Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Side 29
Langisandur, ba'Sströnd Akurnes-
inga, fyrsti œfingavöllur Kára.
að glæða og auka fegurðarsmekk hennar fyrir því,
sem gott er, og auka hagsýni hennar, svo að hún
komi auga á það, sem gagnlegt er. Og af framan-
sögðu vildi ég á þessum tímamótum Kára telja upp
verkefni, sem honum ber skylda til að leysa í fram-
tíðinni. Þessi verkefni má segja að séu ótæmandi;
mörg þeirra kem ég eflaust ekki auga á, en á nokkur
vil ég þó benda, og öll finnst mér þau þess eðlis,
að félaginu beri skylda til að leggja þar hönd á
plóginn. Eru þau öll að mínum dómi á stefnuskrá
íþróttafélagsskaparins og í anda þess, sem að fram-
an getur.
Einn mesti bölvaldur alls mannkyns er áfengið.
Mikill fjöldi manna er ofurseldur þessari ástríðu,
og allir, sem um þetta mál tala, eru sammála um
skaðsemi þess. Þetta mál þurfa öll íþróttafélög að
taka föstum tökum, en því er nú ver að á því vill
verða misbrestur. Eins og tíðarandinn er núna,
finnst mér aðeins ei i leið fær í þessu máli innan
íþróttafélags, en það er sú leið, sem þekking og
fræðsla veitir. Ég tók það fram hér að framan, að
íþróttafélögin hér á Akranesi hefðu tekið upp sam-
eiginlega skemmtifundastarfsemi, en á síðastliðnu
ári hefur hún ekki verið sem skyldi, af ýmsum or-
sökum, sem ég greini ekki hér frá. Þessi starfsemi
þarf að vera ófrávíkjanlegur liður í starfsemi fé-
laganna, og þá fyrst og fremst vegna þess skipulags,
sem haft hefur verið á þessum fundum. Skipulagið
byggist á því að kenna fólki að skemmta sér án
eiturnautna. Þar má enginn reykja eða hafa vín
um hönd í skemmtisalnum. Þar er gerð tilraun til
þess að allir taki þrátt í dansi og öðrum skemmti-
atriðum, sem fram fara, og þar er rætt um félags-
mál, haldnar tölur um ýmislegt efni. Unga fólkið
hefur komið ánægðara út af þessum fundum en af
öðrum skemmtunum. Fyrir unga fólkið er dansinn
eflaust veigamesta atriðið, ég er viss um það, að
kynnu fleiri að dansa, væru þessir fundir enn betur
sóttir, og ég er þeirra skoðunar, að danskennsla
ætti að vera fastur liður i kennslustarfi efstu bekkja
barnaskólans, þvi að þá þyrftu unglingarnir ekki að
leita til „Bakkusar“ til þess að létta undir með sér
við að læra að dansa. Og þeir, sem ekki kunna að
dansa mundu ekki hafa „Bakkus" sér til afþrey-
ingar. Þetta er atriði, sem alla varðar, og ég veit,
að hver skilur, er á það er bent. Þessari starfsemi
þarf að gefa góðan gaum, og foreldrar eiga að hvetja
börn sín til að sækja þessa fundi, því að með þeim
skapast almenningsafl gegn hvers konar óreglu og
það er undirstaða undir því, að skapazt geti gott
ástand í bindindismálum.
Við, sem byggjum þennan bæ, mumnn öll vera
sammála um það, að nauðsyn beri til að fegra og
prýða bæinn. Fallegt umhverfi er meira fyrir
hvern einstakling en það, sem augað sér. f fallegu
umhverfi finnst flestum sem opnist innsýn í annað
en það hversdaglega, menn hafa það á tilfinning-
unni, að þar opnast nýr heimur, sem krefst annarar
framkomu og betri umgengni. Þetta skapast af
fegurðartilfinningu hvers manns. Því er það veiga-
mikið atriði að skapa fegurðartilfinningu hjá hverj-
um ungling. Ég veit, að hver sem hugsar um þetta,
er á þeirri skoðun, að hér á Akranesi þurfi ýmissa
úrbóta við, og einkennilegur væri sá maður gerður,
sem ekki sæi, hversu mjög hér er ábótavant um
allt ytra útlit; hér sjást of fáir fallegir blettir kring-
AFMÆLISBLAÐ KÁRA
2 7