Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Síða 8

Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Síða 8
216 ALÞÝÐUHELGIN Þáttur Jóns Sigurðssonar lögsagnara. 1. LÍTIÐ UM ÆTT JÓNS. Sigurður Dalaskáld bjó að Stóra- ;sk|óai (Þykkvaskógí) og síðan að Miðskógi. Hann var son Gísla Ólafs- sonar á Sauðafelli, Hannessonar í Snóksdal Bjarnarsonar. en kona Bjarnar var Þórunn Daðadóttir bónda/ í Snóksdal Guðmundssonar og Guð- rúnar konu hans. Hannes sonur þeirra Bjarnar og Þórunnar dukkn- aði árið 1627. Höfðu og foreldrar hans drukknað bæði senn í för suður á Seltjarnarnes. En móðir Sigurðar skálds, kona Gísla, var Sigríður dótt- ir Sigurðar prests í Miklaholti Finnssonar frá Ökrum. . . Sú var móðurætt Jóns lögsagnara og skálds: Maður hét Guðmundur og bjó að Húsafelli í Dölum. Hann var son Bjarnar í Skógi og átti Kristínu Brynjólfsdóttur prests í Hjarðarholti Bjarnasonar. Áttu þau þrjár dætur. Síðan átti Guðmundur Guðrúnu Marteinsdóttur Halldórssonar af Áiftanesi. Voru þeirra dætur þrjár; hét ein Kristín. Hana átti Sigurður Dalaskáld, er áður hefur getið verið. Var þeirra son Jón, er nú verður nokkuð frá sagt. Áttu þau og fleiri börn en þau munu lítt hafa komizt á legg. 2. UPPVÖXTUR JÓNS. Jón Sigurðsson var snemma hinn efnilegasti sveinn, og þegar skáld gott á unga aldri. Lítill vinþokki var á með Páli lögmanni Vídalín Jóns- syni og Sigurði Dalaskáldi. Eitt sinn er sagt að Páll kæmi á Stóraskóg eða Miðskóg, þar sem Sigurður bjó, og sá börn Sigurðar allgervileg; sagði hann í glettni við Sigurð: Hvert er þetta þrælalið, ier þyrpist hópum saman? Hvað kom til þess liimnasmið að hafa það svona í framan? Jón Sigurðsson var þá sveinn ung- ur, en nokkuð á legg kominn, og kvað þegar á móti: Það í hug þér láttu leitt, lífs þér herrann kenni, að fleiri mót hann átti en eitt að þér, væskilmenni! Efíir Gísla Konráðsson. En nú er sagt, að Sigurður segði við Pál að svara honum þyrfti hann ei, þegar það gæti hvert barnið. Sagt er Páli fyndist til um hagmælsku og viturleik þeirra feðganna. Jón nam í skóla. Var hann náms- maður mikill, mikill vexti, fríður sýnum og að ölu hinn gervilegasti. Gerðist hann síðan sveinn Odds lög- manns Sigurðssonar. Bjó Oddur á Narfeyri með Sigríði ekkju móður sinni, Hákonardóttur. sýslumanns Gíslasonar lögmanns Hákonarsonar. Var hún stórlynd og skörungur mik- ill. 3. FRÁ IIELGU Á NARFEYRI. Sigríður átti dóttur gjafvaxta, er Helga hét er heima var með móður sinni og Oddi bróður sínum. Jón lagði hug á meyna og svo hún á hann og unnust mjög. Var það fyrst með leyndum miklum, en svo fór. að heimamenn báru það í eyru þeim Sigríði og Oddi, og gazt þeim að því allilla og Sigríði þó verr. Bar það mest til, að henni þótti hann óauð- ugur. Það var siður meyjarinnar, að hún lagði sig til svefns í rökkrum frammi í baðstofu þar sem griðkon- ur hvíldu. Kom Jón þar oft til henn. ar, þvi annarsstaðar var þess vand- lega gætt, að þau fengi ekki við tal- azt, og fór svo fram um hríð. Tók Sigríði nú að gruna þetta og var það þá eitt kvöld, að Sigríður skipaði dóttur sinni að leggjast niður í hvílu sína í herbcrgi þeirra Odds og mælti hcldur harðlcga til, svo mærin þorði ekki annað, en sjálf læddist hún í rúm það, er mærin var vön í að leggj- ast. En fyrir því mærin þorði ei annað en hlýða, fékk hún ei varað Jón við, þó mjög fýsti hana þess, mundi ei heldur dælt að mæla á móti. skipun móður sinnar. Sigríður hafði ei lengi legið í myrkrinu, er Jón kom þar og ætlaði meyjuna þar vera og lagðist niður hjá henni með bliðu að ætla má, áður hann vissi hver vél voru fyrir hann sett og Sigríður sagði, að ei mundi nú svo vera sem hann ætlaði. Má vita að honum brygði í brún, en ei er getið tiltekta hans í það sinn. En þau Sigríður og Oddur þóttust nú vís orðin um ástir Jóns og meyjarinnar. Er það sagt. að Oddur berði á henni að áeggjan móður sínnar heldur ógætilega, því bæði var hann mikill vexti og sterkur og afar skapbráður. En fyrir því að mær- in dó litlu síðar, þunguð að mælt var, í stórubólu 1707, var það kallað af harðþjakan Odds og talið að Jón ætti þungann með henni. 4. JÓN YRKIR TÍMARÍMU. Nú gramdist Jón afar mjög fram- ferðum þessum öllum og vildi fyrir hvern mun hefna sín og meyjarinn- ar á þeim Oddi og Sigríði, og tók það ráð að svala með geði sínu að yrkja um þau kvæði það, er hann kallaði Tímarímu. Hefur hún verið all- nafnfræg síðan. og þykir ei meira níðkvæði ort hafa verið. Hann sýndi Oddi mansönginn, er hann hafði kveðið hann. Ætlaði Oddur það verða mundi hið bezta kvæði og gaf hon- um fjórar spesíur, því ei skorti hann örleik og rausn. En síðan er Oddur sá Timarímu, má ætla að honum gætist lítt að, er hann sá hvar hún stefndi beint á; og verst að enginn kostur var sök á að gefa. Fyrir nokkru birtist hér í blaðinu ,,Brúðkaupskvæði“ Jóns Sigurðssonar sýslumanns í Dalasýslu (tl. 1720) og fylgdu því fácinar upplýsingar um höf- undinn. Til cr í liandriti „Þáttur Jóns Sigurðssonar lögsagnara“ eftir Gísln Konráðsson. Er hann frcmur skemmtilegur, þótt vafalaust megi telja sumt í lionum skyldara þjóðsögum en sagnfræði. Á hinn bóginn eru í þættinum ýmsir útúrdúrar frá aðalefninu, eins og títt var hjá Gísla, er hann þurfti að koma að einhverjum fróðlcik i'rá svipuðum tíma eða af sömu slóðum. Hér a eftir verður þáttur Gísla birtur með allmiklum úrfellingum. Orðfæri hefur cinnig verið vikið lítið eitt við á stöku stað. Þátturinn er liér prentaður eftir afskrift í JS. 124, 8to, t

x

Alþýðuhelgin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.