Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Page 66

Sagnir - 01.06.2006, Page 66
ÓQfátt strifíehajrútartýra 7 Við fjósið eftir Kristínu Jónsdóttur. Það mátti greinilega sjá að þingmenn og eldri kynslóð málara deildu saman áhyggjum yfir vali verka á sýninguna. I þriðju umræðu tók Jóhann Hafstein til máls: Vil ég alveg sérstaklega vekja athygli á því, að þessari sýningu er ætlað að sýna þróun myndlistar frá aldamótum og í Nýja myndlistarfélaginu eru einmitt tveir af öndvegismálurum okkar, þeir Jón Stefánsson og Asgrímur Jónsson, sem eru svo veigamiklir aðilar í þessu sambandi, að engin sýning mundi sýna þróun íslenzkrar myndlistar frá aldamótum, ef þeir væru ekki þátttakendur í slíkri sýningu.13 Daginn eftir að opið bréf Ásgríms birtist í Vísi, kom yfirlýsing frá Nýja myndlistarfélaginu í Morgunblaðinu 13. jan. 1955. I yfirlýsingunni kom fram að Nýja myndlistafélagið tæki ekki þátt í Rómarsýningunni nema samkomulag næðist í tæka tíð milli félaganna um undirbúning sýningarinnar og sýningamefnd væri skipuð samkvæmt fyrirmælum Alþingis. Skömmu á eftir kom yfirlýsing frá nýstofnuðu Félagi óháðra listamanna, með svipuðum tón.14 Strax komu fram viðbrögð við grein Ásgríms frá myndlistamönnum og almenningi. Margir deildu með honum áhyggjum að ísland myndi án vafa verða sér til skammar ef ekki yrði vandað til verka: Ef ísland á að taka þátt í yfirlitssýningu erlendis, er bregða á upp mynd af þróun íslenskrar myndlistar undanfarin fimmtíu ár, hljóta verk hinna rosknu meistara að verða þar þyngst á metunum. ... Og auðvitað hlýtur að liggja í augun uppi, að abstraktmálarar verða að hafa sig hæga í þessu máli og ota ekki sínum tota meira en góðu hófi gegnir. Okkur sem heima sitjum, þjóðinni sem heild, er vissulega ekki sama um, hvaða myndir eiga að tákna íslenzka myndlist í fimmtíu ár.15 Fljótlega eftir opið bréf Ásgríms kom svar frá stjóm FÍM og birtist í Morgunblaðinu 16. janúar undir fyrirsögninni Rómarsýningin - Svar til Ásgríms Jónssonar. Stjómin útskýrði gang mála hvað varðaði undirbúning sýningarinnar og brýndi fyrir lesendum að FÍM væri eina réttkjöma félagið til þess að skipa dómnefnd fyrir sýninguna og sjá um undirbúninghennar.Stjómfélagsinsskrifaði:„Félagísl.myndlistannanna er eina myndlistarfélag íslenskt, sem er deild í Norræna listbandalaginu og þar af leiðandi eini löglegi aðili að hinni fyrirhuguðu listsýningu í Róm nú í vor. Þetta er vald, sem ekki er hægt að ffamselja.“16 Hins vegar hugðu þeir á samstarf með Nýja myndlistarfélaginu með því að bjóða formanni þess félags Jóni Þorleifssyni að sitja í sýningamefnd. Því væri um misskilning að ræóa hjá Ásgrími að halda fram að FÍM hefði ætlað abstraktmönnum meirihluta í nefndina. Ef Jón hefði þegið boðið þá hefði sýningamefndin verið samansett af tveimur abstraktmönnum, Þorvaldi Skúlasyni og Svavari Guðnasyni, og tveimur natúralistum, Gunnlaugi Scheving og Jóni Þorleifssyni. Stjóm FÍM benti jafnframt á það að það væri lítil sanngimi og því síður jafnrétti að sjö manna félag Nýja myndlistarfélagsins færi fram á tvo fulltrúa á móts við tvo fulltrúa fjörtíuog eins manns félags FÍM og að þriggja manna Félag óháðra listamanna fengi eitt sæti í sýningamefnd. Vegna þessara tilmæla þá hafi lítið orðið úr samstarfinu og ekki síst þegar Ásgrímur og Jón Þorleifsson neituðu að skrifa undir umsókn FÍM um fjárstyrk til Alþingis.17 Deilan var komin á það stig að verða óbrúanleg. I blöðunum kom fram mikill vilji til að leysa deiluna en traustið til listamanna til að leysa deiluna sín á milli stóð á brauðfótum. Bréfritari undir nafninu Ajax skrifar í Morgunblaðið: Það er kannski