Alþýðuhelgin - 18.06.1949, Blaðsíða 8

Alþýðuhelgin - 18.06.1949, Blaðsíða 8
•168 ALÞÝÐUHELGIN samkvæmiskjólnum. Hermann horfði á visnaða og skorpna fætur gömlu konunnar. Loks var hún klædd í náttkjól og látin á hana nátthúfa. í þeim búningi, sem betur hæfði aldri hennar, var hún ekki eins andstyggi- leg og í öllu stássinu. Greifafrúnni var líkt farið og mörgu gömlu fólki. Hún átti bágt með svefn. Ilún fór því ekki beint í rúmið, heldur settist í hægindastól úti við gluggann. Síðan voru ljósin slökkt, og herbergisþernurnar fóru út. Lagði aðeins daúfan bjarma frá lampanum, sem stóð fyrir framan ár- salinn. Gamla konan, bleik og skorpin, ruggaði sér fram og aftur í hæginda- stólnum. Hún var í Iiálfgei'ðu móki, og stóllinn virtist ruggast algerlega vélrænt, en ekki stjórnast af vilja hennar. Skyndilega færðist líf í þetta hálf- dauða hrör. Hún hrökk upp úr móki sínu. Fyrir framan hana stóð bráð- ókunnugur maður! — f guðanna bænum, verið ekki hræddar! Það er ekkert að óttast! sagði Iicrmann. Ég ætla ekki að gera yður illt, heldur kcm ég hingað til þess að biðja yður að gera mér greiða! j •» '<* Gamla konan horfði þegjandi á hann, eins og hún heyrði ekki hvað hann segði. Hermann hélt að það stafaði af því, að hún væri orðin heyrnarsljó. Hann laut niður að lienni og cndurtók sömu orðin. Greifafrúin þagði sem áður’. — Þér getið skapað gæfu mína, hélt Hermann áfi'am. Ég veit, að þér þekkið nafnið á þremur spilum, sem Hermann þagnaði. Greifafrúin virtist nú skilja, hvert hann var að fara. Það var eins og hún leitaði að svari. — Það var aðeins spaug, sagði hún að lokum. Trúið mér, það var spaug, og ekkert annað. — Maður spaugar ekki með slíkt, sagði Hermann hvasst. Og þér hjálp- uðuð Tjaplinskij til að vinna. Greifafrúin gerðist nú óróleg. Það var auðséð, að orð Hermanns höfðu komið licnni í uppnám. En þetta var aðcins í svip. Svo féll hún aftur í sama deyfðarmókið. — Ætlið þér að nefna spilin? Greifafrúin þagði. Hermann hélt áfram. — Hvers vegna viljið þér endilega varðveita þetta leyndarmál? Handa barnabörnum yðar? Þau eru nógu rík fyrir, og kunna þar að auki ekki að meta peninga. Eyðsluseggir hafa ekkert að gera með leyndarmálið. Þeir, sem ekki kunna að gæta arfs síns, hljóta að deyja sem félausir ræflar, þótt þeir kunni ótal djöfla- brögð. Ég er engin eyðsluseggur, ég kann að meta peninga. í mínum höndum verða spilin ekki misnotuð. Verið þér nú skynsamar! Hermann þagnaði. Titrandi á beinunum beið hann eftir svari. Greifafrúin mælti ekki orð frá munni. Hermann féll á kné. — Hafi hjarta yðar nokkru sinni þekkt ástríðu ástarinnar, hafi mann- legar tilfinningar nokkru sinni búið yður í brjósti, þá særi ég yður við allt, sem yður er ástfólgið og heilagt að verða við bæn minni. Segið mér leyndarmálið. Ef til vill hafið þér veðdregið yður iiinu illa, fórnað sáluhjálp yðar, selt yður djöflinum. Gleymið eigi, að þér eruð gömul, þér eigið ekki langt eftir ólifað, ég er reiðubúinn að taka synd yðar á mínar hcrðar. Trúið mér fyrir leynd- armálinu! Lífshamingja mín er í yð- ar höndum. Ekki aðeins ég, heldur börn mín og barnabörn munu blessa minningu yðar . . . Greifafrúin þagði sem steinninn. Hermann spratt á fætur. —• Nornin þín! hvæsti hann. Ég skal neyða þig til að tala! Hann dró skammbyssu upp úr vasa sínum og miðaði henni á gömlu konuna. Þegar greifafrúin sá skammbyssuna, virtist hún lifna við aftur. Hún titraði, baðaði út hend- inni, eins og hún vildi slá af honum vopnið. Svo hvarf henni allur mátt- ur, og hún hneig aftur á bak í stól- inn. — Hættið þessum heimskulega þráa, sagði Hermann og greip hönd hennar. Nú spyr ég yður í síðasta sinn: Viljið þér nefna spilin? Já eða nei! Greifafrúin svaraði engu. Hún var dáin. Niðurlag sögunnar birtist í næsta blaði). SMÆLK! IIIÐ NÝJA SKÁLDAKYN. Svo kvað síra Björn Halldórsson í Laufási um hið nýja skáldakyn á sinni tíð: Með himinljósa leiftursíum og logpvanda reginhvin fer hvítfyssandi á hróðrardýjum sem hrönn hið nýja skáldakyn. En hvar er andi, hvar er mergur og hugvits unn, af djúpi’ er rís? Æ, kemur enginn, er þér bergur úr eldaflaumi, bragadís? $ i'fi GRUNDAR DÓMA. Þessi snjalla sléttubandavísa, sem breytist í hið mesta níð ef hún er lesin aftur á bak, er af sumum talin vera cftir Jón Sigurðsson sýslumann, höfund Tímarímu, en kveðin um Odd lögmann Sigurðsson: Grundar dóma, livergi hann hallar réttu máli. Stundar sóma, aldrei ann örgu pretta táli. Sé vísan lesin öfugt, verður hún svona, eins og allir geta séð: Táli pretta örgu ann, aldrei sóma stundar. Máli réttu hallar hann, hvergi dóma grundar. Aðrir telja vísu þessa vera eftir síra Jón Þorgeirsson á Hjaltabakka> íöður Steins biskups á Hólum oS þeirra mörgu systkina. Sira Jón átti 34 börn! *>• * * STÖKUR. Fyrri vísan var kveðin þegar skömmtun á vefnaðarvöru og fatn- aði var tekin upp, en síðari vísan þegar stöðvuð var sala á hvorU tveggju: Komin er þjóð í krappa nauð, kelur gróðahrókinn. Nú er orðið náðarbrauð, náttkjóllinn og brókin. Bráðum sérðu bóndi minn, beran gróðahrókinn, því nú er ei falur náttkjóllinn, og nú fæst ekki brókin. X.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.