Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 01.01.1946, Blaðsíða 9

Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 01.01.1946, Blaðsíða 9
ARROÐINN 9 Nokkrar staðreyndir Sósíalistar hafa í síðasta blaði sínu, reynt að gera Mtið úr, og afflytja, þær tillögur sem sagt var frá í Greinargerð Alþýðuflokksfulltrúanna, og fluttar voru af þeim í fráfarandi bæjarstjórn. Höfundur þeirrar greinar, sem fjallar um störf Alþýðuflokksfulltrúanna í bæjarstjórn, hefur sýnilega fengið á taugarnar við að sjá þessa yfirlætislausu greinargerð Alþýðuflokksmanna um mikilsverð mál sem þeir hafa borið fram í bæjarstjórn. Við lestur þessarar grein- argerðar, hefur umræddur höfundur komizt að raun um eftirfarandi atriði: 1. Það er staðreynd: Að Alþýðuflokk- urihn átti frumkvæðið að því í bæj- arstjórn, að stofnaður var gagnfræða- skóli hér í bæ. 2. Það er staðreynd: Að fyrir frum- kvæði Alþýðuflokksmanna varð hafin bygging bátabryggju innan við halfnar- garðinn. 3. Það er staðreynd að í upphafi kjör- tímabilsins bar Alþýðuflokkurinn fram þá tillögu, að keyptar yrðu til bæjarins stórvirkar vinnuvélar. 4. Það' er staðreynd að Alþýðuflokk- urinn lagði til í bæjarstjórn, snemma á árinu 1942, að leitað yrði eftir kaup- um á Fagranesinu, eða öðru skipi er haldið gæti uppi samgöngum milli Reykjavíkur og Akraness. 5. Það er staðreynd: að flokkurinn lagði fram tillögur um að bærinn reyndi með byggingum íbúðarhúsa, að draga úr húsnæðisskortmum. En þegar það ekki tókst beittu fulltrúar flokksins í bæjarstjórn, sem þá nýlega ásamt öðr- um höfðu unni að því að koma á fót dugandi manna hefir á stuttum tíma risið af grunni. Því heiti ég á ykkur verkakonur og sjómanna og verkamannakonur að fylkja ykkur um lista Alþýðuflokksins A-listann, því um leið tryggjum við öllum æskulýð og vinnandi stéttum örugga forustu í öllum menningar og framfaramálum þessa bæjar. Mætum snemma á kjörstað og kjós- um A-listann. Verkakona. byggingarfélagi, sér fyrir því, að fá lán úr byggingarsjóði verkamanna, og hefja byggingu á 20 íbúðum sem þegar eru komnar að því að verða fullgerðar. 6. Það er staðreynd, að Alþýðuflokks- menn báru fram tillögu um að bærinn kæmi á fót kolasölu. Það var endanlega fellt af Sjálfstæðismönnum. 7. Það er staðreynd, að Alþýðuflokks- fulltrúarnir hafa beitt sér fyrir því að bærinn keypti togara sem yrði rekinn á vegum bæjarins (bæjarútgerð). Hvort slíkt tekst er án efa komið undir því að Alþýðuflokkurinn fái aukin áhrif í bæjarstjóminni við næstu kosningar. Því að á þann hátt yrði léttara að standa undir ýmsum þeim þörfum sem bæj- arfélagið þarf að inna af höndum. Leyniþráður Það getur ekki hjá því farið, að menn veiti því athygli, er þeitr lesa blað kommúnista, „Dögun“ sem kom út 18. jan. s. 1. að hvergi örlar á neinni gagn- rýni í garð núverandi meirihluta bæj- arstjórnar, þ. e. sjálfstæðismanna, held- ur er öllu púðri blaðsins sem sett er fram í ádeiluformi, beint gegn fulltrú- um jafnaðarmanna í bæjarstjóm, og er ekki sjáanlegt annað enn þeir sem að umræddu blaði standa, haldi að jafn- aðarmenn séu í meiri hluti aðstöðu, og geti þar af leiðandi framkvæmt stefnu- mál sín. Sá sem þetta ritar var viðstaddur þar sem nokkrir menn voru að ræða um efni blaðsins. Einn viðstaddra, mað- ur sem ég hafði heyrt um, að væri fylgjandi kommúnistum að málum, mælti á þessa leið: Þið þurfið ekki að vera neitt undr- andi yfir því, þó ekki sé verið að kasta hnútum í Sjálfstæðisflokkinn, í „Dög- un“ kommúnistanna. Vitið þið ekki? Að sjálfstæðislfokkurinn hefur lánað þeim til að byrja með mann í 4. sæti listans, mann sem til þessa hefur verið flokksbundinn sjálfstæðismaður og sagður hafa lýst því yfir að hann væri sama sinnis enn. Þá er og talið að sjálf- Ávarp! Arroðinn hefur ekki komið út að undanförnu, en nú kemur hann prentaður, áður var hann aðcins fjölritaður. Um útkomu hans er ekki ákveðið til frambúðar, en þó vonum við að geta léð honum vængi til ykkar við og við, en allt fer það eftir efnum og ástæð- um. Utgefendur. stæðisflokkurkm muni eiga ítök í 4. manni C-listans, og má í því sambandi minna á að hann var aðalstjómandi á flokksskemmtun sjálfstæðismanna 1. des. s. 1. Auk þess er vitað, að einn af frambjóðendum á lista íhaldsins, hafði gerzt óánægður með uppstillingu síns eigins flokks, og þarafleiðandi hugsað sér að koma fram hefndum á hendur forustunni með því að skrifa í blað kommanna. En eins og þið sjáið, kem- ur greinin ekki í blaðinu, sagði mað- urinn. Það skyldi þó ekki vera sann- leikurinn sá, að sjálfstæðismenn hafi sagt við kommana. — Við erum búnir að vei-ta ykkur aðstoð við að koma fram sprengilista við fyrirhugaðar kosn- ingar. Við teljum okkur hafa gert ykk- ur það gagn við væntanlegt framboð, — að öll gagnrýni af ykkar hálfu í vorn garð, væri hinn mesti ódrengskapur, og þá væri það ekki síður ef háttstandandi sjálfstæðismanni væri ljáð rúm í blaði til að gagnrýna gerðir síns eigin flokks. Og það skyldi þó ekki vera, að for- usta kommanna sem skipa 1. 3. og 6. sæti C-listans, hafi glúpnað, sagði mað- urinn að lokum, og að kjörorð komm- anna við kosningarnar verði: Alþýðu- flokkurinn er höfuðóvinurinn. Ihaldið, sjálfstæðisflokkurinn, stoð og stytta vor kommanna í ströngum raunum kom- andi kosningahríðar.

x

Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness.
https://timarit.is/publication/1031

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.