Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Page 41

Sagnir - 01.06.2006, Page 41
rzð ficrj'jsfendinj a tif oOúastrtðsíns iSyy-iyoz. til þess ætluð að vekja andúð á Bretum. Verslun þeirra hefði reynst okkur „mjög notaleg og hagstæð, og hugsast gæti“. En áður en greinarhöfundur sleppti orðinu bætti hann við að „aftur á móti verður varla hjá því komist, að mikið af þessum mönnum er óvandaður skríll, sem skeytir engu, hvorki guðs né manna lögum.“22 Meðal íslendinga virtist það augljóst að græðgi rak Breta til átaka í Suður-Afríku og eru íslensku blöðin mjög einörð í afstöðu sinni hvað það varðar: Því verður og eigi neitað, að það er ógn sorglegt að vita til þess, að drengskapur og mannúð vorra tíma sé eigi lengra komin en svo, að það eru allar líkur til þess, að fégimi Englendinga muni haldast það uppi, að níðast á þessum tveimur litlu, hraustu þjóðveldum og útsjúga hið auðuga land þeirra, eptir að hafa drepið meiri hluta af þess hraustustu sonum.23 I Vesturheimi gagnrýndi þó Heimskringla þessa söguskýringu og benti á að Bretar hefðu ekki sóst eftir ófriði við Búa. Ennfremur sagði blaðið að Bretar berðust „hvorki til þess að auka út lendur sínar, né af græðgi í Transvaalgullið." Fyrst og fremst neyddust Bretar til að fara út í stríðið „til þess að tryggja framtíðar frelsi afkomenda þeirra í Suður- Afríku.“24 í grein í Fjallkonunni í maí 1900 var harkalega deilt á ritstjóm Eimreiðarinnar fyrir að birta grein í „ekta Ameríku anda“ þar sem reifaðar væm hugmyndir um uppgang Bandaríkjanna og hugsanlegt bandalag þeirra og Breta. I Eimreiðinni sagði m.a. að á meðan hinum rómönsku þjóðum, s.s. Frökkum, Spánverjum og fleiri, færi hnignandi færi hagur hinna germönsku þjóða vaxandi. Þótti greinarhöfundi í Eimreiðinni þær hafa „lífskraft, vinnuþol og sterkar framtíðarvonir" og nú um stundir dreifðust þær um alla jörðina og tækju „undir sig hvem byggilegan blett, sem þær geta fest hendur á.“25 Fjallkonan sagði að þessi hugmynd Eimreiðarinnar væri birt „án nokkurra athugasemda gegn þessari viðbjóðslegu kenningu, sem lætur hnefaréttinn vera æðsta takmark mannkynsins". Samkvæmt þessari kenningu hugsaði maðurinn aðeins um völd og peninga, „enda hefir þessi svo nefnda „mentun“ (civilisation) miklu fremur aukið spillingu og allskonar eymd heldur en áður var“. Greinarhöfundur taldi það markmið Breta að taka þann auð sem bjó í jörðu Búalanda „til þess að láta það komast út í heimslífið og efla „mentunina“ (civilisation)“. Eða með öðmm orðum, eigi maður einn peninga, en kunni ekki að nota þá, þá má taka þá af honum og nýta betur. Þetta væri sjónarmið Englendinga að mati höfúndar. í því samhengi notaði hann orð, sem ekki hafði skapað sér eins mikla hefð þá og síðar varð eða „kommunismus". Það orð taldi höfundur hafa verri merkingu en víkingaskap „því á víkingatímanum höfðu menn ekki þá hugmynd um mentun sem menn hafa núna.“ Greinarhöfundur klykkti út með vangaveltum um hugsanlega innrás Þjóðveija í Bretland. Flann benti á að Vilhjálmur Þýskalandskeisari væri „ungur og fjörugur, herskár og ófyrirleitin[n]“ og tveir virtir þýskir hershöfðingjar, annar þeirra Helmuth Moltke, hefðu sagt slika innrás hægðarleik. Máli sínu til stuðnings benti höfundur á að Bretar ættu enga hershöfðingja og hefðu aldrei átt neina hershöfðingja samanborið við Þjóðverja. Greinarhöfúndur líkir hemaðarkunnáttu bresku hershöfðingjanna við Sigurð Jórsalafara sem brytjaði niður vamarlausa blámenn og berserki, enda hafi þeir „ekki fengið frægð sína af öðm en að berja á villiþjóðum". Höfundur taldi þó engar líkur standa til annars en að Höfundur taldi þó engar líkur standa til annars en að Bretar sigmðust á Búum að lokum, en þar með væri ekki sagt, „hversu farsæll sá sigur verður, og ekki um drengskap að tala.“26 Rányrkja Breta á íslandsmiðum um aldamótin 1900 var íslendingum ofarlega í huga þegar rætt var um Búastríðið. Þorsteinn Erlingsson skáld og ritstjóri Austra, sagði m.a.: Það er líka hinn mikli auður sem fólginn er í gull og gimsteinanámum Búanna og Oraninga, er ekki er sízta agnið fyrir Englendinga til þess að ná í yfirstjóm þessara þjóðvelda, sami yfirgangurinn og fégimdin þar syðra einsog hér nyðra, við strendur íslands.27 Sagði Þorsteinn að Bretar væm vissulega duglegir og þrautseigir en „illt er til þess að vita að þeir skuli svo opt berjast fyrir svo illu málefni, og vera svo ágjamir til fjár og landa.