Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Side 50

Sagnir - 01.06.2006, Side 50
FÍnáttuýéfaj jsfantfó oy TK^úf u oy xánnuýerðir jsfentfinja tif TkjÚSu landsins út á við.62 Gera má ráð fyrir að sú mikla áhersla sem kúbönsk yfirvöld lögðu á að skemmta ferðalöngunum þessa síðustu viku hafi einkum verið til þess ætluð til að ná fram þvi markmiði. Þeir Kúbufarar sem rituðu ferðasögur sínar og birtu i islenskum blöðum, skrifuðu allir í megindráttum jákvæða lýsingu á því sem fyrir augu hafði borið. Sumir dásömuðu lýðræðið á Kúbu,63 en aðrir lofsungu uppbyggingarstarf Castros í menntamálum64. Enn aðrir voru hrifnir af menningu eyjaskeggja auk þess sem þeir hrifust af dugnaði og lífsgleði þeirra.65 Tónlistarhefð Kúbana virðist einnig hafa vakið athygli flestra brigadistanna. Jón Torfason segir svo frá: Það kom okkur líka spánskt fyrir sjónir að byija dansleik klukkan tvö að degi til eins og þama var gert en Kúbanir em dansmenn miklir og mússíkalskirfsic]. Þeir slá taktinn með spýtum, dósum og hverju sem til fellur eða klappa bara saman lófunum. Er erfitt annað en að smitast af lífs- og leikgleði þeirra. En á stundum fannst okkur þeir háværir um of, einkanlega hljómsveitarmenn, og fyrir kom að ég efaðist um hvort þeir viti hvað þögn er. 66 ýmis störf í þágu byltingaraflanna og kúbanskrar alþýðu. Skipulagning þessara ferða er án efa merkasta framlag félagsins til bættra samskipta íslendinga og Kúbana. Að auki var félagið virkt hvað sýninga- og fundahald af ýmsu tagi varðar á tímabilinu og verður að segjast að það hafi að mestu leyti uppfyllt með sóma grunnmarkmið sitt að „efla menningarlegt samstarf milli Islands og Kúbu, stuðla að auknum kynnum Islendinga af þjóðfélagsháttum og menningu Kúbubúa og koma á framfæri við Kúbubúa upplýsingum um íslenska menningu." Það er einna helst síðasti þátturinn sem virðist hafa verið setið á hakanum en það verður að teljast eðlilegt enda tvímælalaust það atriði sem erfiðast er í íramkvæmd. Hvað brigdadistana áhrærir er ljóst að voru jafn misjafnir og þeir voru margir þótt flestir hafi þeir verið djúpþenkjandi vinstrimenn. Ekki er víst að vinnuframlag þeirra Islendinga sem lögðu land undir fót hafi haft afgerandi áhrif á afkomu Kúbanska þjóðarbúsins en meira er þó vert að brigadistamir snem flestir til baka með jákvæðar minningar og bám út boðskapinn um sæluríkið Kúbu sem var mikilvægt í heimshluta þar sem einkum heyrðust neikvæðar fréttir frá ríki Fidels Castros. Móttökumar sem ferðalangamir hlutu vom mörgum þeirra einnig mjög hugleiknar enda oft og tíðum miklar veislur sem mikið var lagt í. Albert H.N. Valdimarsson lýsir móttökum sínum á þennan hátt: I vinnubúðunum var tekið á móti okkur með söng og hljóðfæraslætti. Fólkið stóð í löngum röðum og klappaði í takt við tónlistina. Gleðin skein úr hverju andliti, og ég fann mig velkominn þegar ég gekk í gegnum fólksmergðina inn í stóran fundarsal, sem var opinn í alla enda. Móttökuathöfnin var stórbrotin og alveg ógleymanleg. Þama sátum við í salnum. Eg leit í kringum mig og sá fólk allsstaðar, öll sæti voru setin, fólk stóð meðfram veggjum og andlit sáust í öllum dyram og gluggum, sum svört önnur hvít og allt þar á milli, glöó og eftirvæntingarfull. „Þetta er Paradís á jörðu“ hugsaði ég.67 En hversu raunverulegt var það sem fyrir augu brigadistanna bar á ferðum þeirra til Kúbu? Fengu þeir að sjá heim hins almenna Kúbana eða sáu þeir aðeins skrautsýningu setta á svið af stjómvöldum til að heilla ferðalangana sem síðar áttu að bera út fagnaðarboðskapinn um sæluríkið? Ljóst er að sumir í hópi ferðalanganna veltu slíkum spumingum fyrir sér. Vinnubúðirnar sem þeir gistu í vora fyrir utan Havana þannig að þeir vora ekki í mikilli snertingu við almenning á Kúbu. Þeim vora sýndir staðir sem kúbönsk stjómvöld vildu að þeir sæju og þeir hlýddu á fyrirlestra sem jafnframt vora skipulagðir af stjómvöldum.68 En þótt dagskráin væri að miklu leyti þaulskipulögð af kúbönskum yfirvöldum höfðu brigadistamir samt sem áður ákveðinn tíma þar sem þeir gátu farið um Havana og skoðað það sem þeir vildu skoða og voru engar hömlur á frelsi þeirra til þess þótt tíminn væri frekar af skomum skammti. 