Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2007, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2007, Síða 2
Sól á Suðurlandi Félagssamtökin Sól á Suðurlandi hafa verið iðin við að vekja athygli á hugsanlegri virkjun í Þjórsá en þau vilja meina að áhættumat sé ekki hlutlaust. miðvikudagur 8. ágúSt 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Félagsmaður Sólar á Suðurlandi, Ólafur Sigurjónsson, gagnrýnir áhættumat vegna virkjunaráforma í Þjórsá. Tvær hönnunarstofur koma að áhættumatinu sem munu einnig koma að uppbyggingu virkjunarinnar verði hún að veruleika. Þessu hafnar Helgi Bjarnason, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun, og vill hann meina að vinnu­ brögðin séu eðlileg. SÓL Á SUÐURLANDI GAGNRÝNA ÁHÆTTUMAT „Við eigum rétt á hlutlausu mati í okkar byggð,“ segir Ólafur Sigur- jónsson, einn af félagsmönnum Sólar á Suðurlandi, en samtökin gagnrýna áhættumat sem unnið er að fyrir Hvammsholta- og Ur- riðafossvirkjun. Verkfræðistofurn- ar VST og VGK-hönnun hafa ver- ið ráðnar til verksins. Þær stofur, ásamt Rafhönnun, reka einnig verk- fræðistofuna HRV sem sér um um- hverfismat fyrir hugsanlegt álver í Helguvík. Í frétt, sem birtist í DV fyrir tæpum tveimur vikum, kom í ljós að VGK-Hönnun á hlut í Geysi Green Energy. Það félag keypti hlut í Hitaveitu Suðurnesja fyrr í sum- ar og sagði þá iðnaðarráðherrann, Össur Skarphéðinsson, að tengsl- in væru óheppileg þótt þau vörp- uðu ekki skugga á umhverfismatið sjálft. Milljón tonn af vatni „Það myndi fara hrollur um Reyk- víkinga ef það væri 27 milljón tonna vatnsstífla yfir þeim og það væri spurning hvort vafaatriði félli þeirra megin eða hjá Landsvirkjun,“ segir Ólafur sem vill hlutlaust mat. Hann segir það óeðlilegt að VST og VGK- hönnun sjái um áhættumatið og svo muni sömu aðilar hanna virkjun- ina sjálfa. Að sögn Ólafs spurðu þeir Helga Bjarnason hjá Landsvirkjun hver yrði ábyrgur fyrir matinu. Þá fengu þeir þau svör að það væri Há- skóli Íslands sem færi með matið. Síðar kemur í ljós að það eru þess- ar tvær hönnunarstofur sem fara með áhættumatið. Hann hefur af því áhyggjur að með þessu móti geti niðurstöður úr áhættumati orðið lit- aðar hagsmunum þeirra sem byggja virkjunina. Vinna ekki grunnupplýsingar „Háskóli Íslands er einn af mörgum aðilum sem gefa þessum hönnuðum grunnupplýsingar til þess að nota við áhættumat,“ segir Helgi Bjarnason, verkefnastjóri hjá verkfræði- og framkvæmdasviði Landsvirkjunar. Hann segir hönn- unarstofurnar ekki koma að þess- ari grunnupplýsingaleit heldur fái þær álit og upplýsingar hjá sérs- fróðum aðilum. Þar af leiðandi gera þær áhættumatið sem verður opið fyrir rýni að lokum. Að sögn Helga þurfa hönnunarstofurnar að fylgja alþjóðlegum stöðlum þar sem gert er ráð fyrir hugsanlegum hættum. Eðlileg vinnubrögð „Það er eðlilegt að þeir sem sjái um áhættumatið komi svo að hönn- un virkjunarinnar sjálfrar,“ seg- ir Helgi og blæs á þær fullyrðingar Sólar á Suðurlandi að matið sé ekki hlutlaust vegna þess að hönnun- arstofurnar muni einnig koma að uppbyggingu hugsanlegrar virkj- unar. Helgi bætir við að ferlið sé afar gegnsætt þar sem matið verð- ur opið fyrir gagnrýni að lokum og þá er hægt að gera athugasemdir við það sem íbúum á svæðinu kynni að þykja miður. Nokkur hiti hefur verið í Rangár- sýslu vegna málsins en Sól á Suður- landi hefur meðal annars reist skilti til þess að vekja athygli á því hversu mikið landsvæði fari undir vatn. Skiltin voru hins vegar rifin niður örfáum dögum síðar af andstæð- ingum Sólar á Suðurlandi. Þá hefur Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaáð- herra lýst yfir andstöðu við hugsan- lega virkjun. „Það myndi fara hrollur um reykvíkinga ef það væri 27 milljón tonna vatnsstífla yfir þeim og það væri spurning hvort vafaatriði félli þeirra megin eða hjá landsvirkjun.