Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Blaðsíða 15
ALÞÝÐUHELGIN
223
HUGURINN KEIKAR.
Magnús Jónsson prúði var skáld
gott á sinni tíð, svo sem kunnugt er.
Hann orti m. a. Pontusrímur Þar er
þessi vísa í mansöng sjöttu rímu:
Enginn drengja yrkir par,
sem er með þanka sárum.
Hugurinn reikar hér og þar
sem hafskip eitt á bárum.
ÞÓRÐUR OG SMALI.
Einhverju sinni mislíkaði Þórði á
Strjúgi við smalamann sinn og kvað:
Fáðu skömm fyrir fíflslegt hjal,
fúll og leiður glanni.
Héðan af aldrei happ þér skal
hljótast af neinum manni.
En strákur var skáldmæltur líka,
og lét ekki standa á svari:
Rækallinn, bið ég, reisi upp tögl,
rétt sem nú ég greini.
Hafi hann af þér hár og nögl,
hold og skinn með beini.
margrétarvísa.
Magnús lögmaður Jónsson á Ingj-
aldshóli átti dóttur þá, er Margrét
hét. Hún stóð til að erfa Mávahlíð
og Brimilsvelli, og þótti kvenkostur
góður. Um hana kvað Gísli Jónsson:
Held ég bezta hlutskipti
hverjum það til félli,
mega cignast Margréti,
Mávahlíð og Velli.
GAMANKVÆÐI
IIALLDÓRS GUNNLAUGSSONAIl.
Þegar Halldór Gunnlaugsson, síð-
ast héraðslæknir í Vestmannaeyjum,
var læknir Rangæinga (1905-—1906),
var einhverju sinni haldin skugga-
myndasýning í Garðsauka. Um sýn-
ingu þessa orti Halldór brag einn,'
næsta skoplegan, og eru þetta tvær
vísur úr bragnum:
Inngangurinn ekki þótti alveg
gefinn.
Syndum hlaðinn selur maura
seldi hann á 15 aura.
Mynd af Goethe meðal annars
maðurinn sýndi.
Þarfa skýring þá til bjó hann:
„Þessi maður heitir Jóhann.“
Þeir, sem kynnu að eiga brag
þennan í fórum sínum, eru vinsam-
legast beðnir að senda „Alþýðu-
helginni“ afrit af honum. Eru ekki
til fleiri óprentuð gamankvæði eftir
Halldór lækni Gunnlaugsson?
FRÁ þórði strokumanni.
Þennan tíma (um 1803) sat á Ak-
ureyri verzlunarstjóri Þórður Helga-
son, Húnvetningur að ætt. Hafði
hann ungur verið tekinn af volæði í
móðuharðindunum af Stiesen kaup-
manni á Skagaströnd. Ólst hann þar
síðan upp um nckkur ár og hneigðist
hugur hans til verzlunar. Sigldi
hann síðan og komst í kynningu við
Frisch jústisráð í Kaupmannahöfn.
Gerði hann út skip með vörur, er
hann fékk honum til íslandsferðar,
skyldi hann reka þar verzlun fyrir
hann. Líkaði Frisch í fyi’stu vel við
hann og lét hann íæka fasta verzlun
á Akureyri og byggja þar vöruhús.
Var Þói'ður framkvæmdamaður
mikill og brauzt í möi'gu, hafði hann
og sjálfur skip í förum, brotnaði það
við Hrísey aldamótaárið. Gekk þá
Stefán Þórarinsson amtmaður sjálf-
krafa í borgun fyrir hann um þúsund
ríkisdali, útvegaði honum síðan lán
hjá Jóni sýslumanni Jakobssyni 400
í'd. og hjá Vigfúsi sýslumanni Schev-
ing 200 rd. Svo fckk hann og bændur
nokkra auðuga að ganga í sömu
boi'gun. Gei'ðu bæði sýslunxenn og
bændur þetta flestir allnauðugir.
Gazt þeim illa að yfii'læti Þói'ðar og
þótti hann leggja allt of mikið í
kostnað. Komst og orð á að hann
mundi eyða eigum húsbónda síns
meir en góðu hófi gegndi, en með
því að Þórður var bæði skarpvitur
og skjótráður, var sagt, að hann um
hríð gæti dulið hann þess með því
að grípa til ýmissa óleyfilegra með-
ala í reikningsfærslu þeirri, er hann
lagði fyrir hann. Kom þó svo að
lyktum, að Frisch sendi umboðs-
mann sinn með verzlunarskipi út
hingað til að krefja Þórð reikninga
og ganga hart að honum ef hann
stæði eigi í skilum. En sama kvöld
og skipið kom, féklc Þórður sér hest
á laun og ötulan fylgdarmann og
hélt af stað um nóttina, þá er allir
voru háttaðir, á leið suður til
Reykjavíkur. Þá er hann kom þang-
að, var þar skip fyrir að öllu ferð-
búið til útlanda, og mátti eigi tæp-
ara standa að hann næði í það. Þó
tókst honum það og fór hann þegar
fram á það alfarinn. Undir eins um
morguninn eftir að Þórður fór um
nóttina frá Akureyri, voru menn
sendir þaðan, cr áttu að elta liann
og liandsama, en það var um seinan,
því þegar þeir lcomu til Reykjavík-
ur, var skipið, er Þórður fór^mcð,
komið úr augsýn. Voru eigur stroku-
manns þessa síðan seldar og fengu
margir þeii'ra, cr gengið höfðu í
boi'gun fyrir hann, harða útreið.
Kona hans var Oddný Ólafsdóttir frá
Vindhæli Guðmundssonar, systir
Björns Ólsens umboðsmanns á Þing-
eyrum. Voru þeirra dætur Guðrún,
kona Björns sýslumanns Blöndals,
og Soffía, kona Péturs Pétux’ssonar
hreppstjóra í Miðhópi. Það er talið
með öllu víst, þótt litlar séu sönnur
fyrir, að Þórður kæmi nokkru
seinna til Húnavatnssýslu sem skip-
hen'a á fiskiskipi hollenzku, en gei'ði
lítið vart við sig og vildi fá Oddnýju
konu sína með sér, en Björn bróðir
hennar vildi eigi að hún færi, og
vai'ð eigi af því.
(Annáll 19. aldar.)
GUÐMUNDUIt KETlLSSON
OG KJAFTA-SVEINN.
Guðmundur Kctilsson, bróðir
Natans, var gáfumaður og skáld.
Ilann var eigi að ölltx gæfumaðui',
fremur en bróðir hans, hafði enda
eitt sinn verið hýddur fyrir þjófnað.
Einu sinn gisti hann á Geitaskarði,
og varð honum þar samnátta um-