Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2007, Blaðsíða 30
miðvikudagur 8. ágúst 200730 Síðast en ekki síst DV Sandkorn n Í skemmtilegu viðtali Kolbrún- ar Bergþórsdóttur við fyrrum for- stjóra Glitnis, Bjarna Ármanns- son, sem birtist í Blaðinu, sýndi Bjarni á sér nýja, óþekkta hlið. Maðurinn, sem er búinn að eyða síð- ustu fimmtán árunum í að græða pen- inga, segist núna allt í einu hafa gert sér grein fyrir því að peningar eru ekki allt. Það er eins gott að hann fattaði það ekki áður en hann hætti sem bankastjóri! Nú rær hann á ára- báti á Skorradalsvatni og nýtur lífsins með fjölskyldunni. n Árni Johnsen hefur ósjald- an stjórnað hinum svokallaða Brekkusöng á Þjóðhátíð í Eyjum, þrátt fyrir að misjafnar sögur fari af því hversu flinkur hljóðfæra- leikari og söngvari hann er, og gerði hann það einmitt nú í ár. Þjóðhátíðargestir tóku ekkert sér- staklega eftir því hversu lélegar undirtektir Brekkusöngurinn fékk fyrr en Hreimur í Landi og son- um steig á svið strax að Brekku- söngnum loknum. Þá tók hann lagið Lífið er yndislegt og fyrst þá mátti greina að um alvöru fjölda- söng væri að ræða því undirtektirn- ar voru þvílíkt myndarlegar að annað eins hefur varla heyrst í Herjólfsdal. Í þessu samhengi er nauðsynlegt að benda á þá stað- reynd að Hreimur er einmitt sá sami ungi piltur og Árni Johnsen gaf á kjammann um árið - en það var einmitt árið sem Hreimur söng þjóðhátíðarlagið Lífið er yndislegt í fyrsta sinn. n Það fór ekki fram hjá neinum sem mætti á skemmtunina í Fjöl- skyldugarðinum um verslunar- mannahelgina að Laddi er og verður uppáhald allra. Áhorfend- ur fögnuðu einn sem allir þegar hann sté á svið og fór í líki hvers fjölskylduvinarins á fætur öðrum. Það er ekki að undra að sýning Ladda í Borgarleikhúsinu hafi slegið í gegn og 25 þúsund áhorfendur hafi keypt sig inn á hana því Laddi er löngu orð- inn hluti af þjóðarsálinni ásamt vinum sínum Eiríki Fjalar, Saxa lækni, Skúla rafvirkja, Elsu Lund, Þórði húsverði og mörgum fleiri. Hver er konan? „Bæjarstjóri á Akureyri.“ Af hverju bæjarstjóri? „Þetta kom þannig til að ég var í öðru sæti eftir prófkjör sjálfstæðismanna í fyrra. Krist- ján Þór, þáverandi bæjarstjóri, ákvað að fara á þing og í kjölfarið sóttist ég eftir starfinu sem ég síðan fékk í janúar síðastliðnum.“ Kemur starfið á óvart? „Þetta er skemmtilegt starf. Það eru alltaf ný og ný verkefni sem ég þarf að takast á við. Það er mikil reynsla í þessu fólgin.“ Skiptir kyn máli í stjórnmálum? „Nei. Ég held að það skipti engu máli.“ Hvað drífur þig áfram? „Trúin á að gera eins vel og ég get. Það skiptast á skin og skúrir í þessu starfi eins og öllum krefjandi störfum. Ég legg mig fram um að vera samkvæm sjálfri mér.“ Hvernig var verslunarmannahelgin? „Hún var fín. Ég var með fullt hús af gestum og naut dagskrárinnar í bænum með þeim. Síðan fór ég í gönguferður. Ég ætlaði að ganga á Súlur en það viðraði ekki nógu vel til þess þannig að ég gekk bara í bæjarlandinu.“ Hvað var skemmtilegast um helgina? „Að fylgjast með góðri dagskrá í bænum. Þetta var mjög vel heppnuð fjölskylduhelgi þótt veðrið hefði mátt vera betra.“ Hvort heldurðu með Þór eða KA? „Ég held með þeim báðum. Þau hafa bæði marga kosti til að bera.“ Hvað skiptir þig máli? „Ég legg áherslu á að vera heiðarleg. Það skiptir máli að koma fram við fólk af heiðar- leika og sanngirni.“ Hvað gerir þú utan vinnunnar? „Afskaplega lítið. Það er ekki mikill tími utan hennar. En ég reyni að lesa. Eiginlega les ég allt; skáldsögur, rit í félagsvísindum og fleira. Þessa dagana er ég að lesa Huldukonur í íslenskri myndlist. Mér finnst hún alveg frábær. Síðan fer ég gjarnan í gönguferðir og er með fjöl- skyldunni. Við erum fjögur, börnin tvö eru níu og ellefu ára.“ Í DAG Á MORGUN HINN DAGINN Veðrið +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xx +16 3 xx xx xx xx xxxx +11 3 xx xx xx xx xx +15 5 xx xx xx xx +122 +123 +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx xx xx xx xxxx +12 3 +15 3 +11 3 +13 6 +13 3 +12 3 +102 xx xx xx xx xx +14 3 +12 2 xx xx xx xx +153 -xx -xx MAÐUR DAGSINS NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði Fín Fjölskyldu- helgi á Akureyri Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á akureyri, segist ánægð með liðna helgi en hátíðin í bænum var sú önnur stærsta á landinu. sigrún leggur áherslu á að koma fram við fólk af heiðarleika og sanngirni. Hún hefur gaman af gönguferðum og er alæta á bækur. Það er fátt fegurra á góðviðrisdegi en að fljóta niður fallega á meðfram klettum og skógum í blautbúningi og gúmmíbát. Flúðasiglingar eða River Rafting eru líka alveg stór- skemmtilegt sport og hentar jafnt ofurhugum sem og veimiltítum því allir ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Í Hvítá býðst ofurhugunum að stökkva út í ískalda jökulána af sex metra háum kletti en hinir rólegri í ferðinni geta bara leyft sér að standa hjá og fylgjast með. Það er bara eitthvað svo hrikalega notalegt að hlamma sér í heita pott- inn. Hvort sem um er að ræða á sól- ríkum sumardegi með vinunum eða á kvöldu vetrarkvöldi með elskhug- anum. Það sem er ennþá betra er að taka með sér svalandi drykkjarföng og góða tónlist - sem þó er æskileg- ast að geyma á bakkanum en ekki ofan í pottinum. Ef farið er í heita pottinn að kvöldi til sofnar maður líka eins og smábarn og vaknar end- urnærður. Nýtum okkur síðustu dagana áður en frostið og kuldinn fara að segja til sín og skellum okkur í smágöngu- ferð í góðra vina hópi og njótum náttúrufegurðarinnar sem Ísland hefur upp á að bjóða. Það eru marg- ar fallegar gönguleiðir í Reykjavík, svo sem í Laugardalnum og við Nauthólsvíkina en auk þess getur verið gaman að keyra aðeins út fyrir bæjarmörkin til dæmis í Hvalfjörð- inn eða örlítið lengra í Þrastaskóg- inn. Við mælum með... ...HeitUM potti í gArðinn ...FlúðASiglingU niðUr Hvítá ...göngUFerð í náttúrUnni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.