Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Page 19
sínum tveim á Septembermótið í Reykjavík og
varð þá önnur í 80 metra hlaupi, á 11,4 sek. en
þar var gamla metið. Þjálfari íþróttamanna hér
var Helgi Júlíusson.
Haustmótið i knattspyrnu á Akranesi fór svo, að
K. A. vann Haustbikar I. fl. 3:2, II. fl. vann Kári,
en í III. fl. varð jafntefli. Þetta ár má segja, að
hafi verið hagstætt fyrir Kára, þótt hann tapaði
meistaraflokkstitli Akraness, en árangur varð góður
út á við, þar sem félögin komu fram sameinuð.
Árið 1945 er ríkjandi mjög mikill áhugi hjá
iþróttaæskunni hér, og er þetta mikið sigurár fyrir
Kára. Sigrar hann allar bikarkeppnir á Akranesi
og hlýtur sæmdarheitið: „Bezta knattspyrnufélag
Akraness."
Frjálsíþróttamót fór þá fram milli K. A. og
Kára og sigraði Kári glæsilega, með 76 stigum.
K. A. hlaut 49.
Akurnesingar tóku þátt í Islandsmótum í þrem
aldursflokkum í knattspyrnu. I I. fl. var útsláttar-
keppni og var hvert félag úr, eftir einn tapaðan
leik. Akurnesingar sigruðu Val, en töpuðu fyrir
K. R. I II. fl. sigruðu Akurnesingar Fram, en töp-
uðu úrslitaleik fyrir K. R.. I III. fl. sigruðu Akur-
nesingar Vestmannaeyinga og Val, en töpuðu úr-
slitaleik fyrir Fram, og vorum við Akurnesingar
mjög sæmilega ánægðir með þessa frammistöðu.
Á Septembermótinu í Reykjavík sigraði Hallbera
Leósdóttir úr Kára í 30 metra hlaupi á 11,9 sek.
Þetta ár var Magnús Kristjánsson þjálfari félag-
anna hér og tókst vel.
Árið 1946 er mikið framfara ár í íþróttunum
hér, enda höfðum við þá skapað okkur miklu betri
skilyrði þar sem hið nýja íþróttahús var komið í
fulla notkun, og kem ég að þvi síðar. Þjálfari hjá
félögunum báðum er mi Hafsteinn Guðmundsson,
og er nú í fyrsta sinn lögð allmikil áherzla á hand-
knattleik pilta. Fyrsta handknattleiksmót innan-
húss hér var um vorið og kepptu K. A. og Kári i
þrem aldursflokkum pilta og einum kvennaflokki.
Kári sigraði alla flokkana að undanskildum II. fl.
pilta.
Nú var markið sett hátt og var sótt um þátttöku
í Islandsmóti í knattspyrnu í meistaraflokki, en
það getur verið gott að stefna hátt. Leikar fóru svo,
að íþróttabandalag Akraness, en undir því nafni
kepptu Akurnesingar, töpuðu fyrir Fram, K. R. og
Val, en gerðu jafntefli við Akureyringa og Víking.
I tilefni af því að þetta var í fyrsta sinn, er
Akranes og Akureyri tóku þátt í Meistaraflokks-
móti Islands í knattspyrnu, bauð bæjarstjórn
Reykjavíkur keppendum þessara félaga og nokkr-
um gestum í skemmtiferð til Þingvalla og víðar.
Forseti I. S. I., Ben. B. Waage, var með í förinni
og var hrókur alls fagnaðar, eins og hans var von
og vísa. Snæddur var hádegisverður í Valhöll, og
kunna allir þátttakendur bæjarstjórn Reykjavíkur
hinar beztu þakkir fyrir þetta ágæta boð.
Bæjarstjórn Akranesskaupstaðar hefir heitið í
sama tilefni að gefa veglegan bikar til keppni á
Akranesi í knattspyrnu, og var það vel þegin við-
urkenning af hálfu stjórnarvalda bæjarins.
Vormót Akraness í knattspyrnu fór svo, að K. A.
varð Akranesmeistari að þessu sinni, en Kári vann
III. FLOKKUR. KAPPLIÐ Á
HAUSTMÓTI 1947
Aftasta röS frá vinstri: Hreinn
Árnason, Helgi Daníelss., Helgi
Björgvinsson, Kristján Sigur-
jónsson, Jón ÞórSarson.
MiSröS frá vinstri: Janus Sigur-
björnsson, Leifur Ásgrímsson,
örn Steinþórsson.
Fremsta röS frá vinstri: Þórh.
Bjarnason, Björgvin Hjaltason,
Björn Björnsson.
AFMÆLISBLAÐ KÁRA
17