Alþýðuhelgin - 18.06.1949, Blaðsíða 15

Alþýðuhelgin - 18.06.1949, Blaðsíða 15
ALÞÝÐUHELGIN 175 Þá er vísa, er Árni kvað um Norð- mann einn, er honum þótti mikið til koma: Mun hans uppi minning góð meðal Noregs lýða, meðan í Björgvin byggir þjóð og bárur á viði skríða. Þriðja vísa Árna er mælt fram í ganmi við Pál Vídalín, er þeir sátu eitt sinn að drykkju: Skylt er víst að skýri ég skötnum satt frá Páli, sá hefur orðið margri mjcg meyjunni að táli. * * « VÍSA BJÖttNS SEKRETERA. Björn sekreteri Stephensen á Esju- bergi var maður vinsæll og valmenni. Einhverju sinni var hann sladdur viti í Viðey lijá Magnúsi konferenzráði b’róður sínum. Gengu þcir bræður á tal saman út í kirkjugarð að leiði Ól- afs stiftamtmanns, föður þeirra. Þótti þeim nokkuö sinn veg hvorum, og að lyktum varpaði Björn fram þessari bögu, er hér fer á eftir. Er það haft eftir Oddgeiri konferenzráði, syni Björns, að aldr.ei hafi föður sínum oftar orðið Ijóð aí munni. Faðir minn sigursæli, sofðu nú hérna, lagsmaður, s þér tíðum þótti ódæli þinn langi Björn strákur. Klaustrið íús ’kveð.ég kalda, kvalahús það margfalda, ■ er sultur og iús særir um aldir alda. (lluld.) EttÁ BIRNI GRÍMSSVNI. Björn málari Grímsson (d. um 1635) prests í Hruna Skúlasonar var úndarlegur í háttum. Kom hann einn vetur í leysingum ríðandi óðfluga austur ao Skógum tii Höllu f.ystur sinnar og baö hana að lja sér eina vinnukonu sína til fylgjulags, og vildi hvergi vcra um nóttina nema í birkjunni, og taldi að það afkvæmi S1lt, er svo væri getið, mundi að nokkuru merkilegt verða. Scgir sag- an að þessu færi fram, og væri í Skógakirkju getinn Þorsteinn, sonur Ejarnar, prestur á Útskálum, forn- oskjumaður mikill og galdraseggur. (Þjóðs. J. Þork.) ÞJÓÐLÍFSMYNDIR Gamalt kvæði. Höf. ókunnur. Bændurnir brúka borðahatt, bændurnir gjalda kóngi skatt, bændur í orfið binda ljá, bændur gæðingum fljúga á, bændurnir húsin byggja ný, bændurnir ríða kaupstað í. Prestarnir hafa parruk hvítt, prestarnir kenna orðið títt, prestarnir oft á pelann fá, prestarnir skíra börnin smá, prestar samtengja pilt og mey, prestar afleysa hvínn og grey. Biðillinn brúkar borðahatt, biðillinn ríður hesti glatt, biðillinn finnur blómarós, biðillinn leiðir með sér drós, biðillinn ber upp bónorðsskrá, biðillinn stendur fattur þá. Brúðguminn sækir bráðan hest, brúguminn finnur mætan prest, brúðguminn segir: „Býð ég þér brúðargestur þú sért hjá mér, brúðhjónin saman banga nú, brúðarsængina krossar þú. ENGIEL í KIRKJUNNI. Síra Eyjólfur Jónsson, er þjónaði á Snæfjallaströnd um og eftir mið- bik 19. aldar, var drykkjumaður all- mikill ög gat þá orðið nokkuð .fyrir- ferðarmikill. Embættisverk fóru hon- um vel úr hendi, einkum þótti hann ágætur prédikari, er hann lagði sig fram. Svanhildur Þórisdóttir, er til Ameríku fór síðar og sagt var að Indíánar hefðu ráðizt á og flett höf- uðleðri, var svarkur í skapi og orð- hákur, en allvel skynsöm. Síra Eyj- ólfur spurði hana einhverjú sinni að lolcinni messu, hversu henni hefði- líkað ræða sín. Hún svaraöi þegar: , Þér eruð en'gill í kirkjunni, en djöfúll þar fyrii utan. ER JÓN HEIMA? Björgu, dóttur Rifs Jóku. heyrðist kallað á gluggann að Múla í Núpa- sveit: ,,Er Jón heima?“ Hún þorði eigi að svara. Örstuttu síðar var Jón Björnsson maður hennar dáinn. (Þjóðs. Sigf. Sigfússonar.) Yngismenn hafa annan sið, yngismenn tala stúlkur við, yngismenn kyssa ungar frúr, yngismenn sofa hjá þeim dúr, yngismenn barmi opnum slá, yngismenn prýða fötin blá. Húsfreyjur skammta hollan mat, húsfreyjur bæta rifið fat, húsfreyjur skattinn hjúum fá, húsfreyjur kefla tröfin smá, húsfreyjur skyrið hleypa nýtt, húsfreyjur stunda búið títt. Askana bera ungar frúr, askarnir komast fram í búr, askarnir drafla öðlast skyr, askana skafa spænirnir, askana lauga ágæL fljóð, askana bakar mjólkm géc'. Mjólkin úfþennur meyjarkvið, mjólkina drekkur húsgangslið, mjólkin ungbörnin metta kann, mjólkin nærir vel dauðþyrstan, mjólkina sumir meta ei par, mjólk gerir pikitr st.élvisnar. Draflann eldsúran dýrka fijóð, draflinn er svöngum hressing goð drafli rauðvelgdur dámar vel, draflinn meyjanna þéttir stél, draflann ei húsgangs dónar fá, draflakjúkunni reknir frá. Meyjarnar eyða matnum titt, meyjarnar prjóna lesið nýtt, meyjarnar hafa mjúkan kvið, meyjarnar elta sveinalið, meyjarnar lierða mittisbönd, meyjarnar raka slægjulönd. Karlarnir berja krumpinn sláp, karlarnir brúka mikið ráp, karlar þæfa með kampinn grá, karlarnir egg í launin fá, karlarnir flétta kúabönd, karlarnir moka fjósalönd. Rassvisinn töglar roðin hörð, rassvisinn herðir náragjörð, rassvlsinn drekkur rjóma ei, rassvisinn aldrei kyssir mey, rassvisínn vísur raulað gat, rassvisinn oft í myrkri sat. -■Ia. -i ^ I

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.