Árbók Reykjavíkurbæjar - jan. 1946, Blaðsíða 67

Árbók Reykjavíkurbæjar - jan. 1946, Blaðsíða 67
Mál afgreidd í Byggiiigarnefnd Keykjavíkur. 53 Leyfis- beiðnir Synjað og felt úr gildi Veitt bygginga- leyfi Ár 1931 330 23 307 1932 335 18 317 1933 408 57 351 1934 380 41 339 1935 351 44 307 1936 399 44 355 1937 339 24 315 Ár 1938 Leyfis- beiðnir Synjað og felt úr gildi Veitt bygginga- leyfi 467 48 419 1939 ...... 427 37 390 1940 180 15 165 1941 347 50 297 1942 692 76 616 1943 405 37 368 1944 529 51 478 með tveggja og þriggja herbergja íbúðum auk eldhús3 og geymslu. 2. Félagsmenn séu íjárráða, heimilisfastir innan kaupstaðarins og hafi eigi haft yfir 4000 kr. árstekjur, miðað við meðaltal 3 síðustu ára, er þeir gerðust félagsmenn, né yfir 4000 kr. eignir. 3. Ibúðirnar séu seldar félagsm. fyrir kostnaðarverð, gegn a. m. k. 15% útborgun. 4. Húsin séu reist á lóðum ríkis eða bæjarfé- lags. 5. Félagið hafi forkaupsrétt að íbúðum, sern kunna að verða seldar, og íbúðir séu ekki framleigðar án leyfis félagsins. — Stjórn byggingarsjóðs skipa 3 menn, tveir kosnir af bæjar- stjóm til 4 ára i senn, en einn skipaður af atvinnumálaráðuneytinu til sama tíma, og sé hann formaður. — Helztu breytingar, sem gerðar voru á lög. um verkamannabúst. á árinu 1931, voru þœr, sem nú skal greina: Framlög ríkis- og bæjarsj. til byggingarsjóðs voru tvöfölduð, hækkuð úr einni kr. í tvær kr., fyrst 1932. Lán sjóðsins ábyrgist ríkissjóður með bakábyrgð bæjarsjóðs. Lán úr byggingarsj. til byggingarfél. skulu tryggð með 1. veðrétti í húsum og lóðaréttindum, allt að 60% af virðingarverði eignarinnar, Ennfr. veitir byggingarsj. lán gegn 2. veðrétti, þó þannig, að samanlagður 1. og 2. veðréttur nemi mest 85% af kostnaðarverði eiguarinnar. Há- roark árstekna félagsmanna var hækkað um 300 kr. fyrir hvern ómaga, en fari þó ekki yfir kr. 5500, og eignanna um 1000 kr. í 5000 kr. — Með breytingu laganna á árinu 1933 var hið árlega grjald af lánsupphæðinni (3. gr., sbr. að framan) lækkað úr 6% í 5%. — Aðalbreytingarnar á lög. um verkamannabúst., sem felast í lögunum írá 1935, eru þessar: Stofnaður var einn bygging- arsjóður fyrir allt land, en áður var sérstakur sjóður fyrir hvern kaupstað og kauptún. Hinn nýi byggingarsjóður skiptist þó í deildir, eina fyrir hvern kaupstað eða kauptún. 1 sjóðinn skyldu nú og renna, auk framl. ríkis og bæjar, tekjur samkv. 14. gr. laga nr. 58, 8. sept. 1931, um einka- sölu ríkisins á tóbaki, en þar er ákveðið, að helmingur tekna ríkissjóðs samkv. þeim lögum skuli renna til byggingarsjóðanna, „og skiptist sá helmingur milli byggingarsjóðanna að tiltölu við ríkisframlagið til þeirra.“ 1 lögunum frá 1935 er sérstaklega tekið fram, að byggingarsj. veiti lán aðeins til eins byggingarfél. í hverjum kaupstað, en ákvæðin um tryggingu lánanna eru þau sömu °» i lög. frá 1931. Stjórn byggingarsj. skipa 5 menn, 4 ár i senn. Kýs Alþingi 4, en atvinnumála- ráðherra skipar einn, og er hann formaður. — Bráðabirgðalögin frá 1939 fjalla eingöngu um skipun stjórnar byggingarfélaga. Með þeim lögum er sett inn nýtt skilyrði fyrir lánveitingu úr byggingarsj. til byggingarfél., þ. e., að stjórn þess sé skipuð 5 mönnum, einn skipar félagsmála- ráðherra, en hina fjóra kjósa þeir