Afmælisblað Kára: 1922-1947

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Qupperneq 5

Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Qupperneq 5
Avarp AXELS ANDRÉSSONAR knattspyrnukennari 1. S. 1. í tilefni af 25 ára afmælisdegi knattspyrnufélags- ins Kára óska ég félaginu innilega til hamingju. Um leið vil ég minna félagsmenn Kára á að starfa áfram í sama anda og áður að eflingu íþrótt- arinnar til gæfu og gengis fyrir æskulýð Akra- nesskaupstaðar. Ekkert er æskunni hollar og betra en að nota frístundirnar til íþróttaiðkana, því að íþróttin er lífsins heilsulind. Forystumenn Kára geta með gleði minnzt þeirra stunda, er þeir hafa fórnað í þágu félagsins. Árangurinn af starfi þeirra verður ekki metinn til peninga. Þökk sé þeim fyrir starfið. Kári lengi lifi. Með kveðju, Axel Andrésson, Forráðamenn knattspyrnufélagsins Kára hafa beðið mig um að skrifa nokkrar línur í 25 ára af- mælisrit félagsins. Er mér ljúft að verða við þeirri ósk. Ég gekk í Kára árið 1927, þegar ég kom af Verzl- unarskólanum og hóf vinnu hjá Haraldi Böðvars- syni. Var ég í félaginu þar til ég fluttist af Akra- nesi til Sandgerðis sumarið 1933. Lengst af þeim tíma átti ég að heita formaður Kára. Þegar ég gekk í Kára voru tvö knattspyrnufélög á Akranesi. Hafði Kári þá starfað í fimm ár, en ég man ekki hve lengi knattspyrnufélag Akraness hafði þá starfað. Ég man að sumarið 1927 var töluvert líf í knatt- spyrnufélögunum á Akranesi og keppust þau um fyrrv. formanns. að ná til sín ungum mnönum. Var lagt hart að mér að ganga í félögin — hvort um sig — þó sér- staklega í K. A. 1 því félagin voru hka fleiri vinir mínir og fannst þeim sjálfsagt, að ég yrði í félagi með þeim. Mér fannst hins vegar, að „mannval“ væri öllu heldur meira í K. A. og því myndi leikurinn verða ójafn ef ég bættist þar við!! — Ekki skorti sjálfs- álitið í þá daga — frekar en nú. — Á þessum forsendum gekk ég í Kára, og sé ég ekki eftir að ég gerði svo. Það er margs að minnast frá þessum árum. Félagarnir voru yfirleitt ágætir. Þeir mættu vel til leikja, léku drengilega, létu sér mjög annt um hag félagsins og voru óþreytandi að starfa að velgengni þess — þótt gjaldkerinn kvartaði reyndar stundum undan að árgjöldin greiddust seint. En þá voru unglingar líka „blankari“ en nú gerist. AFMÆLISBLAÐ KÁRA 3

x

Afmælisblað Kára: 1922-1947

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælisblað Kára: 1922-1947
https://timarit.is/publication/1046

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.