Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Síða 4

Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Síða 4
Avarp BEN' G. WAAGE forseta 1. S. Það er nú röskur aldarfjórðungur, síðan knatt- spyrna var skipulega iðkuð á Akranesi, — og það eigum vér Knattspyrnufélaginu Kára fyrst og fremst að þakka. Félagið var stofnað 22. maí 1922 af tiu góðum drengjum. Hið sögulega ár, 1930, gekk Kári í Iþróttasamband íslands (f. S. f.) og hefur verið það síðan og stutt mjög að samtaka- mætti íþróttanna undir forystu f. S. í. Þá hefur og Kári með góðu samstarfi sínu við önnur félög, — og þá fyrst og fremst K. A., aukið og eflt íþrótta- starfið í landinu. Og einhver fegursti ávöxtur þess áhugastarfs, er hið myndarlega íþróttahús á Akra- nesi, sem Kári og K. A. byggðu sameiginlega. Ég minnist ennþá með gleði þess áhuga og dugnaðar, sem íþróttamenn Akraness sýndu veturinn 1944 og 1945, er bygging íþróttahússins var hafin. Það voru skemmtileg vinnubrögð og gagnleg æskulýð bæjarins. Og sama má segja um þá liðveizlu, sem þeir veittu, er hafist var handa um byggingu sund- laugarinnar. Eins og gefur að skilja hefur oltið á ýmsu þennan aldarfjórðung, sem Kári hefur starfað. Það hefur verið eins og svo víða annars staðar hér á landi, að íþróttaáhuginn hefur verið misjafnlega mikill. Vegna atvinnuhátta í kaupstöðum, hafa menn ekki alltaf getað iðkað íþróttir að staðaldri eða reglu- lega. Sjórinn hefur svo oft kallað á sævíkinga sína til starfa. — En í landlegum hafa þessir sævik- ingar getað iðkað líkamsæfingar til dægradvalar og skemmtunar. Þar hafa hinar fornu íþróttir vorar geyrnzt, eins og glíman. Og svo mun verða fram- vegis, þar sem líf og starf skipar öndvegið. En i önnum dagsins geta menn ekki alltaf sinnt áhuga- málum sinum sem skyldi. Þess vegna ber að nota vel þær tómstundir, sem gefast; og einkum þurfa íþróttamenn að muna það, ef þeir vilja sjá veru- legan árangur af starfi sínu. Líkamsiþróttirnar eru ekkert tizku-fyrirbæri, eins og sumir menn virðast halda. Iþróttirnar eru bezta uppeldis- og þroskaleið fyrir æskulýðinn, séu þær réttilega um hönd hafðar. Munið, að æskulýðurinn heimtar áreynslu og starf. Aldrei hafa framfarir í íþróttum verið meiri hér á landi en hin síðustu árin. Hvert afrekið hefir rekið annað. Æskulýðurinn og einstaklingar hafa fengið enn meiri trú á mátt sinn og megin en nokkru sinni áður. Nú eru fimleikar og sund, skyldunámsgreinar í skólum landsins. Þetta hefur aukið hreinlæti og hreysti landsmanna — og bjart- sýni. Og þó oss sé enn í ýmsu ábótavant, þá erum vér á réttri leið um líkamsmennt. Því nú er hugsað jafnt um afreksmanninn sem almenning. Og svo á það að vera, ef vér ætlum að sýna alheimi, að hér „norður á hjara veraldar“ búi manndóms- og menningarþjóð, þó fámenn sé. Og í þessu áhuga- starfi skulum vér ekki gleyma því, að mannkostir og menning þjóðanna fara eigi eftir mannfjölda, heldur eftir afrekum og ágæti hvers og eins. — Og að því hefur Kári meðal annars verið að vinna. Ég óska félaginu hjartanlega til hamingju með fyrsta aldarfjórðunginn og vænti þess, að KÁRI fái leyst farsællega af hendi þau verkefni, sem framundan eru. 2 AFMÆLISBLAÐ KÁRA

x

Afmælisblað Kára: 1922-1947

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælisblað Kára: 1922-1947
https://timarit.is/publication/1046

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.