“ Valur grEttiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Jóhannes Jónsson er óhress með ákvörðun bæjaryfirvalda á Akureyri: Hrein og bein niðurlæging „Áttatíu prósent af okkar starfs- fólki eru á aldrinum 18 til 23 ára og mér finnst þetta vera hrein og bein niðurlæging fyrir þau,“ segir Jóhann- es Jónsson, eigandi Bónuss. Jóhann- es er mjög óhress með ákvörðun bæj- aryfirvalda á Akureyri um að meina þessum hópi aðgang að tjaldsvæðum bæjarins. „Ég get ekki séð annað en að þetta sé niðurlæging fyrir þenn- an hóp. Mér finnst rangt að stimpla þennan hóp sem hundrað prósent óferjandi. Ég get engan veginn sætt mig við svona vinnubrögð.“ Aðrir verslunareigendur á Ak- ureyri hafa lýst yfir mikilli óánægju með þessa ákvörðun og minnk- uðu viðskiptin mikið vegna þessar- ar ákvörðunar. „Það voru áberandi minni umsvif í verslun hér á Akur- eyri, til dæmis hjá veitingahúsum. Þetta hefur haft neikvæð áhrif.“ Jóhannes segir þessa ákvörðun vera undarlega í ljósi þess að lög- reglan hafi hrósað aðstandendum hátíðarinnar Ein með öllu fyrir gott skipulag. „Síðustu þrjár verslunar- mannahelgar hafa verið mjög góðar og lögreglan hefur sagt að lítið hafi verið um útistöður.“ Jóhannes segir að ef bæjarvöld hefðu hugsað málið ítarlega hefðu þau ekki tekið þessa ákvörðun. „Ég tel að ákvörðunin hefði orðið önnur hefðu bæjaryfirvöld tekið alla kosti og ókosti inn í. Að mínu mati er þessi ákvörðun handahófskennd fljót- færni.“ Jóhannes segir þessi vinnubrögð vera furðuleg í ljósi þess að Vinir Ak- ureyrar hafi verið búnir að gefa út auglýsta dagskrá. „Nokkrum dögum síðar gefur bæjarstjórnin það út að fólk á þessum tiltekna aldri fái ekki aðgang. Ég vona að bærinn muni sjá að sér á næsta ári því ef hann gerir það ekki munum við gera það. Við höfum lagt fjármagn í þessa hátíð og við munum ekki standa að neinni dagskrá ef þessi vinnubrögð verða höfð að leiðarljósi á næsta ári. Okk- ur hefur verið hrósað fyrir vel unnin störf og að ætla sér að útiloka fullorð- ið fólk finnst mér vera niðurlæging.“ DV Páskablað mikvikudagur 4. apríl 2007 53 É g segi að fólk sem er fætt 40+ eld- ist öðruvísi en þeir sem fæddust tut- tugu árum fyrr. Við höfum ekki liðið vosbúð, þrældóm eða hungur eins og þetta fólk bjó víða við. Svo kveða lögin á um að fólk í fullu fjöri eigi að hætta að vinna úti, 67 ára. Þetta hlýt- ur að eiga að þróast með öðru og fólk að eiga kost á því að fá að vinna eitt- hvað áfram ef kraftar þess leyfa.“ Það er ekki annað að sjá en að Jó- hannes í Bónus sé í góðu formi. Hann hefur aldrei litið betur út, hann geisl- ar af lífsgleði og gerir óspart að gamni sínu. Hann var að koma frá Færeyj- um og eftir hálftíma leggur hann af stað norður í páskafrí. „Ég hafði lofað því að segja nokkur orð við opnun ræðismannsskrifstofu Íslands í Færeyjum og fólk á alltaf að standa við orð sín,“ segir hann spurð- ur út í Færeyjarferðina. Hann er mættur í morgunte til að svala forvitni minni um samskipti sín við móður sína, Kristínu Jóhann- esdóttur og frænda sinn Óla Kr. Sig- urðsson, Óla í Olís – en svo reynist auðvelt að færa sig upp á skaftið og spyrja um fleira. „Ég veit nú ekki hvort ég er eitt- hvað betri við móður mína en menn almennt eru við foreldra sína,“ segir hann. „Mamma er 89 ára, býr í eig- in íbúð við Aflagranda og er sjálfri sér næg. Miðað við aldur og fyrri störf held ég að ég geti fullyrt að hún lifi góðu lífi. Hún gengur að minnsta kosti upp og niður Laugaveginn á háum hælum eins og skvísa!“ seg- ir hann. „Við Ester systir mín skipt- umst á að fá hana í heimsókn til okk- ar, við höfum farið saman til útlanda, síðasta sumar kom hún með okkur fjölskyldunni til Kaupmannahafnar og eins kemur hún norður til okkar og við erum einnig alltaf í símasam- bandi. Við mamma eigum sem betur fer í ágætu sambandi.“ 1940: Undramódel Sömuleiðis segist hann eiga góð samskipti við Ester systur sína, sem er sjö árum yngri en hann og hafi vissu- lega verið dekurdúkka fjölskyldunn- ar. „Ég man fyrst eftir mér á Skeggja- götu 15, en þegar ég fæddist árið 1940 leigðu mamma og pabbi íbúð þar. Pabbi keypti svo fokhelda hæð og ris við Mávahlíð 13, fullkláraði þær íbúðir og þangað fluttum við þegar ég var sex ára. Ári síðar fæddist Ester systir mín.