Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Side 67

Sagnir - 01.06.2006, Side 67
ber meiri blæ „figurativrar" en „abstrakt" listar.24 Sömu sögu höfðu blaðamenn á Þjóðviljanum að segja og voru ekki harðorðir, lýstu því yfir að sýningin væri hin merkilegasta og hvöttu þeir menn að missa ekki af henni.25 Hins vegar var annar bragur í öðrum blöðum. I blaði bændastéttarinnar, Tímanum, birtist grein undir stöfunum H.P. með fyrirsögninni „Hneykslið við hliðina á Alþingi": Mér var litið inn í Listamannaskálann í gær. Atti ég ekki von á góðu, en að mæta annarri eins skelfingu og þar er til sýnis, hefði ég aldrei getað rennt grun í. Örfáir áhorfendur voru i salnum og hristu flestir höfuðin og sumir bölvuðu hressilega. Flestir veggir skálans voru þaktir með hinum fáranlegustu klessuverkum. Nokkrar jámakræklur ýmist héngu í loftinu eða stóðu á súlum. Hefðu þessir gripir hæglega getað verið gerðir af lærlingum í jámsmiðjum bæjarins. Nokkrar góðar myndir em þama eftir Kjarval og Gunnl. Scheving, en yfir 80% af því, sem þama er til sýnis, er fyrir neðan allar hellur að sent verði úr landi.26 Sama tón mátti sjá á síðum Vísis. Þessi vísa endurspeglar það vel, er hún fékk að fljóta með ásamt umfjöllun um sýninguna. Fékk hún fyrirsögnina, Fer Gilitrutt til Rómar? Gestur á „Rómarsýningunni" kvað er hann sá óskapnað þann, er upp var hengdur, á veggi og i loft, eins og í krambúð forðum: Nú sendum við út fáranlegar fígúmr til Rómar, Fuglabúr og jámarusl, felumyndir tómar. Listin hún er eilíf, en lífið, það er stutt, Líklega ætti að fljóta með hún Gilitrutt? I sama blaði var svo sagt um sýninguna: „Erfitt er að átta sig á hvaða erindi klippimyndimar eiga á þessa sýningu, sem em nánast föndur listamannsins og gefa lítið til kynna þróun málaralistarinnar hér á landi. Talsvert er þama af svonefndum dellumálverkum og sýnist Svavar Guðnason vera skárstur á því sviði að þessu sinni“.27 ffijtcfeífur stij-majnast Það höfðu sannarlega skipast fylkingar í íslensku þjóðfélagi og sum blöðin greinilega búin að taka afstöðu með annarri hvorri fylkingunni. Það má segja að deilan hafi magnast á síðum blaðanna. Það vom birtar ótal greinar um hvemig væri mögulegt að leysa deiluna og upp spruttu miklar ritdeilur. Deilur um hverjir ættu að velja verkin á sýninguna og hverjir myndu vanda valið sem best, þar sem um sýningu á erlendri gmndu væri að ræða. Þá var deilt um hvemig mætti skilja skilgreiningu Norræna listbandalagsins á markmiði sýningarinnar. Einnig var deilt um þá afstöðu Ásgríms Jónssonar og félaga hans að hafna boði um þátttöku í sýningunni. Margir töldu sýninguna vera tækifæri til þess að kynna ný sjálfstæða þjóð og íslenska menningu út á við. Vom það FÍM menn eða öllmyndlistafélögin þrjú, abstraktmennimir hinir ungu eða gömlu forkólfar málaralistarinnar sem áttu að velja verkin? Átti Alþingi að skerast í leikinn eðamyndlistamenn sjálfir að leysa þetta sín á milli? Um margt var deilt og þóttust menn sjá samfellu í því hverjir sætu í sýningamefhd og hvaða verk væm valin. Ef abstraktmenn myndu velja verkin þá yrðu eintmgis abstrakt verk send á sýninguna. Bréf listunnanda birt í Alþýðublaðinu 4. feb. 1955 endurspeglar þetta viðhorf vel: Er það meiningin að eitt félag myndlistarmanna ráði alveg vali listaverka, sem send verða á sýninguna í Róm? Er það ætlunin, að þjóðin sendi svo að segja einvörðungu abstraktmálverk á þessa sýningu, þar sem fjölmargar þjóðir sýna fremstu listaverk sín? Er það í raun og vem ásetningur, að engar myndir verði þar sýndar eftir nokkra ffemstu listamenn okkar?28 Ritdeilumar vom orðnar svo margbrotnar að það var nánast orðið spaugilegt. Eftirfarandi orðsending undir stöfunum B.G. barst greinadálkinum bæjarpóstinum