Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2007, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2007, Page 18
miðvikudagur 8. ágúst 200718 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR Garcia handarbrotinn Óheppnin virðist elta handboltakapp- ann Jaliesky garcia, leikmann göppingen og íslenska landsliðsins. Hann handarbrotnaði í æfingaleik með göppingen um helgina og verður frá keppni í einhvern tíma. garcia átti við meiðsli að stríða á síðustu leiktíð og missti meðal annars af Hm í Þýskalandi og af leikjunum gegn serbíu í undankeppni Em vegna meiðslanna. Hann lék aðeins fimm leiki með göppingen á síðustu leiktíð og nú er ljóst að hann missir af fyrstu leikjum tímabilsins. birGir slÆr vel Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfing- ur úr gkg, er í tuttugasta sæti yfir þá kylfinga á evrópsku mótaröðinni sem hitta flestar flatir að meðaltali með réttum högga- fjölda. Birgir Leifur er með 13,1 flöt hitta að meðaltali og skákar þar ekki ómerkari mönnum en Padraig Harring- ton, sergio garcia og Colin montgomerie svo dæmi sé tekið. Efstur á listanum er angel Cabrera með 14,2 flatir hittar. meðalskor Birgis Leifs á hverju móti er 71,44 högg sem skilar honum í 72. sætið á þeim lista. Hann er í 181. sæti á mótaröðinni en 115 efstu kylfingarnir halda þátttöku- rétti sínum á mótaröðinni á næsta ári. Morales tapaði Erik morales mistókst að verða fyrsti mexíkómaðurinn til að vinna heims- meistaratitla í fjórum þyngdar- flokkum þegar hann tapaði naumlega fyrir léttvigtarmeistar- anum david diaz á laugardaginn. morales sló diaz í gólfið í fyrstu lotu en var svo sjálfur sleginn niður í þeirri annarri. Bardaginn fór í tólf lotur og diaz var dæmdur sigur, 114-113, 115-113 og 115-112. Búist er við því að hinn þrítugi morales leggi hanskana á hilluna. Hann vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil árið 1997. enn seinkar tevez Ekkert varð úr því að Carlos tevez skrifaði undir samning við manchester united í gær, eins og búist var við og verður að öllum líkindum ekki kominn með leikheimild fyrir fyrsta leik tímabilsins. tevez er byrjaður að æfa með ensku meisturunum. Lögfræðingar ensku úrvalsdeildarinnar ákváðu að skrifa ekki undir leikheimild fyrir tevez en samningur manchester united og kia Joorabchian, eiganda Carlosar tevez, er svipaður og samningurinn sem Liverpool gerði við Joorabchian um Javier mascherano. Það tók þá leikheimild nokkrar vikur að ganga í gegn. manchester united gerir sér hins vegar vonir um að leikheimild verði klár fyrir leikinn gegn reading á sunnudaginn. barcelona vann nauMan siGur giovanni dos santos tryggði Barcelona 1-0 sigur á Yokohama marinos með marki á 75. mínútu eftir sendingu frá ronaldinho. Þetta var annar sigur Barcelona í jafnmörgum leikjum í æfingaferð liðsins í asíu. á sunnudag- inn vann Barcelona Beijing gou‘an 3-0 og á föstudaginn leikur Barcelona sinn síðasta leik. Æfingaferðin hefur verið gagnrýnd af nokkrum leikmönnum Barcelona, þar á meðal gianluca Zambrotta og Lilian thuram sem sögðu að betra væri að æfa á spáni en að fara í til asíu til að spila þrjá tilgangslausa leiki. Eiður smári guðjohnsen er ekki með liðinu þar sem hann glímir við meiðsli. Fernando alonso og lewis hamilton eiga í hatrammri deilu eftir óvenjulegt atvik sem átti sér stað í Formúlu 1-keppni helgarinnar þar sem Alonso tafði vísvitandi fyrir Ham- ilton á þjónustusvæðinu. Það virðist anda köldu á milli McLaren-félaganna Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Um helgina fór fram kappakstur í Ungverjalandi þar sem Alonso var dæmdur til að hefja kappaksturinn sjötti á ráslínu eftir að hafa hindrað Hamilton á þjónustu- svæðinu í tímatökunni. Hamilton var með besta tímann fyrir lokaumferðina í tímatökunni. Þegar hann kom inn á þjónustusvæð- ið fyrir síðustu umferðina var Alonso þegar mættur þar. Alonso fékk grænt ljós frá starfsmönnum McLaren en hann kaus að bíða í tíu sekúndur með að aka inn á brautina. Biðin varð til þess að Hamilton missti af síðustu umferðinni í tímatökunni og Alonso náði besta tímanum. Skipunin um að bíða kom frá tæknistjóra Alonso sem taldi niður áður en hann sagði Alonso að fara af stað. Áður hafði Hamilton virt skipan- ir frá McLaren að vettugi og hindrað Alonso í að komast fram úr sér. Eftir að hafa hlustað á samskipt- in sem fram fóru í tímatökunni og skoðað gögn ákvað stjórn Formúlu 1 að Alonso skyldi hefja keppni sjötti á ráslínu og að Hamilton skyldi hefja keppnina fremstur. Svo fór að Ham- ilton hrósaði sigri en Alonso náði að- eins fjórða sæti. Fregnir herma að