Alþýðuhelgin - 18.06.1949, Blaðsíða 16

Alþýðuhelgin - 18.06.1949, Blaðsíða 16
176 ALÞÝÐUHELGIN Albert Engström var ekki sérlega hrifinn af danskri tungu. Raunar var það margt, sem hann skopaðist að um dagana, en víst er það, að dansk- |£p fór engan veginn varhluta af háði hans og spotti. Einhverju sinni sagði hann: „Dönsku skil ég ekki. Ég get að vísu lesið hana á bók, cn þegar hún er töluð, botna óg cltki í neinu. Ég hef lagt mig allan fram, staðið á önd- inni og rembst við að skilja það. sem danslcir menn, en þó cinkum dansk- ar konur hafa verið svo elskulég að segja við mig. En tungumál þetta er óskiljanlegt hverjum Svía, nema þeim örfáu, sem fæddir eru tungu- málaséní. Orð eins og Amager, sem sýnist ákaflega auðvelt viðskiptis og ' sakleysislegt á pappírnum, virðist borið fram e-meli. Satt að segja heyrast mér öll dönsk orö vera borin fram cnieh, að undanteknum fáein- um, sem hljóma eins og eli. Þegar ég heyri stóran og föngulegan karlmann, e. t. v. þriggja álna lögregluþjón, tala þetta ungbarnamál, finnst mér það hljóti að vera hægur ■ vandi að sigra hann í slagsmálum.“ GÍSLI KONRÁÐSSON. Þegar Gísli Konráðsson var í Flatey á gamals aldri, bjó hann í kompu einni í Norskubúð, er svo var kölluð. Ritaði hann þar hvíldar- laust að telja mátti. Sat hann í krók litlum vestan við stofugluggann, en gaflinn á rúmi hans til vinstri hand- ar. Borðið var undir glugga með fjórum vænum rúðum. En við syðri hliðina voru kassar með bókum, er mynduðu bókaskápa. Tvær kerlingar voru í austurenda baðstofunnar. Hét önnur Þóra. Ein- hverju sinni, þá er Gísli var hátt á níræðisaldri, gekk hann yfir til Þóru og leit á bandverk hennar. Kvað hann síðan stöku þessa: Kalla ég fjandans klúðurspjöll klofið band og lykkjuföll, sín ef vandar seimaþöll svona handaverkin öll. (Saga Snæbjarnar í Hergilsey.) * * í: DUYKKJUVÍSA. Eftirfarandi vísu orlu þeir í sam- einingu Bjarni Thorarensen og Hall' grímur Scheving; Hallgrímur byrjaði en Bjarni botnaði: Mætari enga mey eg sá rpínu flöskutetri; þá ægisheimi eigra eg frá að entum lífsins vetri skulu haug minn skatnar á skrifa gullnu letri: flöskustút hélt seggur sá svanna vörum betri. Franskur rithöfundur sagði ein* hverju sinni um Mirabcau: „Hann gerir allt fyrir peninga. jafnvel það, sem golt er.“ Ritstjóri: Stefán Pjctursson.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.