Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Síða 98

Sagnir - 01.06.2006, Síða 98
og að dagleg umgengni við þá sem smitaðir væru yki ekki sýkingarhættu. Smokkaplaköt, þar sem þjóðþekktir einstaklingar brýndu fyrir fólki nauðsyn smokksins í baráttunni gegn alnæmi, og opinskáar auglýsingar, sem sýndu gagnkynhneigt par í samförum undir yfirskriftinni Fólk deyr af völdum alnœmis, áttu að vekja fólk til umhugsunar um vandann. JUDS-útbúnaður Útbúnaöur starfsmanna á sjúlcra- húsum viö meðhöndlun Aidssjúldútga. Sólthrvinsitðui liöluðbunaður _______HlUðaigttina ■þttGÍ'®’ , LímmiöL öll »ýni sem farat á milli ■' stoínanna cða milli lauda skulu út- búini lekatryggðumumbúöum -•"(þripökkun) merktum „Smitgat". „Smitgát” á sjúkrahúsum vegna ónæmistæringar: Fólk var á varðbergi gagnvart hinum nýja sjúkdómi á níunda áratugnum, þegar lítið var vitað um smitleiðir. Þessi útbúnaður fyrir starfsfólk sjúkrahúsa var auglýstur í DV árið 1985. Sævar Guðnason var fýrsti íslendingurinn til að koma fram í fjölmiðlum og ræða málin sem eyðnismitaður maður. I samtali við Ólínu Þorvarðardóttur í Heimsmynd árið 1987 segir hann frá lífi sínu sem samkynhneigður karlmaður sem vegna kynhneigðar sinnar þurfti að flytjast til Danmerkur vegna fordóma hér heima fyrir og lá á sjúkrahúsi vegna veikinda sinna þegar viðtalið var tekið.43 Fleiri hafa tjáð sig um líf eyðnismitaðra af eigin raun. Ingi Rafn Hauksson, formaður Alnæmissamtakanna, lýsti lífshlaupi sínu sem alnæmissmitaður einstaklingur í viðtali í Tímariti Morgunblaðsins árið 2005, en hann smitaðist af HlV-veirunni árið 1992. Ingi Rafh hafði fyrir þann tíma verið virkur í starfi Alnæmissamtakanna. Hann sat meðal annars fyrir á veggspjaldi fyrir samtökin, áður en hann smitaðist, en var í kjölfarið rekinn úr vinnu þar sem vinnuveitandinn sagði viðskiptavinina ekki kæra sig um að versla við smitaðan mann. Eftir nokkra fúndi hjá Alnæmissamtökunum segist Inga Rafni hafa blöskrað leyndin í kringum samtökin þar sem byrjað var á því „...að draga fyrir glugga, dimma ljósin og sæta lagi þegar umferð var lítil að skjótast yfir götuna og inn í húsið svo enginn sæi að maður væri að fara inn.“44 Hann sagðist hafa tekið ákvörðun um að lifa ekki sínu lífi á þennan hátt og fór að tala um að hann væri smitaður á þáverandi vinnustað sínum, þar sem hann vann á bar og við skúringar. Ingi sagði vinnuveitanda sinn hafa mælst til þess að hann mætti ekki framar í vinnuna en hann mætti halda áfram að skúra ef það yrði gert tveimur tímum áður en barinn opnaði, vegna þess að þá yrði það blóð, sem Ingi myndi hugsanlega dreifa um staðinn við skúringar, dautt. Ingi Rafn sagði í umræddu viðtali að honum finndust fordómar í garð alnæmissmitaðra hafa minnkað í kjölfar aukinnar umræðu í samfélaginu.45 Þó að margt hafi áunnist í forvörnum gegn útbreiðslu alnæmis og meira sé vitað um smitleiðir sjúkdómsins eimir enn eftir af þeim hugsunarhætti að alnæmi sé sjúkdómur samkynhneigðra. Enn þann dag í dag mega samkynhneigðir karlmenn ekki gefa blóð hjá Blóðbankanum 46 Það sama á þó við um alnæmi og um samkynhneigð almennt að þótt upphaf umræðunnar um alnæmi hafi verið þeim erfið sem fyrst tjáðu sig um málið kom það mörgum til góða. Aukin umræða um sjúkdóminn og smitleiðir hans hafa án efa átt sinn þátt í að fækka bábiljum og minnka þá fáffæði sem einkenndi umræður um alnæmi framan af. föaqjöf or &a 9. áratugnum miðast að því að samkynhneigðir standi jafnfætis öðrum fýrir lögum, og þá sérstaklega þegar kemur að staðfestri sambúð, giftingum og ættleiðingum bama. Þann 12. febrúarárið 1940vomfelldúrgildiákvæðiíhegningarlögum frá árinu 1869 þar sem lögð var refsing við mökum tveggja einstaklinga af sama kyni, og beitt var í máli Guðmundar Sigurjónssonar Hofdals. ísland var annað Norðurlandanna á eftir Dönum að afnema refsingar við mökum samkynhneigðra, en Danir afnámu hliðstæð refsiákvæði árið 1930, Svíar 1944, Finnar 1971 og Norðmenn 1972. írland var síðasta