Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Page 15

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Page 15
HLUTFALLIÐ MILLI LÍFS OG DAUÐA 85 til Gunnlaugs. Iíann liafði skoðað málverkin nokkra stund, en nú snakaði hann sér allt í einu að bekknum, þar sem við sátum, og sagði feimnislega: — Eruð þér listamaður- inn? — Já, svaraði Gunnlaugur jafnfeiminn og hinn. — Ég er sveitamaður austan af Eskifirði, sagði aðkomumaður og fór dá- lítið hjá sér, ég hef alltaf dáðst að mynd- unum yðar. Ég þakka vður fyrir þær, ég sé þér eruð Islendingur. — Nújá, sagði Gunnlaugur Scheving í vandræðum sínum, en hinn kvaddi og hraðaði sér út. Þegar hann var farinn, sagði ég við Gunnlaug. — Hann sagði þú værir íslendingur. Gunnlaugur svaraði: — Já, hann sagði það. Mér var sagt, að Kjarval hefði verið hér í gær. Einhver ó- kunnugur maður gekk að honum og gat ekki stillt sig um að ávarpa hann: Heill sé þér, meistari, sagði liann. Kjarval svaraði: — Þakka fyrir, sömuleiðis. Svoleiðis hefði ég viljað geta svarað þessum unga Eskfirðingi. Ég sagði: — Ég held hann hafi sagt þú værir Is- lendingur, af því þú rnálar ekki afstrakt. Gunnlaugur svaraði: — Já, líklega. Ég spurði: — Hvaða munur er á afstrakt íslendingi og fígúratífum íslcndingi? Gunnlaugur brosti. Svo sagði hann: — Ég held sá tími komi, þegar ekki verð- ur lengur greint á milli þessara íslendinga. Ég held sá tími komi, þegar fólk getur séð mun á innlendri og útlendri afstraktlist. Ann- ars hef ég orðið fyrir miklum afstraktáhrif- um. Ég er alæta. Valtýr Pétursson kom inn í sömu andrá.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.