Ron Denn- is, yfirmaður McLaren, hafi tilkynnt Alonso að hann megi yfirgefa lið- ið eftir yfirstandandi tímabil. „Mínar heimildir herma að honum hafi verið sagt að hann megi fara af því að lið- ið sé mjög óánægt með hann. Ron er mjög óánægður með þá báða (Alonso og Hamilton),“ er haft eftir ónefndum heimildarmanni innan raða McLar- en. Þegar Alonso var spurður út í framtíð sína hjá McLaren í viðtali við spænska blaðið Marca varð lítið um svör. „Ég veit ekkert. Það kemur í ljós,“ segir Alonso. Hann reyndi að draga úr alvöru atviksins og sagði að hann hafi fengið skipanir frá liðinu um að bíða. „Í hverri tímatöku stoppum við og bíðum. Stundum í tíu sekúndur, stundum í fimm og stundum í 45 eins og gerðist í fyrsta stoppinu í dag,“ lét Alonso hafa eftir sér eftir tímatökuna á laugardaginn. talar ekki við hamilton Hamilton staðfestir að mikil spenna sé á milli þeirra. Samkvæmt því sem Hamilton segir hefur Alonso ekki yrt á hann eftir atvikið. „Hann hefur ekki yrt á mig frá því á laugar- daginn, þannig að ég veit ekki hvort hann eigi við eitthvað vandamál að stríða,“ segir Hamilton og bætir við að þetta mál komi á slæmum tíma enda á liðið í harðri baráttu við Ferrari. Hamilton segist þó ólmur vilja koma hlutunum í réttar skorður og semja frið við Alonso. „Þetta skapar einungis meiri pressu á liðið. Ef við eigum að halda okkar striki þurfum við að greina það hvað gerðist um helgina, eins og alltaf. Við þurfum að setjast niður og ræða saman sem lið og sameinast á nýjan leik. Ég hef litlar áhyggjur af þessu,“ segir Hamilton. Alonso hefur haldið því fram að Ron Dennis styðji frekar Hamilton í baráttunni um heimsmeistaratitilinn. Dennis segir hins vegar að liðið komi eins fram við báða ökumenn og lofar að svo verði áfram þrátt fyrir atburði helgarinnar. „Það er okkar afstaða. Það er krefj- andi verk að stjórna og ég geri mér grein fyrir því. En það fylgir mínu starfi. Ég verð að taka ákvörðun sem hentar liðinu best. Við verðum að gæta þess að sýna sanngirni og koma eins fram við báða ökumenn,“ segir Dennis. FRAMTÍÐ ALONSO ÓRÁÐIN deilur Lítil samstaða virðist vera hjá þeim Lewis Hamilton og Fernando alonso sem báða hungrar í heims- meistaratitil ökumanna. erfitt verk fyrir höndum ron dennis hefur í nógu að snúast við að setla málin innan mcLaren. Jermaine o‘neal segir að orð sín um skipti yfir til Lakers hafi verið tekin úr samhengi: Jermaine O‘Neal dregur úr orðum sínum daGur sveinn daGbJartsson blaðamaður skrifar: dagur@dv.is Jermaine O‘Neal, leikmað- ur Indiana Pacers í NBA-deild- inni, sagði í viðtali við heimasíð- una SI.com á mánudaginn að hann myndi taka skiptum yfir til L.A. La- kers fagnandi. O‘Neal nefndi einnig New Jersey Nets. Í gær neitaði hann því að hafa beðið um að fara til La- kers, en segist opinn fyrir þeirri hugmynd. O‘Neal hefur verið orðaður við nokkur félög eftir að Indiana mis- tókst að komast í úrslitakeppnina í vetur, í fyrsta sinn í tíu ár. Hann dró úr ummælum sínum í gær. „Ég tel að þrátt fyrir að ég hafi sagt að ég væri til í að spila með þessum liðum hafi ég ekki verið að biðja um að fara,“ segir O‘Neal. Indiana ætlar sér að byggja lið- ið upp á ungum leikmönnum og O‘Neal segist gera sér grein fyrir því að hann gæti þurft að fara vegna þessa. „Ef félagið vill fara í aðra átt hef ég ekkert á móti því. Ef mér verður skipt út hef ég átt sjö frábær ár með liðinu. Ef ég verð hér áfram tek ég því opnum örmum,“ segir O‘Neal. Umboðsmaður leikmannsins neit- aði að viðræður væru í gangi á milli Lakers og Indiana um hugsanleg skipti. Larry Bird, forseti Indiana, vildi ekki útiloka skipti á leikmönnum. „Í umræðum um hann og aðra leik- menn eru væntingar hagsmunaað- ila og stuðningsmanna okkar þær að við fáum sanngjarnt markaðs- verðmæti ef við ætlum að íhuga skipti,“ segir í yfirlýsingu frá Larry Bird. O‘Neal hefur verið í deildinni í ellefu ár. Hann skoraði 19,4 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð og tók 9,6 fráköst að meðaltali í leik. O‘Neal hefur sex sinnum verið val- inn í stjörnuleik NBA-deildarinnar. Kobe Bryant, leikmaður Lakers, hefur sagt við yfirmenn félagsins að þeir þurfi að fá betri leikmenn til liðsins ef Lakers eigi að ná árangri. Þar á bæ ríkir óánægja með að hafa misst af Kevin Garnett til Boston og talið er að Lakers reyni að fá annað- hvort Jermaine O‘Neal eða Ron Art- est, leikmann Sacramento Kings. dagur@dv.is verða þeir samherjar? Jermaine O‘Neal segir að hann muni taka þeirri ákvörðun sem indiana Pacers tekur um framtíð hans með jafnaðargeði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.