Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Page 74

Sagnir - 01.06.2006, Page 74
uffi fietrí ^jjróÖur erjf Það kcmur því ekki á óvart að Ingólfur stóð öndverður gegn framleiðslustjómun og bar álíka rökum jafnan við. Eins og komið hefur fram var hann líka öflugur málsvari bænda innan ríkisstjómarinnar. Engu að síður var framleiðsluaukningin svo mikil að neysla innanlands varð að haldast jafnmikil og áður, eða aukast, og því gátu til dæmis vangaveltur lækna um hvort of mikil neysla feits kjöts gæti valdið hjartasjúkdómum verið túlkaðar sem árás á landbúnaðinn.4x Ritstjóri Búnaðarblaðsins Freys taldi að ákveðinn prófessor, sem hélt slíku fram, hefði „við ákaflega fúið prik að styðjast i staðhæfingum sínum ... “49 Væri rætt um svimandi háan framleiðslu- og dreifingarkostnað svaraði ráðherra því til að dreifing og vinnsla væri hjá bændasamtökunum sjálfum og ekki dytti honum í hug að halda því fram að þetta væri illa rekið. Hann héldi að frekar mætti halda því fram að samtökin væm vel rekin. Það væri dýrt að halda þessum fyrirtækjum úti, þau þyrftu mikið mannahald.50 Samkvæmt ritum bænda var sögulegt gildi búgreinanna gríðarlegt og greinarritarar voru að jafnaði ekki feimnir við að gefa sögum aukinn þunga með því að vísa til hinna miklu tengsla landbúnaðar í við sögu landsins: Það er þungbær og sár reynsla að horfa upp á það á haustin, þegar verið er að skera niður bústofn bændanna, sem gefast upp og enginn tekur við af... Þráður langrar og merkrar sögu slitnar og kippist út í buskann og er raunar ekki til framar meir ...51 Sú tilhneiging varð meira áberandi eftir því sem framleiðslan jókst að birta greinar um vandamál landbúnaðar í öðrum löndum í ritum á vegum forsvarsmanna bænda. I kjölfar umræðna um of mikla mjólkur- framleiðslu árið 1965 birtust greinar með tilvísunum til þess að hjá öðrum þjóðum væri líka framleitt umfram neyslu: „Norðmenn hafa afgang mjólkur nú, sem nemur 300 milljónum kg á ári, vegna þess, að þeir hafa miðað framleiðslumagn sitt við að hafa alltaf nóg, rétt eins og við.“52 í líkri grein í Árbók landbúnaðarins 1968 var fjallað um landbúnaðarstefnu Svía, sem hafði þá nýverið verið endurskoðuð. Höfúndur vonaði að sér hefði „tekist að vekja athygli á því að það útheimti mikið fjármagn ef ætlunin væri með róttækum ráðstöfunum að endurskipuleggja landbúnaðinn, með það fyrir augum að lækka fram- leiðslukostnaðinn og draga jafnframt úr framleiðslunni."53 Allir atvinnuvegir gengu í gegnum erfiðleikatímabil. Það þýddi ekki að fólk ætti að gefast upp á þeim. Eftir hrun á fiskmörkuðum var iðnaðurinn orðinn hinn nýji draumur. „Kynslóð sú sem nú lifir hefúr kastað fyrir bí, draumnum um landbúnaðinn, sem fyrri kynslóðir áttu.“54 En fyrst hefði hana dreymt um sjávarútveg og nú væri það iðnaður, en bent var á að: Þessa þrjá atvinnuvegi verður að styðja alla til þess að þeir geti unnið þjóðinni gagn. Stundargeðbrigði, eða erfiðleikar, hvað sem það annars er nú kallað, má ekki verða til þess að einn þessara atvinnuvega sé vanræktur og vanmetinn.55 Stef sem varð áberandi í ritum bænda á sjötta áratugnum, þó svo að það hafi áður verið til staðar, var að græðgi byggi í bæjum en nægjusemi í sveitum, enda væri svo miklu meiri munur á lífeminu en bara ólík staðsetning á landinu. í grein um kosti sveitanna birtist dæmisaga um ungt par sem tók þá ákvörðun að kaupa býli og gerast bændur. Þótti mörgum það svo skrítið, skrifaði höfundur, að spurt var: Því í ósköpunum er maðurinn að fara upp í sveit? Væri honum ekki nær að brjótast inn í einhverja hálflokaða iðngrein, komast komast á uppmælingartaxta með tímanum, verða svo verktaki og verða búinn að eignazt milljónar villu eftir 20 ár, nú eða ná sér í bílaumboð og verða tugmilljóneri á nokkrum ámm? Því er til að svara, að hamingjuna getur verið að finna víðar en í uppmælingu og umboðslaunum, já jafnvel ekki endilega einmitt þar. Þessi saga gefúr í látleysi sinu fyrirheit um uppfyllingu hins fornkveðna, „að eyjan hvita á sér enn vor ef fólkið þorir.56 Auk sjávarútvegs hafði verktakavinna og iðnaður nú bæst við sem samnefnari fyrir bæjarlíf og enn þreifst fátt gott í bæjunum. Þar gátu menn kannski orðið tugmilljónerar, sem virðist hafa haft neikvæða skírskotun í þessu samhengi, en þar var sálina ekki að finna. Hún bjó í sveitinni. Afram virtust menn ósáttir við þróunina í byggðamálum, þ.e. stöðuga fjölgun í bæjum en fækkun í sveitum. Þetta sést á því hversu neikvæða skírskotun fjölgun í höfúðborginni hafði. „[Þjjóðin vex og það sem verra er; þjóðin vex á einum stað ... þegar þetta er ritað þarf að sækja mjólk handa íbúum þess svæðis allar götur norður í Þingeyjarsýslu."57 Línuna sem dregin var á milli sveitar og bæja má líka sjá í inngangi að viðtali um innflutning sem prentað var í Frey árið 1965. Þar var 58 þess getið að þrýst væri á innflutning svo „neytendum í bæjunum" gæfist kostur á að kaupa hinar erlendu afúrðir. Ekki virðist hafa verið litið á fólk sem búsett var í sveit sem neytendur. Ein skýring í ritum á vegum forsvarsmanna bænda fyrir því, að fyrstu efnahagsaðgerðir Viðreisnarstjómarinnar náðu lítið til landbúnaðar, tengdist einmitt þeim röksemdum: Landbúnaðurinn hér á landi er, þrátt fyrir mjög aukin viðskipti hans á síðustu tímum, öðmm þræði frumbúskapur, þannig að hvert framleiðslufyrirtæki, þ. e. a. s. hvert bú, sér að nokkm leyti fyrir þörfúm sjálfs sín og þeirra, er við það vinna. Að því leyti sem landbúnaðurinn er ffumbúskapur, ná efnahagsráðstafanir, er ríkisvaldið gerir, mjög lítið til hans. Búnaðarblaðið Freyr 1964. JSóncRnn oj íiúsýreyja fians Að auki má nefna að umræða um landbúnaðinn hafði breyst að því leyti til að bændur vom orðnir að bónda. I kerfinu sjálfú fólst nefnilega ákveðin persónugerving landbúnaðar í bónda. Verðlag afurðanna var reiknað út frá meðalbúi og ætíð vísað til þess að verið væri að reikna bóndanum tekjur. Þetta var tekið upp af fleimm og má t.d. lesa úr hæstaréttar- dómnum frá '59 þar sem dómumm, bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti varð tiðrætt um bóndann og tekjur hans.59 Margbúið var að benda á yx ^Sajnir xooé
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.