Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Page 29

Sagnir - 01.06.2006, Page 29
ofHlurfannstfaffejtJoað semJoeimýannst Jjétt... höfðu ýmislegt við stefnu ríkisins að athuga. Gagnrýnin var helst sú að ákveðinn hópur listamanna væri algerlega sniðgenginn. Dr. Selma Jónsdóttir var forstöðukona safhsins árið 1972 og var hún, ásamt fjögurra manna nefnd sem með henni starfaði, gagnrýnd fyrir að hafna ákveðnum stefnum og straumum í íslenskri myndlist, einkum verkum eftir félaga í SÚM.50 Jón Gunnar Ámason sagði ffá því í viðtali árið 1988 þegar árin í SÚM vora riíjuð upp að fólk á vegum Listasafns Islands hafi varla sést á sýningum á vegum SÚM og ekkert keypt af verkum af þeim á áranum í upphafi áttunda áratugarins. í viðtalinu sagði hann jafnframt: „Hvað mig sjálfan snertir, þá er ég búinn að starfa að fúllu í skúlptúr í nærri þrjá áratugi; Listasafn íslands hefúr á þessum tíma keypt eftir mig þrjú verk.“51 Gylfi Gíslason, sem starfaði með SÚM, gerði úttekt á stefnu ríkisins til innkaupa í grein í Vísi. Hann benti þar á að mikil umræða hefði skapast um úthlutun listamannalauna fyrr á árinu. Kerfinu þyrfti augljóslega að breyta en breytinga væri líka þörf á öðrum sviðum, svo sem á stefnu Listasafns íslands.52 Gylfi taldi að stefna og rekstur safnsins einkenndist af mikilli kyrrstöðu og stuðlaði ekki að því að vekja áhuga almennings á listinni. Einnig kemur fram í greininni að á áranum 1962-1972 hafi rekstrarkostnaður áttfaldast, en hann var árið 1972 2.400.000 krónur. Á sama tíma hefði upphæðin til innkaupa nær staðið í stað.53 Úr grein Gylfa má lesa beiskju vegna þess hvemig ungir listamenn vora sniógengnir og almennt ósætti yfir metnaðarleysinu í rekstri safnsins. Gylfi benti á að Listasafn íslands hefði misst af tveimur myndum gamals íslensks meistara íslenskrar myndlistar, Jóns Stefánssonar, á uppboði sem greint hefur verið frá hér að framan. í ágústmánuði 1972 greindi Morgunblaðið frá því að Listasafn íslands hefði keypt 44 verk eftir Jón Stefánsson úr dánarbúi ekkju hans í Danmörku. Blaðið taldi þetta mikinn feng en kaupverðið var um 2.301.000 krónur.54 í áðurnefndri grein eftir Gylfa Gíslason um Listasafú íslands var greint frá því að til innkaupa árið 1971 hafi verið varið um 850.000 krónum. Ekki er ólíklegt að Listasafni íslands hafi verið veitt aukafjárveiting vegna kaupanna á verkum Jóns Stefánssonar. í lögum um Listasafn íslands frá 1969 (í gildi árið 1972) sagði í a-lið 2. gr. laganna að ein af aðalskyldum safnsins væri „að afla svo fúllkomins safns íslenzkrar myndlistar sem unnt er, varðveita það og sýna...“.55 Það var því í raun skylda Listasafns Islands að eignast þessi verk eftir Jón Stefánsson. Ekki mátti henda að safnið missti aftur af verkum eftir einn af frumkvöðlum íslenskrar myndlistar. Stefna ríkisins virðist hafa verið nokkuð skýr hvað varðar úthlumn listamannalaima og innkaup á verkum til Listasafns Islands. Ljóst er að nokkurrar þröngsýni gætti meðal íslenskra embættismanna í þeim efnum. Athyglisvert er þó að sjá hve ungir myndlistarmenn létu sig þetta miklu varða. Ef til vill má tengja það því að viða í heiminum var ungt fólk orðið meðvitaðra um stöðu sína og var tilbúið að bjóða ríkjandi skipulagi byrginn. Ungir listamenn töldu að hér á landi ríkti stöðnun í myndlist og erfitt væri að knýja á um breytingar þegar embættismenn viðhéldu gömlum tíðaranda. lækina og fjöllin í málverkum gamalla meistara sem enn héldu í gömul gildi. Sama hugsun má segja að hafi ríkt í ýmsum verkum félaga í SÚM. Til dæmis notaði Sigurður Guðmundsson heysátu og Kristján Guðmundsson notaði slátur í verkum sínum. Verkin voru alíslensk, sem var að margra mati enn ákaflega mikilvægt viðmið, en verk þeirra Kristjáns og Sigurðar voru samt langt frá þeim íslenska veraleika sem birtist í olíuverkum eldri listamanna. Eftir árið 1972 var starfsemi SÚM sem félagsskapar ekki eins öflug og hún hafði verið árin á undan. Helsta ástæðan fyrir því sú að fjöldi félaga hélt utan til frekara náms eða starfaði erlendis við listsköpun sína. Þó má segja að starf félaga í SÚM hafi byrjað að skila sér á árinu 1972. Á þeim tíma hlutu SÚM-félagar meiri viðurkenningu en áður fyrir störf sín. Svo virðist sem þeim hafi