Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 01.01.1946, Blaðsíða 2
2
ARROÐINN
æskilegasti og hitt, að menn þeir er
stjórna og starfa við skólann á hverjum
tíma, séu áhugasamir, stjórnsamir,
menntaðir og vel fallnir til sinna starfa,
og að þeir hafi álit og tiltrú hjá nem-
endum, foreldrum og öðrum bæjarbú-
um. Við Akurnesingar höfum verið það
óheppnir, að þann tíma, sem skólinn er
búinn að starfa hafa orðið skólastjóra-
skipti við' skólann á hverju hausti; þó
mun aldrei hafa verið almennur vilji
bæjarbúa fyrir að skipta um skólastjóra
fyrr en nú. Hér að framan er sagt frá
greinargerð mi]liþinganefndar í skóla-
málum um lausn á húsnæðismálum
skólanna hér, en það er í sjálfu sér
engin lausn. Gagnfræðaskóla verður að
byggja hið bráðasta að hægt er.
Þá er að athuga möguleikana á því
að reisa slíka byggingu. Það e'r senni-
legt, að ríkisstyrkur mundi fást til
beggja skólabygginganna á svipuðum
tíma, ef bærinn gæti lagt fram vinnu-
kraft og fjármagn það, er honum bæri.
Þegar þarf að fnamkvæma eitthvað og
fjármagn er ekki fyrir hendi, þá er sið-
ur að taka lán, ef það er fært og fyrir
hendi, og er slíkt nauðsynlegt. En sú
fjármálavizka að þekkja aðeins hug-
takið að taka lán, kemur flestum á kald-
an klaka á skömmum tíma, og bæjar-
búum mundi fljótlega verða óbærileg
útsvör þau, er á þá yrði lögð, ef lán-
taka yrði aðalstefna bæjarstjómarinn-
ar, án þess að séð yrði fyrir fjáröflun
til að borga af lánunum.
Hugmynd jafnaðarmanna er sú, að
byggja góða gagnfræð'askólabyggingu
hið fyrsta, en láta bygginguna sjálfa,
bera þungann af skuldum þeim, sem á
'henni lægi, að svo miklu leyti, sem
fært væri. Hér á Akranesi er einhver
sú bezta baðströnd, sem fáanleg er
hér um slóðir. Ef á bökkunum við
Langasand, væri komið fyrir hentugum
sólbaðssvæðum, sandinum haldið þrifa-
legum og sundflekum lagt fyrir framan
ströndina, myndi margan góðan gest
fýsa að dvelja hér í sumarblíðunni til
að drekka í sig heilnæmi sólar og sjáv-
ar. Nú er gagnfræðaskólanum ætluð
lóð á bökkunum inni hjá Langasandi.
Við skólann þarf að vera góður og hent-
ugur leikvangur; leikvöllurinn myndi
vera eftirsóttur vettvangur fyrir dval-
argesti þá, er dveldu hér við baðströnd-
ina. Ef hluti af gagnfræðaskólanum
væri tekinn á sumri hverju fyrir greiða-
sölu og til gistingar fyrir siðprúða og
reglusama dvalargesti, þá mætti svo
fara, að skuldir þær, er hvildu á gagn-
fræðaskólabyggingunni lækkuðu án
þess að koma verulega við pyngju Ak-
urnesinga.
Það er vitað, að só hluti skólans, er
notaður yrði þannig, þyrfti éitthvað
meira viðhald en ella, en á stað, sem er
eins vel í sveit settur og Akranes, ætti
framangreind starfsemi að gefa það góð-
an hagnað, að drjúgur skildingur ætti
að verða eftir, þótt séð væri fyrir því,
að sumarstarfsemin yrði á engan hátt
fram'kvæmd á kostnað skólabyggingar-
innar.
Þá er það um kennslukrafta skólans.
Alþýðuflokkurinn vill vinna að því, að
skólinn fái hæfan og góðan stjómara.
Og um kennaraval að skólanum munu
fulltrúar flo'kksins fara eftir beztu og
ábyggilegustu heimildunum, er þeir fá
um umsækjendur á hverjum tíma.
