Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.06.2006, Qupperneq 33

Sagnir - 01.06.2006, Qupperneq 33
fPað ujijifiast, sem fiér er samið, er fítifs virðijyrir afmenniny... á ævisögum jaðrafði] við að vera sjúklegur."4 Hann hefúr augljóslega eitthvað til síns máls því vinsældir sjálfsævisagna hafa í íjöldamörg ár átt feikilegum vinsældum að fagna hér á landi. Hins vegar er næsta sárt frá því að segja að á sama tíma og vinsældir sjálfsævisagna aukast ár frá ári þá eru rannsóknir á þessu geysivinsæla bókmenntaformi af skomum skammti.5 Þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson stóð fast á sjötugu þegar hann hóf ritun Sögukafla af sjálfum mér. Hann var hins vegar síður en svo sáttur við verk sitt og sat hann að við betrumbætur á því sleitulítið í áratug. Fyrstu drög að sögu sinni hóf hann að rita árið 1905 og hélt hann áfram skrifúnum með hléum til 1915. Þegar hann lést árið 1920 var handritinu enn ólokið. Það sem gerir þennan afrakstur tíu ára vinnu Matthíasar áhugaverðan er sá fjöldi handrita sjálfsævisögunnar sem skáldið skrifaði á tíu ára tímabili. Sýna þau að þjóðskáldinu tókst illa að binda liðnar svipmyndir í orð. Honum þótti verkið sækjast svo seint á stundum, að hann hugðist leggja það alfarið á hilluna. Sjálfsævisagan, Sögukaflar af sjálfum mér, er að sönnu þrekvirki þjóðskáldsins því óhætt er að fúllyrða að Matthías hafi ekki dvalið jafit lengi við mörg önnur verk á ferlinum. Það sem eykur gildi sjálfsævisögunnar til muna er jafnframt dapurlegasta staðreyndin við verkið: Matthías lauk því aldrei. Hann lést saddur lífdaga, áttatíu og fimm ára að aldri, heilsutæpur og nánast blindur. Það kom í hlut sonar skáldsins, Steingríms Matthíassonar læknis að búa handrit föður síns til útgáfu og vekur sú aðkoma hans óneitanlega upp spumingar um stöðu hins eiginlega höfúndar verksins. J\vnt í innra ftj Emftaklingar hafa verið íðnir við að skilja eftir sig persónulegar heimildir af öllu tagi. Helst er um að ræða dagbækur og bréf, sjálfsævisögur og minningabækur, minnispunkta og annan persónulegan reyting sem gefur til kynna daglegt amstur genginna einstaklinga sem gefúr eftirlifendum kost á að grandskoða samskipti fortíðarinnar. Heimildagerð á borð við bréfa og dagbókaskrif hefúr verið stunduð jafnt ómeðvitað sem meðvitað um ómunatíð. Helst þróun þeirra í hendur við breytingar á sjálfsvem höfunda - ekki hvað síst á Vesturlöndum.6 Sjálfsævisöguleg skrif á borð við ritun dagbóka og persónulegra minningagreina þar sem kafað er ofan í sálartetrið em af allt öðmm toga. Olíkt dagbókarskrifum, þar sem höfundur sest niður eftir dagsverkin og færir samviskusamlega niður það sem á dagana dreif, þá krefst ritun sjálfsævisögu bæði tíma og yfirlegu. Höfundur slíkrar bókar er yfirleitt yfir miðjum aldri, enda þarf hann að hafa góða yfirsýn yfir líf sitt svo hann geti sett það í samhengi við fortíð og samtíð. En fleira kemur til, svo sem hæfnin til að skrifa, markhópur skrifanna og hvatinn til að tjá sig um eigið líf í löngu og ítarlegu máli.7 En þar sem sköpunarferli sjálfsævisagna er bæði langt, flókið og krefst mikils tíma er vert að spyrja: Hvers vegna leggja höfúndar sjálfsævisagna á sig þá geysilöngu og erfiðu ferð sem felst í því að bera eigin persónuleika með öllum sínum göllum á borð fyrir almenning að kjamsa á? Matthías Jochumsson stóð við þröskuld sjötugsaldurs þegar honum barst óvæntur hvati til að helja ritun sjálfsævisögu sinnar. Hann hafói þá verið á eftirlaunum frá aldamótunum 1900 eftir tólf ára þjónustu við kirkjusöínuðinn á Akureyri og fysti hann að sinna skrifum nú þegar annasamt daglaunastarfið var að baki. Sjötugsafmælið nálgaðist óðfluga og ákváðu nánir vinir hans og velgjörðarmenn að gefa út rit til heiðurs þjóðskáldinu. Davíð Ostlund, útgefandi ljóðasafns Matthíasar og skipuleggjandi afmælisritsins, fékk til liðs við sig „þrjá menntamenn til að semja [ritið]"8 en allir höfðu þeir verið nánir vinir skáldsins og samverkamenn um árabil. Þetta voru þeir Þorsteinn Gíslason, ritstjóri Sunnanfara og síðar Lögréttu, Guðmundur Hannesson læknir og dr. Guðmundur Finnbogason, prófessor við Háskóla íslands. Afmælisritið var virðingarvottur frá höfundunum þremur, sem og „hinni íslensku þjóð, að því leyti, sem efni bókarinnar samsvarar þeirri skoðun, sem þjóðin hefir á hinum mesta skáldi sínu,“ skrifaði Davíð í inngangsorðum sínum að afmælisritinu og taldi sig hafa allan rétt til að nota svo stór orð enda ritinu ætlað að endurspegla tilfinningar þjóðarinnar til stórskáldsins.9 Það kom í hlut Þorsteins Gíslasonar að skrifa um ævi Matthíasar. Hann setti sig í samband við skáldið og bað hann fýrir um „örstutt yfirlit yfir æfiferil [hans] frá 1. ári til hins 70sta.