tekist að tengja hluta íslensks myndlistarlífs erlendri samtímalist og þannig byggt brú milli íslands og útlanda.58 Arfúr SÚM var farinn að skila sér inn í listalífið hér á landi. Ahrifin bárast inn í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Nokkrir af SÚM félögunum störfuðu þar við kennslu eða notuðu tengsl sín til að fá hingað til landsins erlenda gestakennara. Þannig komust nýjar hugmyndir inn í starf skólans sem höfðu áhrif á sjónrænan skilning og listsköpun.59 Hildur Hákonardóttir kenndi við textíldeild skólans frá árinu 1969 en á skólaárinu 1972-1973 bættist Jón Gunnar Ámason í kennarahóp skólans.60 Árið 1973 fjölgaði nemendum við skólann stórlega. Því má velta fyrir sér hvort áhrif SÚM hafi meðal annars orðið til þess að aðsókn að skólanum jókst þar sem félagið reyndi að greiða leið yngri listamanna inn í íslenska myndlist. Árið 1976 varð Hildur Hákonardóttir skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans og sama ár fékk svokölluð Nýlistadeild meira vægi í starfi skólans undir stjóm Magnúsar Pálssonar, félaga í SÚM. Magnús hóf störf við skólann árið 1975.61 Einnig tók SÚM að sér þarft verk árið 1972, að kynna list um landið. Tilgangurinn var „að kynna SÚM og...að reka á eftir hinu opinbera að gera eitthvað afgerandi í að kynna „list um landið““.62 Samkvæmt hugmyndafræði SÚM var listin lífsmáti. Áhorfandinn horfði ekki bara úr fjarlægð heldur stóð honum til boða að taka þátt í sköpun verksins. Listaverkið átti ekki að vera skrautmunur sem gleðja skyldi augað, heldur viðfangsefni fyrir hugann.63 ■Ol'l ION\ Cíiticcrt by Jdn Ctinnar ArnaMm 1972 HOW TO OPERATE: 1. Take the cellophane out of tlie tube, crumble it and put it back into thc tubc. 2. Wait one luinute. tkc thc ccllophuu oul >nil pvit it un the &%rjXeijx> ’S'XXZCC Þeir ungulistamenn sem mest vora áberandi í íslensku myndlistarlífi og mynduðu mest andsvar við ríkjandi hefðum í myndlist við upphaf áttunda áratugarins störfúðu innan SÚM. Nokkrir þeirra höfðu dvalið til skamms tíma erlendis og borið með sér nýja myndlistarstrauma að utan inn í íslenskt myndlistarlíf. Tengsl Islands við útlönd stórefldust fyrir þeirra tilstuðlan. í tíð SÚM vora haldnar fyrstu sýningamar hér á landi þar sem sjá mátti nýjar stefnur í evrópskri myndlist. Dæmi um það er sýning á Listahátíð í Reykjavík árið 1972.56 Veglegt rit var gefið út í tilefni af sýningu SÚM, sem var raunar eina bókverkið sem gefið var út í tilefni Listahátíðarinnar. Annars voru aðeins gefnar út minni sýningarskrár með helstu upplýsingum um aðra atburði. Enga grein eða umfjöllun um myndlist er að finna í bókinni en fremst er þó ritað: „Það er okkar einlæg ósk og von aó þessi sýning verði til að efla áhuga og skiltiing á list.“57 Kjaminn í hugmyndum SÚM var að miðla starfi sínu út á við og opna augu almennings fyrir listum en ekki aðeins starfa innan lokaðs samfélags sem litið væri homauga af almenningi og yfirvöldum. Á forsíðu bókarinnar er mynd af torfbænum að Keldum á Rangárvöllum. Veraleikinn sjálfúr, íslenskur torfbær sem sýnir gamla tímann, var þar með orðinn að nútímalistaverki og var birting ©yndarinnar um leið ádeila á íslenska þjóðemisrómantík, mosann, „Cellophony” eftir Jón Gunnar Árnason frá árinu 1972. SÚM hafði mikil áhrif á næstu kynslóð myndlistarmanna hér á landi, meðal annarra unga listamenn sem árið 1977 stofnuðu Gallerí Suðurgötu 7 ásamt nokkram ungum háskólanemum. Markmið þeirra líkt og SÚM var að kynna fyrir íslendingum það athyglisverðasta sem var að gerast í listum í heiminum og tengja íslenskri list.64 Árið 1978 varNýlistasafnið stofnað. Það átti að fylla upp í það tómarúm sem yngri listamönnum þótti hafa skapast í safnkosti Listasafns íslands.65 Ásetningur þeirra sem störfuðu innan SÚM var að spoma við þeirri stöðnun sem þeir töldu að ríkti í myndlist hér á landi. Því má spyrja sig að því hvort SÚM tókst að breyta viðhorfúm íslendinga almennt til myndlistar. Líklega hefur þeim tekist að breyta einhverju þar um en Jón Gunnar Ámason greindi sjálfur frá því i viðtali frá árinu 1988 að helsta afrek SÚM hafi verið að breyta andliti íslands gagnvart útlöndum á myndlistarsviðinu.66 Sajrtir 2006 XJ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.