Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Side 26

Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Side 26
Stefán Bjarnason form. í. A.: Skólaleikfimi hefur um margra ára skeið verið föst námsgrein við alla barnaskóla þéttbviisins. Er það vel, þar sem vitað er og viðurkennt, að menningargildi leikfimi er meira en flestra arm- ara námsgreina. f leikfimistima læra börnin að ganga og hlaupa í takt ásamt ýmsum æfingum, sem hæfa aldri þeirra. Þau komast þar í kynni við aga, og það sem mest er um vert, aginn grundvall- ast ekki á ótta barnsins við kennarann, heldur á gleði við eðlilega áreynslu í skemmtilegum leik. Æfingar eru útbúnar þannig, að þær laga smátt og smátt ýmsa líkamsgalla barnsins og móta vöxtinn. Eftir ferminguna ættu leiðir barnanna að liggja í íþróttafélög á viðkomandi stað, þar sem þau gerðusí þátttakendur í raunhæfu félagsstarfi. Kemur þá i ljós, hvort leikfimikennara á hverjum stað hefur tek- izt að skjóta rótum leikfimiáhugans í hug óg hjarta barnsins. Ef svo er, þá heldur það áfram að þjálfa líkama sinn og skapgerð við æfingar á göfugri íþrótt. Sýninga- eða úrvalsflokkaleikfimi er sú grein, sem mest ber á innan iþróttafélaga. Æfingar ei'u þar samsettar og meira krefjandi, en um leið al- hliða þjálfandi. Þar er lögð áherzla á samstilltar, fagrar hreyfingar. Hverjum emstakling kennt að ganga og hlaupa tígulega og lögð áherzla á frjáls- lega framgöngu. Áhaldaæfingar, sem er annar aðal-þáttur við sýningaleikfimi, þroska kjark og áræði og ýmsar aðrar dyggðir, sem dáðar hafa veríð að fornu og nýju með þjóð vorri. Þrátt fyrir það að leikfimi er stefnt að tveimur göfugum viðfangsefnum: Annars vegar inn á við að þroska persónuleika, hins vegar út á við til líkamlegs atgervis, skortir mjög á, að þátttakendafjöldi sé samboðinn því göfuga tak- marki, sem stefnt er að. Sannleikurinn er sá, að íþróttafélög víðs vegar um landið — Reykjavík ekki undanskilin -— verða að sætta sig við að æfa fámenna flokka, þar eð al- mennur áhugi virðist ekki vera fyrir hendi. Ég hef hugleitt mikið, eins og sjálfsagt margir áhuga- menn, hver sé hin raunverplega orsök áhugaleysis unglinga á úrvalsflokkaleikfimi. Hef ég komizt að Fyrsti fimleikaflokkur /. A., eftir stofnun IþróttaráSs Akraness. Þjálfari Stefán Bjarnason. 24 AFMÆLISBLAÐ KÁRA

x

Afmælisblað Kára: 1922-1947

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælisblað Kára: 1922-1947
https://timarit.is/publication/1046

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.