Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2007, Page 17
DV Sport miðvikudagur 8. ágúst 2007 17
ÍÞRÓTTAMOLAR
Deco til englanDs?
samkvæmt hinum margrómuðu
götublöðum á Englandi hafa Newcastle
united og Chelsea fengið þær
upplýsingar að miðjumaðurinn deco sé
laus fyrir fimmtán
milljónir punda.
Bæði þessi ensku
úrvalsdeildarlið hafa
verið orðuð við
þennan portú-
galska landsliðs-
mann. deco á ekki
fast sæti hjá
spænska stórliðinu
Barcelona en í
augnablikinu virðast Yaya toure, andres
iniesta og Xavi allir vera á undan honum
í goggunarröðinni. Ekki er talið ólíklegt
að deco fari til Chelsea en þar er Jose
mourinho við stjórnvölinn, fyrrum
þjálfari deco hjá Porto.
Robben á leið til MaDRiD
„Ég er alveg viss um að samkomulag
milli real madrid og Chelsea náist í
vikunni. Ég held að allt verði orðið klárt
á miðvikudag,“
sagði Hans robben,
sem er faðir og
umboðsmaður
arjen robben, í
viðtali við as-
fréttastofuna.
„sonur minn getur
ekki gefið nein
viðtöl fyrr en búið er
að ganga frá
málum. Félagið sem hann er hjá núna
leyfir honum ekki að tala við fjölmiðla
strax. Chelsea er félag sem leggur mikla
áherslu á að vernda leikmenn sína,“
sagði Hans.
Hleb ekki viss
aleksandr Hleb, miðjumaður arsenal,
segist ekki vera viss um hvernig muni
ganga hjá arsenal
án sóknarmannsins
thierrys Henry.
síðustu ár hefur
Henry verið algjör
lykilmaður hjá
liðinu en hann var
seldur til Barcelona í
sumar eins og flestir
vita. „Eins og
stendur verð ég að
viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um
hvernig okkur muni ganga án Henrys.
Hann er frábær leikmaður og hefur
verið stór hlekkur í þessu liði. En hann
vildi fara. Það er ekki harmleikur að
missa hann því að það á að vera hægt
að fylla í öll skörð,“ sagði Hleb.
getuM HönDlað það að Missa
teRRy
tal Ben Haim, nýr varnarmaður Chelsea-
liðsins, segist vera viss um að leik-
mannahópurinn sé
nógu góður til að
liðið geti höndlað
það að vera án
fyrirliðans Johns
terry. Ben Haim er
ísraelskur
landsliðsmaður en
hann var við hlið
ricardo Carvalho í
miðri vörn Chelsea
síðasta sunnudag þegar liðið lék gegn
manchester united um samfélags-
skjöldinn. „John terry er magnaður
leikmaður og það vita allir. Þá er hann
einnig mikill leiðtogi utan vallar og
hjálpaði mér að aðlagast hér. En þótt
hann vanti erum við enn með frábært
lið. Ef allir leggja sig fram í verkefnið
getum við fyllt hans skarð,“ sagði Ben
Haim.
baines til eveRton
Everton hefur fengið Leighton Baines
frá Wigan en kaupverðið gæti farið upp
í 770 milljónir íslenskra króna. Þessi 22
ára vinstri bakvörður hefur skrifað undir
fimm ára samning við Everton en hann
stóðst læknisskoðun á mánudag. Baines
er þriðji leikmaðurinn sem Everton
kaupir í sumar en hinir eru Phil Jagielka
og steven Pienaar.
Baines var einnig á
óskalista sunder-
land en ákvað að
velja Everton. Það er
þó óvíst hvort hann
geti leikið með
Everton í upphafi
tímabilsins vegna
meiðsla. Það má
segja að draumur
hans hafi nú ræst en hann var
stuðningsmaður Everton í æsku. „Ég er
frá svæðinu og öll mín fjölskylda styður
Everton svo það er gaman að vera
mættur hingað,“ sagði Baines.
