Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Page 20

Sagnir - 01.06.2006, Page 20
(géðir - en stuttir tirnar - jyriryújnuJ fiús Þótt vinstrimenn hafi skipulagt einstaka reiti og svæði í Kvosinni, láðist þeim að ljúka vinnu við skipulag alls svæðisins. Fáar nýbyggingar risu í miðbænum á kjörtímabilinu og er skýringin líklega sú að flokkamir höfðu allir lýst því yfir aó þeir teldu heppilegra að skipuleggja miðbæinn í heild áður en gefið væri grænt ljós á einstakar ffamkvæmdir.70 Vinna við slíkt skipulag var þó hafin en eftir kosningar árið 1982 höfðu valdahlutföll í ráðhúsinu breyst að nýju.71 P°íðfeitni tif að óætta ófiíf ój6narmið Sjálfstæðisflokkurinn vann öruggan sigur í kosningunum árið 1982 og var niðurstaðan túlkuð sem vantraust á skipulagshugmyndir vinstrimanna.72 Sjálfstæðismenn hófust þegar í stað handa við að vinna nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík, enda var danska skipulagið - sem flestir vom líklega orðnir sammála um að væri meingallað - enn í gildi. Samhliða aðalskipulaginu var ákveðið að vinna að skipulagi eldri hverfa með það að markmiði að styrkja miðborg Reykjavíkur sem miðstöð verslunar og þjónustu. Þá hugðust sjálfstæðismenn auka íbúðabyggð í Kvosinni. 73 Horft yfir Pósthússstrætisreit. Eins og áður sagði hafói vinstristjómin 1978-1982 friðað Bemhöftstorfuna og vemdað Grjótaþorpið. I Kvosinni vom auk þess nokkrir reitir, svo sem Alþingishúsið, Dómkirkjan, Iðnó og Iðnskólinn nú friðaðir - að öðm leyti var Kvosin óplægður akur.74 Vinnan við skipulagið tók þrjú ár og árið 1986 vora tillögur skipulagshöfunda lagðar fyrir skipulagsnefnd undir heitinu Kvosin '86.75 Skipulagssvæðið afmarkaðist af Geirsgötu, Lækjargötu, Tjöminni og Aðalstræti og gerðu tillögur skipulagshöfunda ráð fyrir töluverðum breytingum á Kvosinni.76 f°ettvaruj urfjöfsi Markmið skipulagsliöfunda fífruðujó mannfij^s skfþulagshöfunda var að Kvosin yrði vettvangur „fyrir fjölskrúðugt mannlíf*. Þá átti „að treysta og efla miðbæ Reykjavíkur sem miðstöð stjómsýslu, þjónustu, sérverslana, viðskipta..Ennfremur að skapa góð skilyrði fyrir alls kynns mannamót, menningarstarfsemi og skemmtanir." 77 Skipulagshöfundar gerðu ráð fyrir 60-80 nýjum íbúðum í Kvosinni.78 Kvosin '86 sór sig því í ætt við skipulag Þróunarstofnunar og skipulags vinstrimanna að Pósthússtrætisreit með áherslu á blandaða byggð sem undirstöðu mannlífs i miðbænum. ££öna uóvæ ð ið vo sin UmferSarmálin áttu að taka stórfelldum breytingum. í byrjun skipulagsvinnunar höfðu þau Dagný Helgadóttir og Guðni Pálsson skipulagshönnuðir lagt til að Aðalstræti yrði gert að göngugötu. í skipulaginu Kvosin '86 gengu þau enn lengra í þá áttina og gerðu ráð fyrir því að Kvosin yrði að einu samhangandi göngusvæði. Einungis var leyfð takmörkuð bílaumferð um Pósthússtræti en Aðalstræti átti að vera opið fyrir strætisvagnaferðum. Að öðm leyti átti Kvosin að verða eitt göngusvæði.79 Asýnd Kvosarinnar átti að taka miklum stakkaskiptum. Helluleggja átti allar göngugötur og stóran hluta Austurvallar. 80 Þá átti að stórauka trjágróður meðfram götum í þeirri viðleitni að „Ijá miðborginni hlýlegt yfirbragð og undirstrika götulínur/ u81 ffv, 'ver óífifur öff fieóói tiúó sem i röðum í’ ' 7 J hqjja f Skipulagshönnuðir vom meðvitaóir um mikilvægi þess að leyfa gömlum húsum að standa áfram í miðbænum og í greinargerð með skipulaginu sagði: „Reykjavík á ekki gnægð gamalla sögufrægra húsa og ber því að vega og meta með aðgát, þegar okkar elstu hús em fjarlægð úr miðborginni...