Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 27

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 27
ÞJÓÐ Á KROSSGÖTUM 97 og raun ber vitni. Hitt skiptir |)ó ekki minna máli, að með tilkomu þeirra hefur verið sett af stað þróun, sem ef til vill á eftir að gjör- breyta öllu efnahagskerfi heimsins. Mikilvægast þessara svæðabandalaga hing- að tii hefur verið Efnahagssamvinnustofnun Evrópu (O.E.E.C.), sem sett var á fót 1948. Fvrir forgöngu hennar og með samvinnu og gagnkvæmri aðstoð þátttökuríkja hefur á þeim tíma, sem síðan er liðinn, tekizt að afnema að mestu höft á viðskiptum milli þátttöku- ríkja og koma á skiptifrelsi í gjaldeyrisvið- skiptum þeirra á meðal. Innan O.E.E.C.-svæðisins hafa þar að auki myndazt minni svæðabandalög, sem hafa að markmiði enn nánari efnahagssamvinnu. Elzt þeirra er Benelux, bandalag Hollands, Belgíu og Lúxemborgar, sem nú er orðið fu 11 - komið tollabandalag. Enn víðtækara er tolla- bandalag sexveldanna, það er að segja Frakk- lands, Þýzkalands, Ítalíu og Benelux-land- anna, sem bvrjaði að koma til framkvæmda 1. janúar þetta ár. Svo sem kunnugt er, hafa tilraunir til myndunar Fríverzlunarsvæðis allra O.E.E.C.-ríkjanna strandað í bili, en í stað þess eru nú horfur á myndun sjö ríkja fríverzlunarsvæðis, er nái til Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Bretlands, Austurríkis, Sviss og Portúgals. Loks má geta þess, að um langt skeið hefnr verið unnið að nndirbúningi að stofnsetningu tollabandalags Norðurlanda, þótt enn hafi ekki verið teknar lokaákvarð- anir um það. Það er nauðsynlegt, áður en lengra er liald- ið, að reyna að gera nokkra grein fyrir or- sökum þcssarar þróunar. Enginn vafi er á því, að mikilvægar stjórnmálalegar ástæður hafa átt hér hlut að máli, sérstaklega er sú skoðun sterk á meginlandi Evrópu, að æski- legt sé að stofna meðal Evrópuþjóða ný bandaríki, er geti komið endanlega í veg fyrir fjandskap og styrjaldir milli Evrópuþjóða, og myndað nýtt stórveldi, er stæði Banda- ríkjunum og Rússlandi jafnfætis. En þótt þessar ástæður hafi vafalaust ýtt undir mynd- un tollabandalags sexveldanna, eru það áreið- anlega ekki þær, sem eru sterkustu rökin fyrir svæðasamstarfi í efnahagsmálum, enda eru margar þjóðir innan O.E.E.C. þessum hugmyndum algjörlega andvígar. Það er lítill vafi á því, að meginrökin fyrir efnahagslegu svæðasamstarfi eru liagfræðileg, og skilning- ur manna á þeim er byggður á reynslu und- anfarinna ára. Skal nú drepið á nokkrar meg- inröksemdir fyrir svæðasamstarfi í efnahags- málum og myndun stærri viðskiptaheilda. GrundvöIIurinn er sú meginkenning hag- fræðinnar, að með frjálsum viðskiptum milli þjóða sé stuðlað að betri nýtingu framleiðslu- þáttanna með fullkomnari verkaskiptingu milli þjóða og sérhæfingu þeirra í þeirri fram- leiðslu, sem mestan afrakstur gefur á hverj- um stað. Á þennan hátt er hægt að tryggja meiri framleiðslu og betri lífskjör öllum þjóð- um til handa. Það er enginn vafi á því, að tækniþróun undanfarinna áratuga hefur sízt dregið úr gildi þeirra kenninga. Með auk- inni tækni verður nauðsyn sérhæfingar æ meiri jafnframt því, sem framleiðsluaðferðir verða flóknari og hinar hagkvæmustu fram- leiðslueiningar í hverri grein stækka. Af þessu hefur leitt, að í fjölda greina eru aðeins mjög stór fyrirtæki samkeppnishæf, vegna þess að þau geta bæði nýtt til fulls stórvirk fram- leiðslutæki og framleiðsluaðferðir og lagt í þann gífurlega kostnað, sem er nauðsynlegur til þess að geta fylgzt með í tækniþróun, sem krefst síaukins vísinda- og rannsóknarstarfs. Nú er svo komið, að jafnvel stærstu þjóðum Evrópu finnst heimamarkaður sinn of þröng- ur til þess að gera þeim klcift að keppa við Bandaríkin í þessum efnum. Enn ])á meiri þörf er þó smáþjóðum að eiga frjálsan að- gang að stórum, erlendum mörkuðum, cf þær eiga að geta haldið lífskjörum sínum til jafns við stórþjóðirnar. Því má að sjálfsögðu halda fram með réttu, að niðurstaða jiessarar röksemdafærslu væri sú að koma ætti á tollfrjálsum viðskiptum milli allra þjóða heims, eins og fyrir mönnum vakti með fríverzlunarkenningum 19. aldarinnar. Reynslan af efnahagserfiðleikum áranna milli heimsstyrjaldanna hefur hins vegar sýnt mönnum fram á, að frjáls viðskipti cru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.