“10 Litlar heimildir eru um það hvenær eða hvemig boðið kom, sem og hvenær Matthías hófst handa við skrifin og því lítil leið að sjá hversu langan tíma hann var að semja það. Hann lauk hins vegar verkinu seint í júlímánuði á sjötugasta aldursári sínu og gaf því heitið „Um æfi mína, einkum bamæsku og vaxtarár.“ Þessi fyrsta atlaga Matthíasar Jochumssonar að skrásetningu eigin æviskeiðs er ekki mikil að vöxtum, einungis 34 þéttskrifaðar síður í fjórðungsbroti. I því stiklaði þjóðskáldið á helstu æviatriðum sínum síðastliðin sjötíu ár. Þorsteinn spann svo eigin texta út frá handritinu í afmælisritinu og vitnaði hann til þess þegar við á.11 Um handritið sjálft er lítið hægt að segja að öðm leyti en því að þar gerir Matthias grein fyrir ættemi sínu og staðháttum á Skógum, allt frá því er hann fæddist þar 13. nóvember árið 1835, og minnist síðan á eftirminnilegustu atvik ævi sinnar fram á fúllorðinsár. Athyglisvert er hins vegar að hvergi nefnir hann foreldra sína á nafn. En þau hétu Jochum Magnússon og Þóra Einarsdóttir. Þeirra er aðeins getið í neðanmálsgrein í útgefnu sjálfsævisögunni en það var fyrir tilstuðlan bamabams þeirra, Steingríms Matthíassonar, að nöfn þeirra birtust í bókinni.12 Matthías fleytir kerlingar yfir fullorðinsárin og staldrar lítið við nema helstu þætti. Jafnvel eiginkona hans og böm fá lítið rými í textanum enda er þeirra vart getið nema í framhjáhlaupi. Hins vegar má vel vera að slíkt hafi honum ekki þótt þjóna neinum tilgangi í litlu yfirlitsriti. í inngangsorðum Matthíasar koma fram hugleiðingar hans um stöðu sjálfsins, sem og þann vanda sem hann telur sig standa frammi fyrir gagnvart sjálfskönnun sinni. Hann fer á harðahlaupum yfir sögu sjálfstækninnar, það er að segja þeirri tækni sem fólst í því að greina ffá andlegri líðan og daglegum háttum, allt frá dögum Fom-Grikkja til sinna daga, og dregur þá ályktun að ,,[þ]aó mætti teljast elliglöpum líkt að ráðast í að rita sögu síns innra lífs, þegar höfúndurinn er orðinn hálfáttræður að aldri og hefur áður lítið sem ekkert samið eða varðveitt sér til minnis. Þess konar ævisögur, sem nokkuð þykir kveða að, þykja vera afar-sjaldfundnar í bókmenntum þjóðanna, ritaðar af viðkomendum á svo háum aldri.“13 Að undanskildum háum aldri er það minnisleysið sem hann telur helst há sér við skrifin. Minni svo aldraðs manns er vandmeðfarið, segir Matthías, sérstaklega „... þar sem ég rita þessar endurminningar nær áttræður að aldri og án allra, eða nær því allra ritaðra heimilda, svo sem bréfa, dagbóka og annarra uppteikninga nema fáeinna sundurlausra ljóðmæla. Finn ég og að minnið hefúr sljóvgast með elliárunum, enda förlaði því snemma [...]“.14 Tilgreinir hann í því sambandi tvær veikindalegur auk þunglyndis, sem hrjáði hann til frambúðar. En fleira kemur til, því margt steðjar að þegar kemur að skrásetningu eigin daga. Matthías segir erfiðleikana felast hvað helst í því að segja sjálfur sögu sína, „ekki síst á gamals aldri - nema þá örstutt yfirlit - það er torveldara en flestir mundu ætla. Mér finst móðir mín og fáeinar aðrar „ólærðar" konur hafi bezt kunnað þá list,“15 tíundar hann við ritun fyrstu draga sjálfsævisögunnar árið 1905. Hann er þá þegar meðvitaður um þá móðu sem huldi skjáinn að gömlum slóðum og er óhætt að fúllyrða að hugleiðingar Matthíasar um stöðu sína í tilveruverkinu sóttu harðar að honum næstu tíu árin. En Matthías lenti þráfaldlega í vegleysum og átti hann í erfiðleikum með að ná áttum á ný. ÍTéCinninqarnar séttu á Afmælisritið kom út á afmælisdegi skáldsins og þótt það hafi verið heldur litið að vöxtum, um 70 blaðsíður í fjórðungsbroti með harðri kápu, þá fór vinahópurinn fögrum orðum um skáldið. Davíð 0stlund skrifaði inngang að verkinu. Þorsteinn tíundaði æviferil skáldsins og greindi nokkur kvæða hans, auk þess sem þeir nafnamir Guðmundur Hannesson og Guðmundur Finnbogason skrifuðu hvor sitt yfirlitið; Guðmundur greindi frá ljóðum Matthíasar í víðu samhengi en nafni hans Finnbogason rýndi í erfiljóðin. Er umijöllun Guðmundar Finnbogasonar nokkuð athyglisverð í ævisögulegu sambandi, eins og síðar verður vikið að. Boð Þorsteins, öll sú vinna sem Matthías lagði í „örstutt yfirlit yfir æfiferilinn" og útgáfa afmælisritsins hefur án nokkurs vafa virkað hvetjandi á hið aldna þjóðskáld. Greinilegt merki um *f)ajnir Z006 f^l
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.