Sigurður Ingimundarson, lands-
liðsþjálfari í körfubolta, hefur valið
þá 14 leikmenn sem verða í hópnum
fram yfir þá 4 leiki sem eru framund-
an. Fyrsti leikur liðsins verður gegn
Finnlandi ytra 25. ágúst en þrír leikir
verða spilaðir á Íslandi. Sá fyrsti verð-
ur 29. ágúst gegn Georgíu en þeir
eru gríðarlega sterkir í alþjóðlegum
körfubolta. Zaza Pacchulia, leikmað-
ur Atlanta Hawks í NBA, er meðal
annars í liðinu. Zaza er engin smá-
smíði, 211 sentímetra hár og 127 kíló.
Hann lék 72 leiki fyrir slakt lið Atlanta
í vetur og skoraði 12,2 stig að með-
altali. Hann var oftar en ekki valinn
besti maður Atlanta í vetur og ljóst að
við ramman reip verður að draga hjá
íslensku strákunum.
„Þetta eru síðari leikirnir í riðlin-
um í Evrópukeppninni,“ sagði Sig-
urður í samtali við DV. „Þetta eru
seinni leikirnir við Finna, Georgíu-
menn, Austurríkismenn og Lúxem-
borg. Við töpuðum með fimm gegn
Finnum hér heima í hörkuleik þar
sem við vorum yfir mestallan leik-
inn.
Við förum aldrei upp úr riðlin-
um, það er búið en hver leikur skiptir
máli. Við ætlum að fara í hvern leik
sem einstakan leik og reyna að gera
eins vel og við getum.“
Finnar og Georgíumenn eru stór-
ar þjóðir í evrópskum körfubolta. Ís-
land lék við Georgíu á þeirra heima-
velli þar sem tíu þúsund manns
sungu og trölluðu allan leikinn.
„Finnland og Georgía eru mjög
góð lið, toppkörfuboltalið. Þessi
riðlaskipting er reyndar svolítið
skrýtin en þessar þjóðir eru stórar
og miklar körfuboltaþjóðir. Við spil-
uðum við Georgíumenn úti, töpuð-
um reyndar með 15 stigum í hörku-
leik (80-65). Þeir eru með tíu þúsund
manns á leik hjá sér og mikil læti
enda stórþjóð,“ sagði Sigurður.
benni@dv.is
Íslenska landsliðið í körfubolta leikur fjóra leiki á komandi vikum:
annar af tveimur Fannar Ólafsson er
annar af tveimur kr-ingum sem eru í
landsliðinu.
Leikmenn ÍsLands:
magnús Þór gunnarsson keflavík
sigurður Þorsteinsson keflavík
Brenton Birmingham Njarðvík
Friðrik stefánsson Njarðvík
Jóhann Ólafsson Njarðvík
Hreggviður magnússon Ír
Fannar Ólafsson kr
Brynjar Björnsson kr
Helgi magnússon Boncourt
Jakob sigurðarson vigo
Páll axel vilbergsson grindavík
kristinn Jónasson Fjölnir
Logi gunnarsson gijon
Jón arnór stefánsson roma
leikirnir sem eftir eru:
Finnland (Ú) 25. ágúst
georgía (H) 29. ágúst
Lúxemborg (Ú) 1. september
austurríki (H) 9. september
staðan leikir s/t stig
1. Finnland 4 4/0 8
2. georgía 4 3/1 7
3. austurríki 4 2/2 6
4. Ísland 4 1/3 5
5. Lúxemb. 4 0/4 4
Hver leikur skiptir máli
Íslandsmeistarar Vals héldu til
Færeyja í gær þar sem þær leika í riðla-
keppni UEFA-bikars kvenna. Rið-
illinn er leikinn í Færeyjum en auk
Valsstúlkna leika Klaksvík frá Færeyj-
um, Den Haag frá Hollandi og Honka
Espoo frá Finnlandi.
Valsstúlkur hefja leik á morg-
un þegar tekið verður á móti Honka
Espoo frá Finnlandi. Á laugardag verð-
ur leikið við KÍ frá Klaksvík og lokaleik-
urinn verður við Hollendingana í Den
Haag 14. ágúst.
