Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Page 18

Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Page 18
SIGURVEGARAR I II. FLOKKI 1946 Aftasta röS frá vinstri: GuSm. Elíasson, Emil Pálsson, ÞórSur ÞórSarson, Dagbjartur Hannes- son, HreiSar Sigurjónsson. MiSröS frá vinstri: Karl Elías- son, Ólafur Vilhjálmsson, LúS- vík Jónsson. Fremsta röS frá vinstri: GuSm. Magnússon, Sólmundur Jónsson, Kristján Ragnarsson. háværar raddir um það að taka þátt í Islands- móti I. flokks í knattspyrnu i fyrsta sinn. Skyldi keppt undir nafni Iþróttaráðs Akraness og kapp liðsmenn valdir úr báðum félögunum, K. A. og Kára. Sótt var um þátttöku og léku Akurnesingar við Knattspyrnufélag Reykjavikur fyrsta leik móts ins þann 18. ágúst. Þetta var útsláttarkeppni og skyldi sá, er tapaði tveim leikjum, vera vir leik. Fyrsta leikinn vann K. R. með 4:3. öðrum leikn- um töpuðum við fyrir Fram með 2:1. Svo fór um sjóferð þá; var varla von á öðru, en ekki skal gefast upp, heldur æfa betur og sækja í sig meiri þrótt og getu fyrir næsta fslandsmót. Haustmótið á Akranesi fór svo, að K. A. vann alla aldursflokkana þrjá, sem keppt var í. 1 I. fl. var keppt um nýjan grip, sem Þórður Ásmundsson h. f. hafði gefið. Þann leik vann K. A. með 3:2, en í hinum flokkunum var ekki keppt um gripi. Á aðalfundi félagsins 1944 baðst formaðurinn, Óðinn S. Geirdal, eindregið undan endurkosn- ingu, en hann hafði þá verið óslitið í 9 ár í stjórn félagsins, þar af 7 ár formaður. Hlaut þá kosningu i formannssess Guðmundur Sveinbjörns- son, og var hann formaður næstu 3 árin til 1946, en þá er kjörinn núverandi formaður félagsins, Egill Sigurðsson. Axel Andrésson, iþróttakennari, er hjá okkur þetta vor og kemur enn miklu fjöri í knattspyrn- una og eru nú vel sóttar æfingar. Vormótið fór svo í knattspyrnunni, að K. A. vann I. flokk og sæmdarheitið: Bezta knattspyrnufélag Akraness, en Kári vann II. og III. flokk. Þetta sumar er ýmsum knattspyrnuflokkum úr Reykjavík boðið, s. s. Reykjavíkurmeisturum II. fl. í Val, sem Akranes vinmrr 3:0, III. fl. í K. R., sem Akranes vinnur 2:0, en tapar aftur fyrir I. fl. í sama félagi með 3:2, seinna jafntefli við sama flokk, einnig sigrar Akranes I. fl. Vals með 1:0. Þetta er glæsilegur árangur og gefur góðar vonir um Is- landsmótið í I. fl., sem er að hefjast og Akranesing- ar eru þátttakendur í að öðru sinni. Á Islandsmótinu fóru leikar þannig, að Akurnes- ingar sigruðu Víking með 2:0. Þetta var þó nokkur framför að komast í úrslit, enda má segja, að að- staða Reykjavíkurfélaganna væri nokkuð betri, því að þeir gátu alltaf tekið nokkra meistaraflokks- menn inn í sín lið, sem aðkomufélög gátu alls ekki, og mældist það illa fyrir. Þá fór einnig flokkur iþróttafólks frá Iþróttaráði Akraness til keppni á íþróttamót Borgfirðinga, og unnu Akurnesingar þar bæði drengjamótið og fullorð- insmótið. Þjálfari iþróttamanna hér var Helgi Júliusson. Þar hljóp Hallbera Leósdóttir úr Kára 80 metra á Íslandstíma. Hún fór ásamt stöllum 16 AFMÆLISBLAÐ KÁRA

x

Afmælisblað Kára: 1922-1947

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afmælisblað Kára: 1922-1947
https://timarit.is/publication/1046

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.