Sjómannafræðsla:
Þegar rætt var um stofnun og bygg-
ingu gagnfræðaskóla hér, bar Svein-
björn Oddsson fram tillögu þess efnis,
að við stofnunina yrði vinnustofa, er
væri til þess að kenna í vinnubrögð í
sjómennsku, var til þess ætlast, að sjó-
menn fengju þar námskeið í hagnýtum
vinnubrögðum, og svo var ætlast til
þess, að drengjum í Gagnfræðaskóla
Akraness yrði kynnt vinnubrögð og
starfshættir þeirrar stéttar, er Akranes
og öll þjóðin byggir svo mjög afkomu
sína á.
Nú og á næstunni eru Islendingar að
kaupa marga nýja báta og togara; það
þarf mannskap á þennan flota; það
þarf vélamenn, stýrimenn og skipstjóra.
Það verður að viðurkenna, að alltof
fáir ungir Akurnesingar eru undir það
búnir, að taka að sér slík störf, og
höfuðástæðan til þess að svo fáir Ak-
urnesingar hafa stundað framhaldsnám
í sjómennsku er sú, að hér heimafyrir
hafa verið svo slæm skilyrði til að
undirbúa sig undir sjómannaskólann.
Sjómannanámsskeið í bóklegum fög-
um til undirbúnings undir nám við Sjó-
mannaskólann í Reykjavík þarf að
starfrækja hér á haustin, og þegar hús-
næði verður fyrir höndum, verður bezt
að hafa námsskeiðið í gagnfræðaskól-
anum og á vegum hans. Mun þá mörg-
um Akurnesingum vera greiðari gatan
í góðar stöður, á hinum komandi flota
þjóðarinnar.
Haustið 1943 var haldið vélstjóra-
námskeið hér á Akranesi; gafst það
vel, og er þörf á að sMk námsskeið1 séu
haldin við og við.
Námsskeiði til undiihúnings minna
fiskimannaprófi þarf að koma hér á.
í reglugerð um námskeið og próf í
siglingafræði utan Reykjavíkur stend-
ur eftirfarandi um námstímann: Nám-
skeiðin skulu haldin frá byrjun október
og eigi skemur en til janúarloka. Heim-
ilt er að hafa námskeið á öðrum árs-
tíma, en jafnan skulu þau standa yfir
að minnsta kosti 4 mánuði. Heppileg-
asti tíminn til að halda slíkt námskeið
hér væri frá því í miðjum september
og fram í miðjan janúar. Þá gætu sjó-
menn notað þann tíma ársins til náms-
ins, sem þeim er að minnstu gagni, og
þyrftu engri vertíð að sleppa til þess
að stunda námið.
Iðnfræðsla:
Iðnaðarmenn hafa að mestu leyti orð-
ið sjálfir að bera kostnaðinn af sér-
fræðslu sinnar stéttar. Bæirnir hafa
styrkt iðnskólana með því að leggja til
húsnœði fyrir skólann, og ljós og hita
fyrir skólahaldið én endurgjalds, og svo
er hér á Akranesi. Ríkið hefur svo lagt
fram ákveðna fjárupphæð til iðnfræðslu
árlega, og hefur þeim styrk svo verið
jafnað niður á skólana eftir reglum,
sem þar um gilda. Það er flestum ljóst,
að ef iðnaðarmenn eiga að hafa svip-
aða aðstöðu til bóklegs náms, sem flest-
ar aðrar sérmenntaðar stéttir þessa
lands, þá þarf hið opinbera, bæir og
ríki, að leggja skólunum meiri styrk en
verið hefur. Tillögur eru fyrir um það,
að ríkið taki að sér fjárhagslegan rekst-
ur iðnskólanna í svipuðu hlutfalli og
það annast rekstur ríkisskóla, en um
það hvernig þeim tillögum reiðir af,
skal engu spáð hér.
Sú hugmynd að reka iðnskólana sem
dagskóla, og starfrækja þá í 3 til 3%
mánuð á vetri hefur náð allmiklu
fylgi. Iðnskólinn í Reykjaivík gerði til-
raunir í vetur í þessum efnum með
nokkrar deildir skólans.
Ymsir menn, sem lítið vit hafa á
rekstri iðnskóla, álíta, að aðal hindr-
unin fyrir því að ekki skuli gripið til
þess að reka iðnskólana sem dagskóla
sé sú, að meistararnir vilji ekki gefa