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari
Vals, var á hlaupum þegar DV náði
tali af henni en hún var þá í óðaönn
að undirbúa sig fyrir flugið til Færeyja.
„Liðið er mjög vel stemmt fyrir þessa
ferð. Við höfum spilað túrneringa Ís-
landsmót og nú erum við búnar með
eitt slíkt. Þetta er ógeðslega erfitt hvern-
ig sem þetta spilast. Við erum búnar
að spila þrjá leiki á viku í Íslandsmót-
inu og förum svo beint í þetta. En ég er
bara með svo góðan hóp og allar stelp-
urnar eru heilar þannig að þetta er allt
í góðu,“ sagði Elísabet. Töluverð um-
ræða hefur verið um mótafyrirkomu-
lag hér á Íslandi og ljóst að Elísabet er
ekki par hrifin af því fyrirkomulagi sem
er hér við lýði.
Risalið ef valur kemst áfram
Efsta liðið kemst áfram í milli-
riðla en mikilvægt er að ná góðum
úrslitum því liðið sem er með best-
an árangur í öðru sæti kemst einnig
áfram. Tíu riðlar eru leiknir víðsvegar
um Evrópu þessa leikdaga og er leik-
ið um ellefu laus sæti í milliriðlum.
Fimm lið komust beint í milliriðlana,
Evrópumeistarar Arsenal, Kolbotn,
Umeå, Brondby og Frankfurt. „Við vit-
um svona nánast á móti hverjum við
spilum komumst við áfram. Þá fáum
við Frankfurt og hugsanlega Everton
frá Englandi. Þannig að það er enginn
smáriðill sem bíður ef við komumst
þangað. En þessi riðill sem við erum
í núna er bara svo erfiður að maður
leyfir sér ekki að hugsa svona langt.“
Elísabet segir að fyrirfram séu
finnsku meistararnir í Honka Espoo
sterkasta liðið en Finnar hafa löngum
þótt góðir í kvennaknattspyrnu.
„Landsliði þeirra er raðað fyrir ofan
okkar og fótboltinn þar er mjög góður.
Við að vísu unnum finnsku meistar-
ana fyrir tveimur árum í þessari sömu
keppni og Breiðablik vann líka finnsku
meistarana í fyrra en báðir leikirnir
voru jafnir og hefðu getað dottið hvor-
um megin sem var. Þær eru mjög álíka
og við mundi ég segja. Ég veit voða lít-
ið um hollenska liðið. Mér hefur tekist
illa að nálgast upplýsingar um það lið
en það er komin atvinnumannadeild
í Hollandi og mikið af útlendingum.
Til dæmis er Holland ofar en Ísland á
styrkleikalistum landsliða þannig að
við erum að fara spila við tvö hörku-
lið. Færeyska liðið er svona talið lakast
fyrirfram.“
Elísabet segir ástandið á leikmönn-
um Vals gott og allar séu tilbúnar í
slaginn. Þó séu Guðbjörg Gunnars-
dóttir og Sif Atladóttir með minnihátt-
ar meiðsli sem munu ekki há þeim
neitt.
Valur leikur á morgun fyrsta leik sinn í forkeppni Evrópukeppninnar. elísabet gunn-
arsdóttir þjálfari býst við erfiðum riðli en auk Vals eru finnsku meistararnir Honka
Espoo, hollenska liðið Den Haag og gestgjafarnir KÍ frá Klaksvík í riðlinum.
STÓRu Liðin bÍðA
hAndAn við hORnið
tekst þeim að komast áfram þar sem stóru liðin
bíða? valskonur eiga ágæta möguleika á að komast
áfram úr riðli sínum sem spilaður er í Færeyjum.
verður að ná sér á strik Það eru
gerðar miklar kröfur til margrétar Láru
viðarsdóttur. Ætli valur sér áfram verður
hún að pota inn nokkrum mörkum.
beneDikt bóas HinkRisson
blaðamaður skrifar: benni@dv.is