Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Page 91

Sagnir - 01.06.2006, Page 91
Þorvaldsson, sem var formaóur frá febrúar 1979 til október sama ár, ákvað að halda albanska kvikmyndaviku án aðstoðar ífá MAI. Hann hafði samband við sendiráðið í Stokkhólmi og fékk frá þeim fjórar kvikmyndir. Þær höföu allan einhvers konar pólitískan tmdirtón og fjölluðu um uppbyggingu landsins og baráttu kommúnista gegn íhaldsömum öflum í landinu. Sýningin fór fram í Regnboganum 12-16. apríl 1986 og er hún umfangsmesta kynning á albanskri menningu sem haldin hefúr verið hér á landi. Boðað var til aðalfundar 4. nóvember 1989. Þar var kosin ný stjóm sem einsetti sér að endurvekja félagið og gera starfsemi þess sem fjölbreytilegasta. Settar vom fram hugmyndir um að mynda starfshópa sem myndu taka fyrir eitthvert ákveðið svið albanskrar menningar. Eini hópurinn sem var myndaður var bókmenntaklúbbur sem átti að fjalla um albanskar bókmenntir og kynna þær fyrir félagsmönnum. Klúbburinn þýddi smásögur og ljóð eftir albanska höfunda yfir á íslensku og félagsmenn fluttu framsögur um bókmenntasögu landsins. Litið af þessu efni komst í prent, einungis fá ljóð sem vom birt í Albaníuhefti félagsins 1989. Skráðir félagar í MAÍ vora 53 árið 1990. Tímabilið 1989-1992 var erfitt fyrir félagið vegna þess pólitíska bakgranns sem félagið hafði og atburða sem áttu sér stað í Austur-Evrópu á þeim tima. í tilkynningum sínum til félagsmanna var því hafnað að Albanía væri á leið að taka upp kapítalíska stjómarhætti. Fullyrt var að staða Flokks virmunnar væri ennþá sterk og að flokkurinn myndi fylgja þeirri stefnu sem Enver Hoxha markaði, þótt róstusamt væri í landinu og teikn á lofti um hið gagnstæða.37 Deilur urðu meðal félagsmanna um stefnu félagsins árið 1990. Andstaða var meðal sumra við þá pólitík sem félagið virtist standa fyrir. Sú óánægja var tengd þeim atburðum sem áttu sér stað við sendiráðin í Tírana í júlí 1990, þegar þúsundir Albana sóttu um hæli hjá vestrænum sendiráðum eftir átök milli öryggissveita stjómarinnar og mótmælenda.38 Sumir félagsmenn vildu ekki lengur tengja félagið eins mikið við stefnu stjómvalda í Albaníu og leggja meiri áherslu á að félagið væri ópólitískt. Þessir atburðir í Albaníu höfðu lamandi áhrif á starf MAI þar sem erfitt var að ná sambandi við vestræn sendiráð í Stokkhólmi og þá stofnun í Albaníu sem annaóist menningarleg og pólitísk samskipti við útlönd. MAÍ hélt fúnd um málið 13. október 1991. Þar flutti formaðurinn, Þorvaldur Þorvaldsson, ávarp um atburði síðustu mánuði í Albaníu og var auðvaldinu kennt um ástandið.39 Því var ákveðið á fundinum að skrifa bréf til sendiráðsins í Stokkhólmi og æskja svars um vilja þeirra varðandi áframhaldandi starf félagsins.40 Ekkert varð úr þessari ákvörðun og bréfið var aldrei sent. Ákveðið var að halda fund 8. nóvember 1992 til að leggja félagið formlega niður. 15 manns mættu á fúndinn og var tillaga þessa efnis samþykkt mótatkvæðalaust. Það var helst Runólfúr Bjömsson, einn af stofnendum félagsins, sem hannaði þessa niðurstöðu mjög en kaus ekki gegn henni.41 ^amJ^ancfJAf^nninyartenysfa e/&f[janzu ocj ffsfancfs vz'ð tfffffaníu Þegar MAÍ var stofhað 1967 lét formaðurinn, Olafúr Þ. Jónsson, þá stofnun í Albaníu sem annaðist menningarleg og pólitísk samskipti við útlönd, Comité Albanians pour les Relations Culturelles el Amicales avec l'Etranger, vita bréflega um tilvist félagsins. Hann hafði sem blaðamaður hjá Þjóðviljanum aðgang að tímaritunum New Albania og Albania Today, sem blaðið fékk sent reglulega. Tímaritin, sem vora gefin út á ensku og þýsku, vora kynningar- og áróðursrit um Albaníu. I þeim fann hann heimilisfang stofnunarinnar og gat því haft samband við hana. Sumarið 1968 var svo formanninum boðið til Albaníu á kostnað albanska ríkisins. I Tírana heimsótti hann aðalskrifstofúr stofnunarinnar. Þar skildi hann eftir heimilisfang sitt sem heimilisfang MAI og var allt fræðsluefni ætlað félaginu sent þangað um hríð.42 MAÍ hafði áður nýtt sér þau tímarit sem Þjóðviljinn hafði fengið send og annað efhi sem félagsmenn fundu á bókasöfnum um Albaníu í starfi sínu. MAÍ sendi skýrslu til albanska sendiráðsins í Stokkhólmi um starfsemi félagsins. Þessar skýrslugerðir vora slitróttar og fór það eftir því hve félagið var virkt hvort þær voru sendar yfir höfúð. í þessum skýrslum var starfsemi félagsins tekin saman og talið upp það sem var uppi á teningnum. Taldir vora upp þeir fúndir sem félagið