“ Hér hnýt ég um fæðingarár Jó- hannesar. Fer að hugsa um þá sem voru 67 ára þegar ég var barn og man ekki betur en mér hafi fundist það vera gamalmenni...og svo man ég enn eftir Cliff Richard sem ég sá fyrir viku. Líka fæddur 1940. „Já, vissirðu ekki að árið 1940 var afbragðs ár, bæði hvað snertir bíla og menn?!“ spyr hann og bros- ir. „Þetta voru undramódel, eitthvert besta módel sem komið hefur fram á sjónarsviðið...! – En ég held ég geti sagt það með sanni að æska mín var dans á rósum. Foreldra mína skorti ekki neitt, og þar af leiðandi mig ekki heldur. Ég naut þeirra forréttinda að fá að fara í sveit í níu sumur til frænd- fólks míns á Sólheimahjáleigu í Mýr- dal og þar leið mér vel.“ Hættulaust að vakna snemma á laugardagsmorgnum Þar segist hann hafa lært að bera virðingu fyrir hlutum og fólki, nokk- uð sem hann segir skorta of mikið hjá ungu fólki í dag. „Ég tók ekki þátt í húsverkun- um heima, en gerði það hins vegar í sveitinni. Þar lærði ég líka að það skiptir ekki máli hvaða dagur er; kýrnar fara ekki í frí um helgar. Þær þarf að mjólka á mjaltatímum, líka á laugardögum og sunnudögum. Ég ólst því ekki upp við að það væri F ll í t Fi aF tö ulyk Framhald á næstu opnu Jóhannes Jónsson Önnu Kristine dv myndir gúndi Jóhannes í Bónus Er óhress með bæjaryfirvöld á akureyri og segir ákvörðun þeirra vera fljótfærnis- kennda. Sextán ára á fjórhjóli Sextán ára próflaus öku- maður fjórhjóls var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir að hann keyrði hjólið ofan í á um helgina. Hann var með tvo farþega á hjólinu sem voru á aldrinum þrettán til sextán ára. Hjólið steyptist 6 til 8 metra niður í á en ungmennin köstuðust af hjólinu áður en það hafnaði í ánni sjálfri. Farþegarnir hlutu smámeiðsl og voru fluttir á sjúkrahúsið á Hólmavík. Lögregl- an á Vestfjörðum gagnrýnir for- eldra fyrir að leyfa börnum sínum að aka slíkum hjólum án réttinda og nauðsynlegs hlífðarbúnaðar en börnin voru ekki með hjálma. 21 ölvunarakstur Tuttugu og einn ökumaður var tekinn fyrir ölvunarakstur um verslunarmannahelgina á höf- uðborgarsvæðinu. Flestir voru stöðvaðir á laugardag eða átta. Tveir voru stöðvaðir á föstudag, fimm á sunnudaginn og sex í fyrradag. Sextán ökumenn voru teknir í Reykjavík, þrír í Hafnar- firði og tveir í Kópavogi. Í þessum hópi voru tvær konur á móti nítj- án körlum. Yngsti ökumaðurinn sem stöðvaður var er fæddur árið 1990. Hann þarf einnig að svara til saka fyrir að ljúga til um nafn en hann framvísaði skilríkjum annars manns. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu en hann var nýlega stöðvaður fyrir að aka á 74 kílómetra hraða þar sem há- markshraði er 30. Fimmtán stungu af Þrjátíu og sjö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um versl- unarmannahelgina en tvö þeirra má rekja til ölvunaraksturs. Í fæstum tilvikum urðu slys á fólki. Fimmtán ökumenn stungu hins vegar lögregluna af en slíkt mun víst teljast hátt hlutfall. Sem fyrr komu réttindalausir ökumenn nokkuð við sögu hjá lög- reglu en um helgina voru fimmtán slíkir stöðvaðir víða í umdæm- inu. Níu þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi en hinir sex höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. LSD gert upptækt Nokkuð magn af fíkniefn- um var gert upptækt af lög- reglunni á Sauðárkróki um helgina. Efnin sem voru hald- lögð eru amfetamín, kókaín og LSD. Hundrað skammt- ar af LSD fundust á farþega í fólksflutningabíl í Varmahlíð en það var fíkniefnahundur sem fann efnin. Naut lögregl- an á Sauðárkróki aðstoðar frá lögreglunni á Akureyri. Sami fíkniefnahundur og fann efnin í Varmahlíð fann einnig amfet- amín í bifreið sem var stöðvuð á Þverárfjallsvegi að morgni föstudags.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.