Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Side 23
cl
Vænt þótti mér um það, er formaður Kára,
Egill Sigurðsson, hringdi til mín og bað mig um
grein i afmælisrit félagsins. Ekki var gleði min af
þessum sökum þó sprottin af fordeild einni saman,
heldur hinu, að fá enn einu sinni tækifæri til að
kveðja mér hljóðs meðal iþróttamanna á Akranesi,
þótt ekki sé það með sama hætti og áður.
Síðan ég flutti til Stykkishólms, hefur það marg-
oft komið fyrir, að iþróttamálin á Akranesi hafa
skotið upp kollinum í huga minum. Þessar hug-
renningar, af einum toga spunnar, hafa aðallega
verið tengdar ljúfum minningum liðins tima, en
þó öðrum þræði nokkurs konar reikningsskil eða
uppgjör manns við sjálfan sig og þau málefni, er
hann starfaði eitt sinn að.
Margur verður hygginn eftir á, en svo er það
víst ekki með mig; ég á erfitt með að láta mér vitin
að varnaði verða. Og þrátt fyrir of miklar annir,
mistök ,og vonbrigði, er stundum áttu sér stað með-
an ég starfaði að íþróttamálum á Akranesi, gæti
ég vel hugsað mér að lifa þennan þátt ævi minnar
upp aftur, ef ég mætti óska mér, þar eð áhyggj-
urnar af því, sem miður fór, voru svo hverfandi
litlar í samanburði við gleðina og ánægjuna, sem
starfið í heild veitti.
Kjomi mín við marga góða drengi í K. A. og
Kára og náið samstarf við forystumenn þessara
tveggja félaga fannst mér ávallt skemmilegasti
þáttur starfsins.
Þótt ekki væri það sjaldgæft, að upp risi nokkur
ágreiningur um leiðir og sjónarmið, olli það þó
aldrei vinslitmn né óheilindum; það fannst mér
fagurt vitni um svo góðan félagsþroska, að til fyrir-
myndar var.
Ég átti því láni að fagna, meðan ég var formaður
1. R. Ak. og seinna I. A., að samstarf félaganna var
með ágætxun. Og þótt nokkuð færi að brydda á
óánægju hjá sumum með þetta samstarf síðasta
árið, sem ég starfaði, kom það lítt að sök.
En það er trú mín og vissa, að það var fyrst og
fremst samstarfið, sem hleypti grósku í íþrótta-
lífið á Akranesi undanfarin ár. Og enn er það
sannfæring mín, að samstarf og samheldni félag-
anna er hið eina, sem dugar til eflingar íþrótta-
lífinu, hið eina, sem vænta má góðs af til ávinnings
og árangurs.
Bágt á ég með að trúa öðru en því, að hver
hygginn og góður meðlimur í „K.A.“ og „Kára“
sjái og skilji fyllilega, að án samstarfsins yrði
iþróttalíf bæjarins í molum og harla máttvana.
Hinu má þó ekki gleyma, að jafnvel viðleitnin til
samstarfs getur orðið tvíeggjað vopn, ef ekki fylgir
hugur máli. — Um samstarf er ekki að ræða nema
það rífi menn upp úr værð og lognmollu áhuga-
leysins og hvetji þá til átaka og stefnufestu við
framkvæmd sameiginlegra vandamála.
„Kári stendur nú á merkilegum tímamótum.
Innilega óska ég honum gæfu og gengis um alla
framtíð. Vonandi mun hann enn sem hingað til
ásamt „K. A.“ marka spor i menningarsögu Akra-
ness.
Meðlimum beggja þessara félaga þakka ég ljúfar
endurminningar, sem þeir hafa gefið mér.
Það er ósk mín og von, að „K. A.“ og „Kári“
beri ætíð gæfu til að snúa bökum saman og berjast
sameiginlegri baráttu við að hrinda í framkvæmd
góðum málefnum og að þeim gleymist aldrei að
sundrung er afl, sem eyðir, en samheldnin og
stefnufestan er leiðin til sigurs.
Þorgeir Ibsen
AFMÆLISBLAÐ KÁRA
21