ríki Vestur-Evrópu að afnema slík refsiákvæði en það gerðist árið 1993.47 Eftir 1940 var samkynhneigðra hvergi getið í íslenskri löggjafammræðu í 45 ár eða þar til árið 1985 þegar þingsályktunartillaga um afnám misréttis gagnvart samkynhneigðum var borin fram á Alþingi af þingmönnum allra stjómmálaflokka nema Sjálfstæðisflokks. í tillögunni var lagt til að skipuð yrði nefnd til að kanna stöðu samkynhneigðra á íslandi og tillögur gerðar um úrbætur. Tillögunni var vísað til allsherjamefndar eftir 1. umræðu en barst aldrei þaðan. Árið 1992 var samhljóðandi þingsályktunartillaga borin ffam á Alþingi i annað sinn og í þetta skiptið af fulltrúum allra stjómmálaflokka. Tillagan var samþykkt einróma á Alþingi þann 19. maí 1992 og skipaði Davíð Oddsson forsætisráðherra nefnd ári síðar til að leysa þau verkefni sem þingsályktunartillagan kvað á um4s Nefndin lauk störfúm haustið 1994 með því að senda frá sér ítarlega skýrslu sem myndaði gmndvöll þeirrar löggjafar sem varðaði samkynhneigða í aldarlok.49 Nefndin lagði meðal annars til að samkynhneigt fólk gæti staðfest sambúð sína formlega hjá yfirvöldum og því fýlgdu réttindi og skyldur líkt og í hjónabandi en þó með nokkmm undantekningum.50 Danir urðu fýrstir til að setja lög um staðfesta samvist árið 1989. Lög um staðfesta samvist fela í sér að samkynhneigðir geta stofnað til staðfestrar samvistar hjá sýslumanni eða staðgengli hans með sömu réttaráhrifum og um hjúskap væri að ræða. Hugtakið staðfest samvist var fúndið yfir þetta sambúðarform því það átti að verða í hugum manna aðgreint ffá því sem nú er kallað skráð sambúð eða óvígð sambúð, sambúð karls og konu sem hægt er að skrá hjá Hagstofú. Önnur Norðurlönd sigldu í kjölfarið: Noregur árið 1993, Svíþjóð 1995, ísland 1996 og Finnland árið 2001. Að auki hafa ísland og Danmörk lögleitt stjúpættleiðingar samkynhneigðra, en þær fela í sér að samkynhneigð pör í staðfestri samvist geta ættleitt barn maka síns.51 Að tillögu áðumefhdrar nefndar frá árinu 1994 var samið lagafrumvarp um staðfesta samvist fólks af sama kyni og lagt ffam á Alþingi af Þorsteini Pálssyni þáverandi dómsmálaráðherra. Frumvarpið varð að lögum nr. 87/1996 og var samþykkt þann 4. júní 1996 með 44 atkvæðum. Einn þingmaður greiddi atkvæði gegn frumvarpinu, einn sat hjá og 17 þingmenn vora ekki viðstaddir. Lögin öðluðust svo gildi á alþjóðlegum baráttu- og frelsisdegi homma og lesbía þann 27. júní árið 1996.52 Samkvæmt lögum um staðfesta samvist hér á landi geta tveir einstaklingar af sama kyni stofnað til staðfestrar samvistar, en þó aðeins ef báðir einstaklingamir eða annar þeirra er íslenskur ríkisborgari með lögheimili á Islandi. Sýslumenn og löglærðir fúlltrúar þeirra mega framkvæma staðfestingu á samvist og einstaklingum í staðfestri samvist er tryggður sami réttur og fólki við stofnun hjúskapar utan þess að ákvæði ættleiðingarlaga og laga um tæknifijóvgun eiga ekki við um fólk í staðfestri samvist. í lögunum stendur jafnframt að ákvæði í alþjóðlegum samningum sem ísland er aðili að gildi ekki um staðfesta samvist nema aðrir samningsaðilar fallist á það. 53 Lagasetningin var sem gefur að skilja mikil réttarbót fýrir samkynhneigða hvað varðar erfðir, félagsleg réttindi og skyldur og fleira en hún hafði ekki síður táknræn áhrif. Þau voru í augum margra samkynhneigðra staðfesting og viðurkenning samfélagsins á tilveru þeirra og réttindum.54 Þó heyrðust þær gagnrýnisraddir að ekki væri verið að veita samkynhneigðum fúll réttindi á við gagnkynhneigða, heldur væri verið að lögfesta misrétti í samfélaginu.55 Haustið 1996 var svo samþykkt frumvarp á Alþingi um breytingar á 180 gr. og 233a gr. almennra hegningarlaga sem fjalla um mismunun vegna þjóðemis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða og kynferðis og var þar bætt við „vegna kynhneigðar". JSarátta jyrir fireyttri Réttindabarátta samkynhneigðra hefi yé ‘^Saynir zooé
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.