Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Qupperneq 7
ALÞÝÐUIíELGIN
215
sem er mikið notað til þess að eyða
of miklum sýrum.
*
Algengt kínverskt berklalyf er
búið til á þennan hátt:
Maginn úr nýslátruðum grís er
fylltur með eftirfarandi: mold, sem
tekin er við norðurvegg musteris,
grasvisk, sem vaxið hefur í skugga,
lifandi smá-skjaldböku, lifandi
pöddn, afklipptum nöglum allra
fingra, nema litla fingurs, nokkrum
hárum, ösku brenndra goðamynda
og seyði af „kraftrótum11. Sjóðist í
nokkrar klukkustundir.
Dr. G. C. Basil, fyrrverandi for-
stöðumaður sjúkrahúss eins í
Chungkong, telur, að efnin, sem eru
uppistaðan í þessu lyfi, geti áreiðan-
lega reynzt vel gegn berklurn. Hann
bendir á, að úr moldinni hafi fengizt
málmsölt, fjörefni úr grasinu, eggja-
hvítuefrú úr skjaldbökunni, kalk úr
nöglunum og trékol úr öskunni.
Kraftræturnar drógu úr sársauka.
Læknar nútímans hafa komizt að
raun um, að seyði af svínsmaga er
gott lyf við blóðleysi. Dr. Basil seg-
ir enn fremur, að soðin asnahúð,
sem oft er notuð við blóðsjúkdóm-
Um, hafi inni að halda þýðingarmik-
il, styrkjandi efni.
*!»
Dr. Frey, sem var í hjúkrunarliði
kínverska hersins á stríðsárunum,
segir svo í skýrslu til kínversku
bjálparnefndarinnar í New York:
„Með rannsóknum og tilraununum
höfum við sannfærzt um, að mikið
af kínversku lyfjunum eru verjanleg
vísindalega, enda þótt enginn kín-
Verskur læknir hafi hugmynd um,
hvers vegna þau eru það.“
Ham Din er þessu sammála.
„Öldum saman hafa Kínverjar
Uotað eins konar myglu, er þeir
uefna „Quoon“, til þess að draga úr
sársauka við lekanda og syfilis,“
segir hann. ,,En það leið langur
tínii, þar til penisillinið var upp-
götvað."
Læknar undruðust líka mjög,
hvers vegna Kínverjar nota sels-
hreifa. Nú hefur komið í ljós, að
sundfit hreifanna er auðug að fjör-
efnum.
í þúsundir ára hafa Kínverjar
vitað, hvað læknaði sjúkdóma. Nú
skýra hvítu læknarnir okkur frá
Því, hvers vegna lyf okkar eru svo
áhrifamikil.“ Þýtt.
Á þeim tímum, þegar vegur Jóús
biskups Arasonar var sem jnestur,
og hann þóttist hafa alla landsmenn
á valdi sínu, nema „hálfan annan
kotungsson", var það annað en gam-
an að rísa öndveröur gegn honum
eða áreita hann í neirsu. Þeir menn,
sem tengdir voru vináttu- eða
skyldleikaböndum við höfuðand-
stæðinga biskups, svo sem Martein
Einarsson eða Daða í Snóksdal,
máttu gá að sér, ef þeir vildu halda
frelsi og fjöri.
Um þetta leyti bjó Brandur Ein-
arsson á Snorrastöðum í Snæfells-
nessýslu. Hann var röskleikamaður
mikill 03 xak stórt bú. á jörð sinni.
Ekld var hann áleitinn við nágrann-
ana, en sökum vináttu og frændsemi
við Daða í Snóksdal hafði hann veitt
ho.ium að málum og verið fylgjend-
um Jóns biskups óþægur ljár í þúfu.
Fyrir þessar sakir báru biskups-
menn til hans þungan hug og voru
ákveðnir í að veita honum ráðningu,
þegar færi gæfist.
Einhverju sinni var það á yfir-
reiðum biskups, að leið hans lá um
Snæfellsnes, ekki langt frá Snorra-
stöðum. Urðu þá ýmsir til að minna
á það, að þar sæti fjandmaður bisk-
ups, sem gjarnan mætti hegna fyrir
mótþróa sinn og misgerðir. Var það
brátt ákveðið að ríða heim á staðinn
og finna Brand í fjöru, svo að hann
ræki minni til þess, hverjir komið
hefðu.
Brandur bóndi var verkmaður
mikill og áhugsasamur um alla bú-
sýslu. Dag þann, sem biskup og
menn hans riðu um Snæfellsnes,
vann hann að því, ásamt vinnu-
mönnum sínum, að byggja útihús
nokkurt. Hlóðu þeir veggi þess úr
grjóti og torfi. Þegar þeir voru að
þessu starfi, sjá þeir allt í einu stór-
an hóp manna ríða heim að bænum.
Þekkir Brandur brátt, að þar er Jón
biskup Arason á ferð, og væntir sér
lítils góðs af komu hans.
Maður sá, sem forustuna hafði
fyrir veggjahleðslunni, var snarráð-
ur mjög og hugkvæmur. Kvað hann
það eitt til ráða fyrir Brand, ef hann
vildi losna við hirtingu biskups-
sveina, að skipta klæðum við strák
þann, sem flutti moldai-hnausana úr
flaginu, og taka við verki hans
Gerði Brandur þetta, þótt nauougur
væri, því hann átti ekki um marga
kosti að velja, úr því sem komið var.
Skömmu síðar komu biskupsmenn
og létu ófriðlega. Spurðu þeir eftir
> Brandi, töldu hann maklegan þess,
að hljóta hrakninga nokkra, og
höfðu mjög í heitingum. Var þeim
sagt að hann væri ekki heima, en
þeir tortryggðu það. Létu þeir illa
við konu Brands, og hótuðu hinu
versta, ef hún segði ekki til manns
síns. Fór hún grátandi á fund bisk-
ups og bað hann með mörgum fögr-
um orðúm að þyrma börnum sínum
og heimili. Biskup bað hana þá að
segja hið sanna um það, hvar Brand-
ur væri, en hún lézt ekkert vita um
það. Hélt biskup þá með sveinum
sínum þangað, sem veggjasmiðurinn
var. Það sáu þeir, að hann hamaðist
mjög við hleðsluna og kallaði fast að
hjálparmanni sínum, sem torfið
flutti, og skipaði honum að hraða sér
með hnausana. Hinn fór sér rólega
að öllu, unz hleðslumaður hljóp að
honum, illilegur mjög, og sagði að
sá letingi svikist alltaf um verk sín,
þegar húsbóndi hans væri fjarri
staddur. Síðan þreif hann vettling-
ana af höndum sér, blauta og mold-
uga, og sló þeim af miklu afli á báð-
ar kinnar félaga síns, svo að hann
varð allur svartur í framan. Sá, sem
fyrir barsmíðinni varð, tók þessu
öllu með mestu stillingu og sagði
ekki orð, en biskupsmenn hlógu
dátt. Kom þeim ekki til hugar, að
manngarmur sá, sem hlaut svo
háðulega meðferð, væri Brandur
bóndi, riðu þeir því sína leið. Brand-
ur var hleðslumanni þakklátur fyr-
ir ráðkænsku hans og þóttist vel
hafa sloppið. En eftir þetta var hann
jafnan kallaður „Moldar-Brandur“.
---------------♦----------
Ólafur Magnússon frá Þóru-
stöðum í Bitru kvað:
Á SLÆTTI.
Hér er orðið hart að slá,
hrífu er bezt að taka,
nú er komin nokkur ljá,
nú má fara að raka.