“.82 Eðlilega átti ekki að hrófla við friðuðum húsum en auk þeirra áttu Skólabrú, Fálkahúsið og gamla Bryggjuhúsið að standa.83 Engu að síður töldu skipulagshönnuðir að samræma þyrfti húsagerð í Kvosinni. Víða stæðu lítil og léleg hús inni á milli háreistra steinsteypubygginga og tóku þeir Aðalstræti, Lækjargötu og Austurstræti sem dæmi. A þessu vildu skipulagshönnuðir ráða bót með fjölmörgum nýbyggingum en þeir gerðu ráð fyrir því að byggingamagn Kvosarinnar myndi aukast um ljórðung.84 Þessar framkvæmdir kröfðust þess að tjölmörg hús yrðu rifin, færð úr stað eða flutt á brott.85 Skipulagshöfundar töldu að slík röskun þyrfti ekki að vera mikill skaði þar sem mörg gömlu húsanna hefðu tekið svo miklum breytingum að þau hefðu fyrir löngu glatað byggingasögulegu gildi sínu. Þá þyrfti borgin að fá að þróast, „breytast og lifa í takt við tímann og fylgja nútíma lífsmynstri." Því væri óhákvæmilegt að sum gömul hús vikju „fyrir framrás tímans," eins og það var orðað.86 Séu hugmyndimar, sem komu fram í Kvosinni '86, bomar saman við skipulag Þróunarstofnunar kemur í ljós að höfundar höfðu svipaðar hugmyndir um hvar skuli framkvæma og hvaða hús skuli varðveita. Bæði gera þau ráð fyrir ffamkvæmdum og niðurrifi húsanna vestan megin við Alþingishúsið, á Póshússtrætisreit, kringum Hallærisplanið og Austurvöll og við Lækjargötu.87 Vemdunarsvæðin era einnig nokkum veginn þau sömu. Þó er ekki annað að sjá en að höfundar Kvosarinnar '86 hafi gengið skrefinu lengra í vemdunarátt. Til dæmis má nefna að framkvæmdasvæðið við Hallærisplanið var ögn minna í nýja skipulaginu en skipulag Þróunarstofnunar gerði ráð fyrir. Engu að síður virðist hér einungis um stigsmun að ræða.88 Hin nýja deiliskipulagstillaga breytti skipulagi vinstrimanna fyrir Pósthússtrætisreit lítiö eitt. Lóðareigendum var nú frjálst að byggja ögn hærra og var stefnan að samræma hæðafjölda umhverfis reitinn og má segja að Nýja bíó og Borgarapótek hafi verið tekin til viðmiðunar. Nýja skipulagið tók því líklega ögn meira tillit til lóðareigenda en skipulag vinstrimanna. Að öðm leyti var skipulag vinstrimanna að mestu látið standa.89 Árið 1986 hafði enn lítið sem ekkert verið byggt á Hallærisplaninu og Steindórsplani en vinstrimenn höfðu stungið hugmyndum Teiknistofunnar Garðastræti 17 ofan í skúffu. Kvosin '86 gerði ráð fýrir að þar væri heppilegt að hafa fallegt hellulagt torg, enda væri svæðið skjólgott og snéri vel að sólu. Hér var því komin fram hugmyndin að því sem síðar varð Ingólfstorg. Á Steindórsplani (þ.e. planinu norðan Austurstrætis) sáu skipulagshöfundar fyrir sér að reist yrði „Borgarhús“ sem yrði opið fram eftir kvöldi og myndi hýsa veitingastaði, sýningasali, leikhúsaðstöðu og bókasafn.90 Það má því segja að hugmyndin sé mikið smækkuð útgáfa af hugmyndum Teiknistofunnar Garðastræti 17 að Hallærisplaninu, frá árinu 1977. Kvosin'86 var mjög í deiglunni áður en skipulagið var endanlega afgreitt í borgarstjóm. Gagnrýnin beindist einkum að tillögum 1$ ^Sajnír 2.006
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.