í Þjóðviljanum og gefur grófa vísbendingu um í hvaða farveg deilan var komin. Þjóðviljamenn tóku Jjfátt striffeða jrútartýra 7 skýrt fram að deilan væri einkamál listamannanna sjálfra og það væri þeirra að leysa deiluna sín á milli. Til þess að gefa rétta mynd af viðhorfi almennings og ýmissa leiðandi manna og þó sérstaklega ritstjóra Vísis gagnvart myndlist á íslandi, tel ég rétt að aðeins verði send á Rómarsýninguna málverk eftir Matthías Sigfusson, Kristin Morthens og aðra slíka meistara þjóðarinnar, og af höggmyndum á aðeins að senda nokkrar brjóstmyndir, mættu vera úr vaxi, t.d. úr vaxmyndasafninu, og þá helst myndir af ritstjórum Vísis ef til væru. Þó mætti brjóstmynd sú hin nýja af þjóðskáldinu Davíð Stefánssyni fylgja með. Tel ég slíkt safn mynda gefa gleggsta mynd af myndlistarmenningu þjóðarinnar 29 Það virtist enginn vilji vera til að miðla málum sín á milli og ritdeilumar bám engan árangur. Ulfúð og óeining skapaðist um listina í íslensku samfélagi. Innbyrðis valdabarátta málaranna varð að opinberri deilu allra landsmanna og töldu margir að þetta mál ætti heima í búðum stjómvalda. ...kemur þetta óhugnalega í Ijós, að þeir, sem tekið hafa sér alræðisvald til að taka þessu boði, ætla sér að senda mikið af msli og lítið af list til Rómar. ... Þegar sýnt er, að þeim, sem valdið þykist hafa, mistekst svo herfilega, verða stjómvöld landsins að grípa í taumana. Ráðríki og skilningsleysi örfárra manna má eigi baka þjóðinni vanvirðu á erlendum vettvangi.30 jnncjrin stjérnvaftfa í februar 1955 ákvað Bjami Benediktsson menntamálaráðherra að grípa í taumana með því að kalla stjóm og sýningamefnd FIM á sinn fund upp í stjómarráð til þess að ræða Rómarsýninguna. í Listamannaþönkum Hjörleifs Sigurðssonar, eins af félagsmönnum FÍM á þessum tíma, kemur fram: „Þangað vom víst fæstir okkar vanir að mæta til skrafs og ráðagerða. Við hljótum að hafa verið nokkuð margirmyndlistarmennimir sem komum á kontórinn til ráðherrans“31: Ráðherrann tók til máls á þessa leið: "Listaverkin á sýningunni í skálanum - við gætum litið á þau sem fyrstu sortéringu - og vonandi komist að samkomulagi um að bæta við mönnum í nýja sýningamefnd svo fleiri komist að á Rómarsýninguna. Ef þið gangið aó þessu tilboði mun ég beita mér fyrir því að Alþingi samþykki sérstaka fjárveitingu vegna sýningarinnar.“32 Ráðherrann virðist bjóða styrk í stað þriggja stóla í sýningamefnd. Það tókst ekki því FIM hafnaði tilboðinu sem menntamálaráðherra bauð þeim. Hjörleifurlýsiratburðarásinni:„Svavaroddvitiokkarog talsmaður rauk upp og hreytti út úr sér að ráðherra skyldi ekki halda að við létum stjómvöld segja okkur fyrir verkum. Það varð fátt um kveðjur."33 Afdráttarlaus orð Svavars bentu til þess að deilan var orðin óbrúanleg. Ef FÍM menn hefðu samþykkt að stokka upp sýningamefndina á forsendum Alþingis þá hefði FÍM verið í minnihluta í nefndinni og því kom það aldrei til greina að ganga að skilyrðunum.34 Þetta átti eftir að hafa þær afleiðingar að ríkisstjómin neitaði að samþykkja sýninguna og styrkja hana íjárhagslega. Skömmu seinna sendi Menntamálaráðuneytið ffá sér yfirlýsingu sem birtist í Morgunblaðinu 18. feb. 1955: Þrátt fyrir það, að Félagi íslenzkra myndlistamanna hefur nú veizt hæfilegur tími til íhugunar... hefur það ekki séð ástæðu til að breyta ákvörðunum sínum, og hefur menntamálaráðuneytið þess vegna í dag gert ráðstafanir til þess, að Norræna listbandalagið, ríkisstjóm Ítalíu og borgarstjóm Rómarborgar fái vitneskju um, að eigi megi líta á þátttöku Félags íslenzkra myndlistamanna á Rómarsýningunni, sem sýningu af íslands hálfu heldur einungis sem einkasýningu félags.35 *$aynir 2006 6%
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.