir taka
mið af lögformlega samþykktu skipulagi fengu lóðareigendur enn leyfi
til að byggja hátt og mikið. Þannig vom ekki færri en fjögur ný hús
reist í Austurstræti á ámnum 1960-1966 ef með er talin viðbygging
Utvegsbankans ofan á gömlu íslandsbankabyggingunni. Öll áttu þessi
hús það sameiginlegt að vera há og 1 funkisstíl.15
aCVöýortið skxif nyyyja, ejjrumfeyt sfcjaf ffyyjja
jzinfœq sátt með (Tansfja sffijufayið 7
Borgarfúlftmar allra stjómmálaflokka samþyfektu deiliskipulag
Kvosarinnar einum rómi þann 15. júlí 1965. Afar líklegt verður að
teljast að einhverjir þeirra hafi gert það í stríði við eigin samvisku.
Þannig höfðu fulltrúar Framsóknarflokks og Alþýðubandalags áóur lýst
yfir efasemdum með þau áform að rífa niður verk feóranna í svo stómm
stíl. Þrátt fyrir það greiddu þeir atkvæði með þessum tillögum.16
Alþýðublaðið og Þjóðviljinn vom á einu máli um að sátt hafi ríkt
innan borgarstjómar með skipulagið.17 Það eitt er einkar athyglisvert
því að Alþýðubandalagsmenn og Þjóðviljinn áttu eftir að gerast mjög
herskáir andstæðingar niðurrifs á næstu ámm. Hversu einlæg þessi sátt
var, verður að liggja milli hluta. Hins vegar er það staðreynd að aldrei, á
því tímabili sem hér um ræðir, átti slík sátt eftir að nást að nýju.
XZreft sffiyufay 7
Blekið var varla þomáð á danska skipulaginu þegar fjöldi manna tók
að úthúða því og ræða um að danska skipulagið væri úrelt. Gagnrýnin
beindist gegn öllum meginatriðum skipulagsins.
Árið 1968 skrifaði Bjöm Ólafsson arkítekt harðorða grein í tímaritið
Birting þar sem hann fordæmdi þá stefnu skipulagshöfunda að aðgreina
íbúða- og athafnasvæði. Aðgreining væri lausn á vandamálum gömlu
iðnaðarborganna sem þurftu að glíma við kolamengun frá verksmiðjum
en slík stefna væri reginfirra í nútímaþjóðfélagi. Þá benti Bjöm á að
aðgreiningarstefna skapaði fleiri vandamál en hún leysti. Einkum færi
hún illa með miðbæi sem yrðu að ómannúðlegri þvögu „bílastæða og
hraðbrauta sem skýjakljúfar... [stæðu] upp úr á stangli“. Að mati Bjöms
var lausnin að leyfa íbúum að snúa aftur í miðbæinn og búa þar.18
Gagnrýni Bjöms var sannarlega ekki úr lausu lofti gripin enda hafði
fjöldi erlendra þjóða brennt sig illa á slíkra hverfaskiptingu. Því er það
líklega ekki fjarri sannleikanum að segja að Kvosarskipulagið hafi
þegar verið úrelt um leið og það var samþykkt.19
En háværastar vom raddir þeirra sem kröfðust meiri virðingar
gagnvart gömlu húsunum. Á ámnum 1967-1970 höfðu þeir Hörður
Ágústsson og Þorsteinn Gunnarsson unnið könnun á varðveislugildi
húsanna í miðbænum fyrirborgina. Þótt borgarstjóm hafi reynt að skerða
faglegt frelsi þeirra, með því að gera þá kröfu að könnunin mætti hvergi
„brjóta í bága við samþykkt aóalskipulag", þá virtu Hörður og Þorsteinn
þau fyrirmæli að vettugi.20 í fyrsta lagi lögðu þeir til að Fríkirkjuvegur
11, hús Thors Jensens, yrði friðað en þar hafði Seðlabanki íslands fengið
vilyrði fyrir húsi.21 í öðm lagi lögðu þeir til að Iðnó og Iðnaðarskólinn
gamli yrðu friðaðir en þar hugðust borgaryfirvöld reisa nýtt Ráðhús.22
I þriðja lagi var það niðurstaða þeirra að Bemhöftstorfan svokallaða,
ætti að fá að standa.23 Þessi tillaga stangaðist á við áform ríkisins um
að reisa þar stórt og mikið stjómarráðshús. Og í fjórða lagi vildu þeir að
Hegningarhúsið við Skólavörðustíg yrði ekki rifið en þar átti fyrmefnd
gata frá Túngötu að Grettisgötu að liggja.24 Skýrsluhöfundar sáu hins
vegar ekki tilefni til að varðveita Grjótaþorpið þar sem þeir töldu listgildi
húsanna „yfirleitt mjög lítið...“ og viðhald „yfirleitt mjög lélegt...“.
Niðurstaða þeirra var því sú að Grjótaþorpið yrði að endumýja.25 Þá
gáfú þeir leyfi sitt fyrir niðurrifi á nær öllum timburhúsum í Kvosinni og
sögðu: „Meginsjónarmið okkar hefúr verið, að timburhúsin séu andstæð
Miðbæjarhúsi okkar tíma, og hljóti að hverfa". Höfúndar tiltóku þó þrjú
hús í miðbænum sem myndu sóma sér vel á byggðasafni - þeirra á
meðal Aðalstræti 10.26
Borgarráð,undirforystusjálfstæðismanna,féllstífyrstuekkiátillögur
tvímenninganna og uppskar mikla reiði fyrir.27 Grasrótarhreyfingar sem
börðust fyrir vemdun gömlu húsanna fóm mikinn í umræðunni og áttu
eftir að reynast skipulagsyfirvöldum óþægur ljár í þúfu sem þurftu oftar
en ekki að hopa fyrir kröfum þeirra.28
^fijjufay ffiróunarstoýnunar
Efasemda um danska skipulagið gætti ekki einungis meðal almennings
heldur einnig meðal kjörinna fúlltrúa innan allra flokka.29 í byrjun
árs 1971 var því nýrri stofnun, Þróunarstofnun Reykjavíkur, falið
að endurskoða danska skipulagið.30 Þótt fyrirmælin hafi verið að
endurskoða gildandi skipulag þá breytti Þróunarstofnun danska
skipulaginu að svo miklu leyti að í raun var um nýtt skipulag að ræða.
^fjajnir Z006 lÞj