allt í lagi, að við Islendingar rífumst og skömmust eins hundar hér heima hjá okkur, ef við höfum gaman af því. En gamanið fer af ef við með þessu verðum okkur til skammar frammi íyrir alheimi. Ef þátttaka okkar í alþjóða listsýningu fer út um þúfur, eða verður verri en engin vegna haturs og klíkuskapar hér heima fyrir, er bikarinn orðinn barmfullur. En hann virðist ætla að fara um Rómarsýninguna, sem hefði getað orðið merkileg auglýsing fyrir íslenzka list, ef rétt hefði verið haldið. En málaramir eiga ekki snefil af tilfinningu fyrir heiðri þjóðarinnar út á við, þeir kunna sízt af öllu að skammast sin. I stað þess að vinna í bróðemi að því að gera veg íslenzkrar listar sem mestan á erlendum vettvangi reynir hver að ota sínum tota, og allt er komið í bál og brand, blöðin endurróma að skömmum listamannanna innbyrðis. Og þeir, sem þekkja íslenzka myndlistarmenn gera sér litlar vonir um, að þetta lagist eða samkomulag náist. Málaramir munu einbeita sér að svívirðingum hverjir um aðra í blöðunum, í það fer öll orkan, en ekki um hitt hirt að undirbúa þátttöku Islendinga í sýningunni, 18 svo að vel sé. Sýningamefnd FÍM hélt undirbúningi Rómarsýningarinnar til streitu þrátt fyrir mótbyr og ákvað svo að gefa almenningi kost á að sjá þau verk sem nefndin hafði valið, með sýningu í Listamannaskálanum. Sýnínjin innanfandfs Ákvörðun FÍM að halda undirbúningi sínum áfram án samstarfs við hin félögin þýddi að enginn í Nýja myndlistarfélaginu og Félagi óháðra listamanna vom með verk á sýningunni. Sýningin var haldin í Listamannaskálanum 2. - 6. febrúar árið 1955.19 Þeir listamenn sem áttu verk á sýningunni vom Jóhannes S. Kjarval, Gunnlaugur Scheving, Þorvaldur Skúlason, Svavar Guðnason, Benedikt Gunnarsson, Hörður Ágústsson, Hjörleifur Sigurðsson, Kristín Jónsdóttir, Júlíana Sveinsdóttir, Valtýr Pétursson, Sverrir Haralds, Snorri Arinbjamar, Kjartan Guðjónsson, Jóhannes Jóhannesson, Sigurður Sigurðsson, Guðmunda Andrésdóttir og Karl Kvaran málarar. Barbara Ámason, Eiríkur Smith, Valtýr Pétursson, Sverrir Haralds, Karl Kvaran og Bragi Ásgeirsson svartlistamenn, Ásmundur Sveinsson, Sigurjón Ólafsson, Magnús Á. Ámason og Gerður Helgadóttir högglistamenn. 20 Mikil aðsókn var á sýninguna og komu um 2000 gestir á tveim dögum.21 Aðsóknin ber vitni um þann áhuga sem menn höfðu á sýningunni. Sýningin var mjög umdeild og segir Hjörleifur, félagsmaður FIM, að andstaðan hafi verið mikil: „Fjölmargir réðust gegn okkur bæði leynt og ljóst, í blöðunum og á götunni og sökuðu okkur um að útiloka það besta og fegursta sem Island hafði upp á að bjóða. Ég get varla lýst þessum síðvetrardögum betur en að einhverskonar hysteria hafi lagst yfir borgina og heltekið stóran hluta fólks sem annars var vant því að sýna bæði skilning og umburðalyndi." 22 Blöðin komu viðbrögðunum við sýningunni vel til skila og sýningin vakti vægast sagt mikla athygli þeirra. í Morgunblaðinu fékk hún góða dóma og segir í gagnrýni hennar: „Eins og kunnugt er hafa orðið mikil skrif um þessa sýningu og listamenn deilt hart hveijir á aðra. - En hvoru megin sem menn kunna að standa í þeirri deilu, þá er óhætt að fullyrða, að sýning þessi er mjög táknræn af íslenzkri myndlist.“23 í Alþýðublaðinu skrifar maður undir G.Þ.: „Segja má um sýninguna i heild, að hún sé góð, þrátt fyrir það, að listamennimir Jón Stefánsson og Ásgrímur Jónsson hafi ekki séð sér fært að taka þátt í henni. Hún er fersk og sterk og sýnir ljóst hve ástæðulaust og óréttmætt það var hjá sumum „figurativu" málumnum okkar að skerast úr leik, því hún *<Saynir 2006
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.