hafði haldið og hve margir höfðu mætt. Auk þess var fjallað um ferðalög Eenninjartenjsf cfffBanzu oy jsfancfs félagsmanna til Albaníu og sendar óskir um hvað félagsmenn vildu fá að sjá í Albaníu í fyrirætluðum heimsóknum sínum. Sendir vora pöntunarlistar til sendiráðsins sem innihéldu pantanir á bókum, bæklingum og plakötum, og einstaka sinnum vora sendar kvikmyndir. Tilkynningar um boðsferðir til Albaníu handa stjómarmönnum MAÍ vora sendar frá sendiráðinu í Stokkhólmi og þar var líka gengið frá vegabréfsáritunum til landsins. Sömuleiðis vora sendar tilkynningar og fréttir frá fréttastofnun Albaníu, ATA. Bréfaskrif voru líka milli MAÍ og þeirrar stofnunar í Albaníu sem sá um menningarleg og pólitísk samskipti við útlönd. MAI sendi skýrslur til stofnunarinnar, svipaðar og þær sem félagið sendi til sendiráðsins og fékk félagið sendar til baka nýársóskir frá stofnuninni. MAl fékk líka send bréf þar sem óskað var staðfestingar á móttöku efnis sem Albanir höfðu sent félaginu. fjfíðurstöx) ur Hér hefúr verið farið yfir sögu Menningartengsla Albaníu og íslands og sagt frá því hvaða hlutverki þau og Albaníagegndu hjá vinstrihreyfingum á íslandi á 7.-9. áratugnum. MAÍ tengdist alltaf hreyfingum sem vora yst á vinstra vængnum í íslenskum stjómmálum. Fyrst Sósíalistafélagi Reykjavíkur, svo maóistasamtökum á áttunda ára-tugnum og síðast með BSK, á meðan þau tórðu. Félagið tengdist aldrei stóram vinstrihreyfingum eins og Alþýðubandalaginu, heldur einungis fámennum hreyfingum og oft stuttan tíma í senn. Með hverjum MAÍ starfaði réðst af sviptingum í alþjóðastjómmálum en ekki atburðum hér á landi. Þróun sambands þess við maóistasamtökin er gott dæmi um það. Eftir sambandsslit Albaníu og Kína hófst virkasta tímabil í sögu MAÍ. Einangran Albaníu efldi starf félagsins ef eitthvað var, þar sem Flokkur vinnunnar gerði í því aó kynna landið sem eina sanna kommúnistaríkið í heiminum, umkringt óvinum. Slíkur áróður um „hetjuþjóðina" hafði áhrif á þá sósíalista sem tóku þátt í starfi MAI. Þeir gátu ekki fýlgt Kína lengur, þar sem það virtist halla sér að kapítalisma og bættum samskiptum við Vesturlönd. Þá virtist Albanía vænlegur kostur til að kynna sem módel þar sem sósíalisminn væri að ganga upp. Þeir einstaklingar sem mótuðu starfsemi MAÍ þegar það var stofnað gerðu það af heilum hug og ætluðu félaginu stóra hluti. En þegar þeir hættu, til dæmis þegar Ólafur Þ. Jónsson flutti ffá Reykjavík norður á land, dró stórlega úr starfseminni. Þetta er ein af mörgum vísbendingum í þá átt að félaginu hafi verið haldið uppi af metnaði einstaklinga en ekki breiðum hópi félagsmanna. Þeir sem tóku þátt í starfi MAI á tímabilinu þegar maóistar fjölmenntu í það á sjöunda og áttunda áratugnum, gerðu lítið til að styrkja það. Líklega var það vegna þess að öll sú kynning á Albaníu og Flokki vinnunnar sem hefði átt að fara fram hjá MAI, birtist í málgögnum maóistasamtakanna. Há félagatala í MAI á þessu tímabili hefúr því ekki mikið að segja og virðist manni sem menn hafi einungis gengið í félagið til að styðja vináttuþjóð Kína en ekki til að taka þátt í starfi félagsins. Endalok Menningartengsla Albaníu og íslands tengdust ólgunni í Albaníu 1990-1991 sem leiddi til hrans stjómkerfisins. Þeir sem vora virkastir í félaginu og héldu því uppi vora mjög pólitískir og hengdu sig á stefnu Flokks vinnunnar. Eftir fall hans og sambandsleysið við sendiráðið í Stokkhólmi sáu þeir ekki tilgang í að halda félaginu uppi. Félagið var ekki nægilega virkt til aó þeir sem höfðu einungis áhuga á albanskri menningu sæju tilgang í því að starfrækja heilt félag í kringum það áhugamál. Það sem stendur eftir af starfi MAI era bækur og rit sem í dag má líta á sem úreltar. Hugmyndafræðin sem Flokkur vinnunnar og margir félagar MAI trúðu á hefur beðið alvarlegan hnekki og nýtur ekki lengur fylgis vinstri hreyfinga. Ef til vill hefði starf félagsins fengið meiri athygli í dag ef það hefði einbeitt sér að þýða lærðar bækur um foma sögu Albaníu í staðinn fyrir bækur eftir Enver Hoxha. Samt verður að hafa í huga að ekki var gert ráð fýrir því að félagið myndi standa í venjulegri menningarkynningu. Stofnunin sem sá um menningarleg og pólitísk samskipti við útlönd, gerði ráð fýrir að félagið myndi kynna skoðanir Flokks vinnunnar og Enver Hoxha. Það sést best á því að allt efnið sem MAI fékk sent frá Tírana eða Stokkhólmi var pólitísks eðlis. L ^Sajnir Z006 $y
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.