félagsmenn hlutb. kosn., sem fullnægja skilyrðunum um bú- setu og tekju- og eignahámark. — Með lögunum frá 1941 var framlag ríkissj, af tekjum tóbaks- einkasölu fellt niður, en í stað þess leggi rikissj. árlega i byggingarsjóð 150 þús. kr. Meðan vísitala kauplagsnefndar er 110 stig eða hærri skuli framlög ríkissjóðs og bæja, sem miðast við íbúatöluna, hækka til samræmis við vísltöluna 1. okt. þ. á., sem framlagið ber að greiða. Sömu- leiðis skal hámark tekna og eigna félagsmanna hækkað i samræmi við meðalvísitölu næsta árs á undan. Hið árlega gjald af lánsupphæðinni í 42 ár var ennfremur lækkað úr 5% í 4%. Lög þessi tóku til framlags til sjóðsins á árinu 1941. —Samkv. lögmium um verkamannabústaði hafa starfað, eða starfa, tvö byggingarfélög hér í bæ, Byggingarfélag verkamanna, stofnað 4. apr. 1930 (nefnist Byggingarfélag alþýðu síðan 14. apríl 1935), og Byggingarfélag verkamanna, stofn- að 5. júlí 1939. — Félagið frá 1930 vildi ekki beygja sig undir hið nýja fyrirkomulag á skipun fé- lagsstjórnarinnar, samkv. brbl. frá 1939. Félagið gat því ekki fengið lán úr byggingarsjóði til starfsemi sinnar, og frekari útþensla þess stöðvaðist. Starfsemi þess síðan hefir verið bundin við Það eitt, að fullnægja þeim skuldbindingum, sem það þegar hafði tekizt á hendur. Á vegum þessa félags hafa verið alls byggð 44 hús, í þremur flokkum, (sbr. töfluna hér að framan) með alls 172 íbúðum, 37 þús. ma að rúmmáli, eða um 216 m3 pr. íbúð. 1 þessum húsum bjuggu 862 bianns við manntal haustið 1944, eða um 5 manns í íbúð að meðaltali. Félagið fékk alls 1593962,38 kr. lán úr byggingarsjóði, í þremur flokkum, 1. fl. 1932 469463,38 kr., 2 fl. 1935 433228,00 kr. og 3. fl. 1937 691271,00 kr. Lánin eru öll veitt til 42 ára. Ársgjöldin eru nú 5% af þvi, sem lánin voru i upphafi. — Á vegum félagsins frá 1939 hefir þegar verið byggt 31 hús, með 124 ibúð- uai, 28,9 þús. ma að rúmmáli, eða 232 m3 pr. íbúð. Ibúatalan í þessum húsum var 718 við manntal haustið 1944, eða um 5,8 manns í íbúð til jafnaðar. Félagið hefir nú í byggingu 10 hús, með alls 10 íbúðum. Sennilega verða allar íbúðirnar með þremur íbúðarherbergjum. Lánin, sem félagið hefir alls fengið hjá byggingarsjóði, eru 3835 þús. kr., vegna þeirra þriggja flokka húsa, sem þegar hafa verið byggðir. Þessi upphæð kann að breytast eitthvað, þegar endanlega verður séð, hver byggingarkostnaður húsanna í tveimur síðustu fl. verður (hann er að nokkru leyti áætlaður í töflunni). Til þessa hefir aðeins verið greitt af láninu í 1. fl., sem var upphaflega 590 þús. kr. í>ess má geta, að útborgun húseigenda i tveimur síðustu fl. er miðuð við 25% af byggingar- kostnaðinum, og hafa þeir greitt 10 þús. kr. vegna minni íbúðanna og 15 þús. kr. vegna þeirra stærri, en endanlega upphæðin ákveðst síðar. — Afgjaldið eftir íbúðirnar er eðlilega nokkuð mis- munandi eftir því, á hvaða tíma húsin hafa verið byggð. 1 afgjaldinu er innifalið: Vextir, afborg- anir, lóðarleiga, skattar, brunatrygging, viðhald utanhúss o. fl. smávegis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Árbók Reykjavíkurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Reykjavíkurbæjar
https://timarit.is/publication/1047

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.