“28 Samúð með Bretum var vandfundin í íslenskum blöðum á þessum tíma, en henni bregður þó fyrir. Á Akureyri ritstýrði Einar Hjörleifsson Kvaran Norðurlandi. Þar var ritað snemma árs 1901: Það virðist vera orðin trúarsetning hér á landi, jafn-heilög og jafn-almenn eins og nokkur trúarsetning kirkjunnar hefir nokkum sinni verið, að í viðureigninni við Búa séu Bretar ekkert annað en guðlausir ránsmenn og ágengnisseggir, sem séu að brjóta undir sig saklausa þjóð af engum öðmm hvötum en þeim, að þá langar til að eignast land þeirra.29 Blaðiö taldi það ekkert óeðlilegt að íslendingarhafi mótað sér þá afstöðu, þar sem íslensku blöðin hafi haldið uppi afar einhliða áróðri Búum í hag. Við það bætist svo tilhneiging Islendinga til að taka málstað Davíðs í baráttunni gegn Golíat, og einnig vægi þungt sú hetjulega framganga sem Búar hefðu sýnt. Norðurland hefur það eftir enskum prófessor frá Cambridge-háskóla að Bretum hafi verið búin allmikill hætta af Búum þar sem þeir hafi ætlað sér í samstaríi með Þjóðverjum að ná undir sig nýlendum Breta í Suður-Afríku. I lok greinarinnar sagði: Að öllu samanlögðu em þess fráleitt mörg dæmi í sögu mannkynsins, að stórveldi hafi sýnt lítilli kotþjóð jafn-mikið langlundargeð eins og Englendingar hafa sýnt Búum, áður en til ófriðar kom. Vitanlega er það raunalegt, að jafn-vaskir menn og Búar skuli verða fyrir öðmm eins hörmungum; en það virðist miklu fremur stafa af þvi, að stjóm þeirra hefir gersamlega misskilið stöðu þeirra í mannfélaginu, en af yfirgangi og ójöfnuði Englendinga.30 Staðhæfingar áðumefnds prófessors virðast vera algjörlega úr lausu lofti gripnar og einkum settar fram í áróðursskyni. En um leið telst þetta til fárra dæma um að íslenskt blað hafi reynt að verja sjónarmið Breta fyrir lesendum, þótt varhugaverð væm. Lögberg, eitt blaða Vestur-Islendinga í Kanada, studdi Breta í stríðinu af heilum hug. Blaðinu blöskraði afstaða Islendinga og gagnrýndi einkum íslensku blöðin fyrir fréttaflutning um tildrög ófriðarins milli Breta og Transvaalsmanna. Sagði blaðið að þar kæmi hvarvetna fram, að fjöldi Islendinga, jafnvel ýmsir blaðamenn, væm fullir af hleypidómum í þessu máli og litu á Búa í Suður-Afríku sem nokkurs konar píslarvotta fyrir frelsi og sjálfstæðri menningu í suðurhluta nefndrar heimsálfu, en á Breta sem rángjama kúgara. Vér vonum að vér séum algerlega hleypidómalaus í þessu máli, og vér leitumst við að byggja skoðanir vorar á því, eins og í öðram málum, á sannindum (facts), en eigi á tilfinningum, er ekki hafa við rök að styðjast.31 Þegar Jón Olafsson, þingmaður leit yfir atburði ársins 1901 í tímaritinu Skírni var honum það ofarlega í huga hversu réttur smærri sem stærri þjóða heimsins færi dvínandi. „Þetta var einhver [h]in helgasta hugmynd á uppvaxtarámnum í brjóstum vor, sem nú lifum“, sagði hann og bætti við að réttur þjóðanna hafi verið meðal okkar dýrmætustu trúaratriða. „En þetta trúaratriði vor eldri manna er nú að falla úr gildi. Þeir menn, sem nú vaxa upp, verða að læra að líta á þetta sem fagra og hugðnæma hjátrú feðra sinna."32 Jóni var augljóslega hugsað til Búanna. Hann var ósammála aðferð Breta við að sölsa lítið smáríki undir sig en taldi þó að til lengri tíma litið væri hægt að réttlæta aðgerðir Breta. „Það sem af ranglæti er byrjað, framhaldið og fullnað, getur þó stundum orðið til að fullnægja því, sem í víðtækara skilningi er fyrir beztu og því réttmætt, þótt aðferðin væri það eigi.“33 Jón taldi að þeir „stríðsæsingamenn" sem stæðu fyrir ófriði Breta gegn Búum hafi haft það eitt að leiðarljósi að efla veldi Breta en ástæðan fyrir ófriðnum sé ekki nema að litlu leyti græðgi námueigenda. Því sé það mikilvægt „að Engil-Saxa-kynið eflist svo að veldi, að engir aðrir fái því á sporði staðið í heiminum; en til þessa er það meðal annars óhjákvæmilegt, að Bretaveldi fái yfirráð yfir °$aynir d.oo6 j$y
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.