69 Ferðalangamir höfðu þvi ffelsi til að sjá það sem þeir vildu sjá upp að vissu marki. Af lestri ferðasagna má þó ráða að fæstir hafa séð nokkuð athugavert enda era frásagnir brigadistanna iðulega mjög jákvæðar og í þeim er Kúbönum hælt á hvert reipi. ji.cffacrf> Vináttufélag íslands og Kúbu er félag sem muna má flfil sinn fegurri þótt enn fari fram nokkur starfsemi á þess vegum. Félagið spratt upp úr þjóðfélags- og stjórnmálaólgu kalda stríðsins á fyrri hluta áttunda áratugarins og mótaðist af henni en segja má að með falli Sovétríkjanna og endalokum kalda stríðsins hafi starfsgrundvellinum að nokkra leyti verið kippt undan félaginu, þar sem áhugi almennings á málefnum kommúnistaríkisins Kúbu dvínaði mjög samhliða því. Opnara samfélag á Kúbu og aukið aðgengi ferðamanna til eyjarinnar hefur einnig dregið úr aðsókn í vinnuferðir á vegum félagsins sem lengi vel vora burðarásinn í starfsemi þess. Eftir stendur þó að starfsemi félagsins var blómleg á áttunda og níunda áratugnum þegar hundrað manna gengu í félagið og margir hverjir lögðu land undir fót til að kynna sér aðstæður á Kúbu og hjálpa til við (Jifvtsanir 1 Vináttufélag Islands og Kúbu. Http://www.simnet.is/cuba. Sótt 11. apríl 2005. 2 Viðtal við Ingibjörgu Haraldsdóttur. Tekið 29. apríl 2005. Spuming 11. 3 Viðtal við Hauk Má Haraldsson. Tekið 16. maí 2005. Spuming 6. 4 Viðtal við Pétur Böðvarsson. Tekið 9. apríl 2005. Spuming 1. 5 Viðtal við Ingibjörgu Haraldsdóttur, spuming 10. Einnig viðtal við Pétur Böðvarsson, spuming 7. 6 Lög Vináttufélags íslands og Kúbu , 2. gr. http://www.simnet.is/ cuba —>lög VÍK. Sótt 15. apríl 2005. 7 „Eflum samskipti Islendinga og Kúbumanna". Þjóðviljinn, 20. september 1972. 8 Viðtal við Ingibjörgu Haraldsdóttur, spumingar 13 og 14. Sjá einnig viðtal við Pétur Böðvarsson, spuming 8. 9 Skjalasafn VÍK. Fréttatilkynning VÍK, 8. október 1998. 10 „Kúbuvika hefst á þriðjudaginn“. Þjóðviljinn, 27. mai 1973. Sjá einnig „Kúbuvika í Reykjavík“. Timinn, 27. maí 1973 og „Vilt þú kynnast Kúbu“. Alþýðublaðið, 29. maí 1973. 11 „Nærvera Jose Martí í kúbönsku byltingunni". Þjóðviljinn, 21. janúar 1976. 12 „Kúbanskt tónlistarkvöld". Þjóðviljinn, 12. febrúar 1977. 13 Hugtakið brigadisti er almennt notað yfir það folk sem hélt í vinnuferðir til Kúbu til að styðja við byltinguna. 14 Viðtal við Ingibjörgu Haraldsdóttur, spuming 13. 15 Sama heimild. 16 Viðtal við Ingibjörgu Haraldsdóttur, spuming 15. 17 „Kúbuvika í Reykjavík". Tíminn, 27. maí 1973. Einnig „Vilt þú kynnast Kúbu?“ Alþýðublaóið, 29. maí 1973. 18 Viðtal við Ingibjörgu Haraldsdóttur, spuming 19. 19 Viðtal við Pétur Böðvarsson, spuming 10. 20 Viðtal við Pétur Böðvarsson, spuming 8. 21 „Maria Llerena í Norræna húsinu“. Þjóðviljinn, 27. janúar 1973. 22 „Kúbönsk hljómsveit í heimsókn". Þjóðviljinn, 15. febrúar 1990. 23 Viðtal við Ingibjörgu Haraldsdóttur, spuming 14. 24 FréttabréfVÍK, mars 1998. 25 „Enginn lyfseðill til á bókmenntir". Morgunblaðið, 9. apríl 1998. 26 „Háskólafyrirlestur um bókmenntir i kúbönsku samfélagi“ Moigunblaðið, 11. febrúar 1988. 27 Skjalasafn VÍK. Fréttatilkynning VÍK, 10. febrúar 1988. 28 „Buena Vistaveislur víða“. Morgunblaðið, 1. maí 2001. 29 Viðtal við Pétur Böðvarsson, spuming 8. 30 Sama heimild. Sjá einnig Fréttabréf VIK, janúar 2003 og apríl 1999. 31 „Fjölmiðlar á Kúbu“. ÞjóðvUjinn, 29. nóvember 1988. 32 Fréttabréf VÍK, nóvember 1995. 33 Viðtal við Ingibjörgu Haraldsdóttur, spuming 21. 34 „Kúbufarar flognir". Þjóðviljinn, 29. júní 1973. 35 Viðtal við Ingibjörgu Haraldsdóttur, spurning 17. ^Saynír 2.006
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.