Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 01.01.1946, Blaðsíða 5

Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 01.01.1946, Blaðsíða 5
ARROÐINN 5 Hvort vilja eða sundra Réttur fjórði hluti blaðsins Dögun, sem kommúnistar á Akranesi gáfu út 18. þ. m., er helgaður mærðarlegu væli og ásökunum í garð Alþýðuflokks- manna á Akranesi fyrir það, að þeir hafi eigi viljað þýðast, að' stilla upp sameiginlegum lista með þeim við kom- andi bæjarstjórnarkosningar. 011 þessi skrif eru þrungin skinhelgi, ragnfærsl- um og hræsni. Hið eina sem rétt er með farið, eru bréf þau er fóru milli f lokksf élaganna. I svonefndu Sósíalistafélagi Akraness eru 12 virkir félagar, að sögn eins úr stjórn þess. A síðastliðnu vori mun þessi postulahópur hafa byrjað að undirbúa kosningarnar. Sellufundir voru tíðum haldnir og stór áform sköp- Ég hef hér að framan stiklað í stór- um dráttum á þeim atvinnumálum, sem leysa þarf hér á Akranesi á næstu árum og Alþýðuflokkurinn hyggst að beita sér fyrir í bæjarstjórn Akraness. Þó .er það Ijóst, að úr meiru er að taka og fleira bíður úrlausnar sem flokk- urinn hyggst að vinna að. Nú mun einhver spyrja, hvernig á að framkvæma þetta allt án þess að ofþyngja bæjarbúum með gjöldum. Og er það ekki nema eðlilegt, því menn eru uppi með al'ls konar skýjaborgir án þess að benda á leiðir til úrlausnar. Það sem við bendum á til úrlausnar, er fyrst og fremst þetta að bærinn taki lán ti'l þess að kaupa togara; en von mín og annara er að togarar verði til þess að bera uppi aðrar framkvæmdir, að meira eða minna leyti, en yfirleitt er til framkvæmda stofnað af lánum í von um arð til vaxtagreiðslu og afborg- ana, auk þess sem leitað er stuðnings Alþingis í tilfellum sem það á við. Að öðru leyti fresta ég að ræða fjárhags- hliðina, þar til annað tækifæri gefst, enda er þetta mál mitt orðið lengra en ég ætlaðist thl. G. þeir sameina uðust. Hið stærsta var að þurrka út Alþýðuflokksfulltrúana úr bæjarstjórn Akraness við næstu kosningar. Sellan taldi sig búa yfir ótal möguleikum til að framkvæma verkið, og öllum fljót- virkari þá heldur en bjóða sameiningu. Svo leið fram um sólstöður, að ekki bar frekar til tíðinda. Sellan fékk sitt sumarleyfi, safnaði kröftum og bjó sig undir veturinn. Með haustinu hófst sellustarfsemin á ný, og var þá þegar lagt til úrslitaorr- ustu. Auðvitað var sókninni stefnt að Alþýðuflokknum. Einn skeleggasti full- trúi þess flokks er Guðmundur Svein- bjömsson, svo sem kunnugt er. Með hverju ári sem leið, hefir Guðmundur vaxið af hverju því starfi, sem hann hefir tekið að sér, og hefir því óskipt álit og hylli hvers Akurnesings, hvar í flokki sem er. Kommarnir kusu nú nefnd manna og gerðu út til fundar við Guðmund. Nefndarmenn buðu Guð- mundi stór boð og góð. Þeir bentu honum á að ganga í kommúnistafélagið, enda skyldi hann verða efsti maður á lista hjá þeim við bæjarstjórnarkosn- ingarnar. Ef hann vildi þýðast það, skyldi hann auk þess vaxa að veg og virðingu. En ,,skjótt bregður sól sumri“. Guðmundur bað þá, af meðfæddri hóg- værð að hætta öllum fíflalátum. — Eftir sumarlanga sefjun og stóra drauma, varð kommúnistum þetta hið mesta reiðarslag. Hófust nú viðsjár miklar og hin mesta ringulreið innan sellunnar, og kenndi einn öðrum um ósigur þennan. Fór þó svo að lokum að postulatalan settist enn á rökstóla. Leið svo fram um veturnætur og allt að miðjum nóvember, að fátt gerðist, annað en það að framkvæmdarstjóri kommúnistaflokksins Eggert Þorbjarn- arson, mun hafa komið nokkrum sinn- um í bæinn með línuslitur, sem jafnan r.eyndust haldlaus og fúin. Einnig munu hinir tólf hafa orðið ásáttir um, að kommúnistar hefðu ekki nægilega mikið fylgi til þess að standa einir að framboðslista, eftir að þetta brást með hann Guðmund. En þess skyldi líka hefnt. Svo var það 23. nóv. s. 1. að Al- þýðuflokksfélagi Akraness barst bréf frá Kommúnistafélaginu, þess efnis að leitað var eftir samstarfsvilja um sam- eiginlega uppstillingu lista við bæjar- st j órnarkosningarnar. Alþýðuflokks- félagið hélt þegar fundi um bréfið. Mál- ið var rætt frá ýmsum hliðum, og voru skoðanir manna nokkuð skiptar. Ég bar fram tillögu um að málinu yrði frestað til næsta fundar, sem haldinn yrði inn- an fárra daga; taldi málið! þess eðlis, að mönnum yrði gefinn kostur á að kynna sér nú ljósar og létu hvort öðru í té 1. desember var svo næsti fundur hald- inn. Ég hafði framsögu í málinu og lagði jafnframt til að samstarfinu yrð'i tekið, með því ég trúði þá að bér væri boðið af heilum hug. Nú var fyrir 'hendi vilji beggja aðilja um sameiginlega uppstillingu. Ekkert var nú eðlilegra en að félögin gerðu sér nú ljósar, og létu hvort öðru í té óskir sínar og krö'fur, sem svo yrði samið um. Og til þess að flýta fyrir málinu, bar ég fram þá tillögu að kommúnistum yrði boðið 3. og 8. sæti á listanum. Það var samþykkt. Einnig var kosin þriggja manna viðræðunefnd til frekari samninga. Nú liðu nokkrir dagar þar til samningarnefnd frá komm- unum kallar okkur til viðtals. Þegar á þann fundi kom, spurðu nefndarmenn okkur, hvort við hefðum ekki önnur boð að bjóða en þau, sem í bréfinu stæðu. Við svöruðum því eðlilega neit- andi og gátum þess að hér væri um félagssamþykkt að ræða, sem ekki yrði breytt nema á félagsfundi. Aftur á móti spurðum við þá, o'g ítrekuðum spurn- inguna aftur og aftur, hvort þeir hefðu ekki gagntillögur eða boð fram að færa, sem við hefðum vissulega búizt við. Ef svo væri, værum við reiðubúnir að leggja þau gagnboð fyrir félagsfund. En kommarnir svöruðu því neitandi. Þannig lauk þessum fundi. Nú töldum við, að þeir myndu senda gagntilboð sín skriflega. Sú varð þó eigi raunin. Þess í stað skrifuðu þeir okkur bréf, þar sem þeir telja boð okkar óaðgengileg úr- slitatilboð, sem túlki aðeins sjónarmið annars aðilja og því hafni þeir því. Þetta er saga sameiningarmálsins. Kommúnistar gala hátt um það, bæði

x

Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness.
https://timarit.is/publication/1031

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.