Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Blaðsíða 9

Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Blaðsíða 9
III. FLOKKUR 1929 Efsta röð frá vinstri: ÞórSur GuSmundsson, GuSni Eyjólfss-, ÞórSur Valdimarsson, Jón Ól- afsson, Hákon Benediktsson. MiSröS frá vinstri: Eiríkur Þor- valdsson, GuSjón Gíslason, Þór- arinn Einarsson. Fremsta röS frá vinstri: Þorváld- ur Einarsson, Magnús Gíslason, Björgvin Jörgensen. gefa hinu nýstofnaða félagi nafn; skyldu nú gerðar uppástungur og skrifaði hver sína uppástungu í sandinn. Þessar uppástungur komu fram: Elding, Högni, Gunnar Hámundarson og Kári, og var Káranafnið samþykkt. Formaður var þá kosiniv, og hlaut kosningu Gústaf Ásbjörnsson og voru ekki fleiri kosnir í stjórn að sinni. Fyrsti kappleikur Kára var við drengjafélag á svipuðu reki, sem kall- aði sig Stefaníu, og var kappleikurinn háður á Langasandi stofnárið 1922 og fóru leikar svo, að Kári setti 11 mörk gegn o og var þá nokkuð eftir af leik, kallaði þá foringi Stefaniu: „Allir i vörn!“ Enda tókst þeim að verjast fleiri mörkum og end- aði því fyrsti kappleikur Kára með sigri hans, 11 :o. Segir ekki fleira af Stefaníu og voru ekki fleiri kappleikir háðir við það félag. Um haustið 1922 var endanlega gengið frá stofn- un Kára, samþykkt lög fyrir félagið, og var Svein- björn Oddsson hjálplegur hinum ungu félögum við samningu þeirra og hefir ætíð síðan verið boð- inn og búinn til aðstoðar ef til hans hefir verið leitað. 1 fyrstu lögum félagsins, 2. gr., segir svo: „Tilgangur félagsins er að efla íþróttastarf- semi, fyrst og fremst knattspyrnu. Tilgangi sínum hyggst félagið að ná með því að halda uppi tíðum æfingum í knattspyrnu og gangast fyrir knattspyrnumótum. Ennfremur eftir föngum að gefa meðlimum sínum kost á æf- ingum í öðrum þeim iþróttagreinum, sem Iþróttasambands Islends hefir á stefnuskrá sinni.“ Þá var kosin fyrsta reglulega stjórn félagsins, og hlutu þessir kosningu: Gústaf Ásbjörnsson, formaður. Sigurjón Sigurðsson, ritari. Guðmundur Bjarnason, gjaldkeri. Horfnir eru af sjónarsviðinu 2 stofnendur félags- ins, þeir Albínus Guðmundsson og Gústaf Ás- björnsson, og er þeirra minnst sem duglegra for- vígismanna og ágætra félaga, enda voru þeir báðir formenn félagsins um skeið, eins og síðar verður sagt. Hinir 8 stofnendurnir eru allir í Kára enn að undanteknum tveim, sem fluttir eru héðan al- farnir, og sumir mikið starfandi og í stjórn félags- ins ennþá. Næstu árin ber fátt markvert til tíðinda, það er æft og það er flóð og fjara í félagslífinu, eins og gengur og gerist, og eru þá þessir formenn: 1923: Gústaf Ásbjörnsson. 1924: Albinus Guðmundsson. 1925: Sigurjón Sigin-ðsson. 1926: Guðmundur Sveinbjörnsson. 1927—1932: Ölafur Jónsson, í 6 ár samfleitt. AFMÆLIBLAÐ KÁRA 7

x

Afmælisblað Kára: 1922-1947

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisblað Kára: 1922-1947
https://timarit.is/publication/1046

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.