Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Page 12

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Page 12
82 HELGAFELL Gunnlaugur Scheving í vinnustofu sinni í heiminum, já og öllum fjáranum, að menn fá aldrei svalað þorsta sínum, gefa sér aldrei tóm til að setjast niður og vera einir með kyrrð sinni. Vandinn er sá að kunna sjálf- ur að fvlla út þessa kyrrð sína; láta ekki alla aðra gera það fyrir sig. Þeir, sem eru á sífelldum þönum eftir einhverju, sem eng- inn veit hvað er, minna mig einna lielzt á mann, sem er að reykja sígarettu og finnst hann ekki vnnta ncitt nema tóbak. Lista- maðurinn á að sækja andann í verk sitt, inn í sjálfan sig og einveru sína. Inn i tómleik- ann. Listin er einmitt í því fólgin að fylla út þennan tómleika. Svo má leita á náðir annarra, þegar maður er korninn í strand. En þú varst að spyrja urn hvað væri list. Mér hefur einhvern tíma dottið í hug, að allt það væri list, sem vel væri gert. Allt það sem leitaðist við að fylla einveruna, tóm- leikann og kyrrðina með lífi og fegurð. Ef

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.