Alþýðuhelgin - 18.06.1949, Blaðsíða 10

Alþýðuhelgin - 18.06.1949, Blaðsíða 10
170 ALÞÝÐUHELGIN j Krónborgarkasfeli á Helsingaeyri ogumhverfi hans. Eins og kunnugt er, lætur Shakespeare leikrit sitt, Hanv let, gerast í Krónborg. Myndin er tekin úr lofti. Íyíir bónda sínum. Líkaði síra Þor- leifi það illa, og vildi vís verða, hvað satt væri í því. ífann þýr nú ferð sína þangað, er systir hans bjó, og hafði með sér fylgdarmann. Segir ekki af ferðum hans fyrr en hann kemur allnærri heimili Ingibjargar, þá var liðið á dag, og lét síra Þorleif- ur tjalda og kvaðst þar mundu nátt- stað hafa. Sendir síðan einn manna sinna til mágs síns, að segja honum að búast við þarkomu sinni að morgni. Sjálfur býr hann sig í tötra og torkennir sig sem mest, og stumr- ar svo um kvöldið heim að bæ systur sinnar. Biður þar gistipgar og var tekið heldur þurrlega. ;,Fólk svaf lengi í rökki'i, en er kveikt var, kem- ur húsbóndinn með plögg og biður gestinn að þæfa. Líður svo til vöku- loka. Eru þá gestinum bornar flautir í litlum aski. En þegar fara á að hátta, kemur húsbóndi að skoða þófið, og hafði það ekki gengið. Brást húsbóndi reiður við og slær gestinn með plöggunum, kvað ekki slíkan letingja hýsandi. Þegar fólk var komið í svefn, kom stúlka til gestsins og færði honum mat og segir: ,,Þetta bað húsmóðir mín mig að færa þár.“ Hann bað hana að skila þakklæti til konunnar og gerði við matinrt sem honum sýndist. Hann fer á fætur í býtið um morg- uninn og á undan öðrum; fór nú til sinna manna og kastar stafkarls- gervinu. Snemma dags kemur síra Þorleifur með fylgdarmönnum sín- um til mágs síns. Gekk bóndi út á móti honum og fagnaði honum vel og bað hann velkominn. Gerir veizlu mót honum og var síra Þorleifi veitt kappsamlega og bóndi hinn kátasti. Þá segir síra Þorleifur: „Mikill mun- ur er á þessum veitingum og þeim, er ég féklc hér í gærkveldi.“ Bóndi spyr, hvort hann hafi þar fyrri komið. „Já,“ segir Þorleifur, „ég er sá sami förukarl, er hjá þér gisti í nótt og þú barðir í gærkveldi. Er það nú erindi mitt, að taka systur mína frá þér, því ég get eigi þolað að hún sé gift slíkum nirfli og níðingi sem þú ert.“ Bónda varð mjög hverft við og bað síra Þorleif vægðar og fyrir alla muni að taka ekki frá sér konuna; það félli sér þyngst. Síra Þorleifur segir: „Ef þú v.ilt heita því héðán af að láta' hapa sjálfráðia að gera það gott ér hún vill og efni ykkar leyfa, þá skal ég láta kyrrt liggja.“ Varð bóndi að heita öllu góðu, og það efndi liann síðan og var mjög eftirlátur konu sinni. Síra Þorleifur þótti hinn frægasti kennimaður sinnar tíðar, og skal hér segja eitt dæmi um það, hve mikla trú menn höfðu á krafti kenningar hans. Siglufjarðarskarð er mill1 Fljóta og Siglufjarðar. Sjálft skarðið er örmjótt, og einstigi upp og niður- Þar hafði sá ófögnuður legið í landi síðan á öndverðri 17. öld, að menn urðu þar iðulega bráðdauðir. Þóttust menn sjá í loftinu yfir skarðinu loft' sjón einhverja, er var í líking' vio svartan skýflóka og í lögun áþek< strokki. Sást þessi loftsýn jafnt uu-1

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.