Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Blaðsíða 4
fimmtudagur 6. september 20074 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Nauðgari rannsakaður
Sérstakir matsmenn verða fengnir til að meta sakhæfi nauðgarans Jóns Péturssonar:
Matsmenn verða fengnir til að
meta sakhæfi hins margdæmda
nauðgara Jóns Péturssonar. Þetta
samþykkti Héraðsdómur Reykja-
víkur í gærmorgun. Jón var fundinn
sekur um hrottafengna nauðgun á
tveimur konum og fékk hann fimm
ára fangelsisdóm fyrir. Sá dómur
var kveðinn upp í júní á þessu ári.
Nokkrum mánuðum áður, í okt-
óber 2006, hafði Jón hlotið annan
fimm ára dóm í héraðsdómi vegna
nauðgunar og misþyrmingar á fyrr-
verandi sambýliskonu sinni. Sá
dómur var staðfestur af Hæstarétti
í apríl. Í seinni dómnum sem kveð-
inn var upp í júní segir að brot Jóns
hafi verið sérlega hrottafengið en
hann notaði meðal annars búrhníf
og kjötöxi í ofbeldinu.
Jón bar því við að slys sem hann
varð fyrir í Egyptalandi fyrir átta
árum hafi valdið skaða á framheila.
Héraðsdómur Reykjavíkur sam-
þykkti að rannsakað yrði sérstaklega
í taugasálfræðilegu mati hvort hugs-
anlegur framheilaskaði hefði getað
valdið þessari hömlulausu hegðun
hjá Jóni. Jón lenti í slysi í nóvem-
ber árið 1999 þegar hann datt fram
af hestvagni. Fallið hafði þær af-
leiðingar að mænuvökvi lak úr nefi
hans. Þrjár tölvuskannamyndir voru
teknar og kom í ljós á fyrstu tveim-
ur þeirra að loft hefði komist í heila
Jóns. Á síðustu myndinni var þó allt
orðið eðlilegt. Jón bar því við fyrir
dómi að hegðun hans væri afleiðing
af slysinu. Í beiðninni sem Sveinn
Andri Sveinsson, lögmaður Jóns,
lagði fram segir að slysið hefði getað
valdið hömluleysi þannig að Jón hafi
ekki verið sjálfráður gerða sinna og
því ósakhæfur.
Þegar Jón hóf afplánun á Litla-
Hrauni var hann í meðferð hjá geð-
lækninum John Donne De Niet. Í bréfi
sem John skrifaði 13. apríl kom fram
að Jón hefði einkenni framheilaskaða.
Til að greina slíkan skaða þarf sérstakt
virknirit og taugasálfræðilegt mat. Fag-
leg rök De Niets mæltu því með að ít-
arlegri rannsókn yrði gerð á Jóni. Sak-
sóknari vísaði þessum rökum á bug
þar sem hann benti á að bréfið hefði
þegar legið fyrir. Hann vísaði einnig til
rannsóknar sem Tómas Zoëga gerði
en þar kom fram að Jón væri hald-
inn langvinnu alkóhólisma-fíkniheil-
kenni. einar@dv.is
Nauðgari Jón pétursson lenti í slysi fyrir
átta árum. Hann ber því við að skaðinn
sem hann varð fyrir hafi valdið breytingu
á hegðun sinni.
Heitir bara
Landspítali
Nafnið Landspítali - háskóla-
sjúkrahús heyrir sögunni til
vegna nýrra laga sem tóku gildi
1. september. Heitir hann núna
Landspítali en skammstöfun
hans stendur enn óbreytt, LSH.
Frá því að sjúkrahúsin samein-
uðust í Reykjavík árið 2000 hefur
opinbert heiti sjúkrahússins ver-
ið Landspítali - háskólasjúkra-
hús. Hér eftir verður heitið hins
vegar bara Landspítali.
Björgvin G. Sigurðsson hyggst breyta lögum um fyrningu skulda til að koma í veg
fyrir að varnarlaust fólk sé elt uppi með draugakröfum. Starfshópur á hans vegum
vinnur einnig að breytingu á lögum um seðilgjöld og fit-kostnað. Í nýju frumvarpi
eiga skuldir að fyrnast á fjórum árum þannig að þær fái ekki að ganga kaupum og
sölum fólki til hrellingar.
VIÐSKIPTARÁÐHERRA
Í STRÍÐ VIÐ RUKKARA
„Það þarf að girða fyrir þann mögu-
leika að venjulegt og varnarlaust fólk
sé hundelt fyrir kröfur sem annað
hvort eru löngu greiddar eða ættu að
vera fyrndar,“ segir Björgvin G. Sig-
urðsson viðskiptaráðherra.
DV greindi frá því í gær að Þor-
gerður Elíasdóttir, húsmóðir í Grinda-
vík, þarf nú að mæta til sýslumanns
og halda uppi vörnum vegna skuldar
sem Úlfar Nathanaelsson telur sig eiga
rétt á að innheimta af henni. Skuldina
greiddi Þorgerður fyrir mörgum árum
og bar gæfu til þess að geyma kvittun
og staðfestingu á því.
Björgvin segir sitt brýnasta verk
sem ráðherra neytendamála vera að
taka á málum varðandi hvers konar
óréttláta gjaldtöku á borð við seðil-
gjöld, yfirdráttargjöld og innheimtu-
kostnað.
Í stríð við rukkara
Björgvin hefur ákveðið að segja
óréttlátum rukkurum stríð á hendur
og segir að á borði viðskiptaráðuneyt-
isins séu nokkur stór mál sem tengj-
ast neytendum með beinum hætti.
„Við erum að leggja lokahönd á frum-
varp um fyrningarfrest á fjárhagskröf-
um. Þar er gert að meginreglu að kröf-
ur fyrnist á fjórum árum en gangi ekki
kaupum og sölum árum saman fólki
til hrellingar. Þetta er mikið réttlætis-
mál sem við munum kynna sérstak-
lega á næstu vikum,“ segir Björgvin.
Einnig eru til skoðunar í ráðu-
neytinu lög um gjaldþrotaskipti og
greiðsluaðlögun. Björgvin segir
að hér sé á ferðinni mikið réttlæt-
is- og sanngirnismál. „Kjarni þess er
að koma á úrræði til að aðstoða ein-
staklinga sem eru í mjög alvarlegum
greiðsluerfiðleikum. Hugsunin að baki
þessu er sú að finna megi leið sem er
ekki aðeins til hagsbóta fyrir einstakl-
inga eða heimili í miklum greiðslu-
erfiðleikum, heldur einnig fyrir lán-
ardrottna og samfélagið í heild,“ segir
Björgvin.
Tekið á seðilgjöldum
Björgvin hefur einnig ákveðið að
skipa starfshóp sem á að gera úttekt á
lögum sem varða viðskipti neytenda
og banka. Starfshópurinn á einkum að
beina sjónum sínum að gjöldum sem
bankarnir leggja á viðskiptavini sína í
rafrænum viðskiptum með kredit- og
debetkortum, ásamt því að fara ítar-
lega yfir forsendur bankanna fyrir svo-
kölluðum fit-kostnaði og ýmiss konar
seðilgjöldum.
„Ef bankar beita fólk refsingum fyr-
ir að fara yfir á tékkareikningum verður
lagastoðin fyrir slíku að vera alveg skýr
og óumdeild,“ segir Björgvin. Hann
telur lagagrunninn fyrir þessari gjald-
töku ekki vera nægilega skýran. „Það
er ekki endilega rétt að allir bankarn-
ir innheimti nákvæmlega sömu upp-
hæð í tilvikum sem þessum.“ Starfs-
hópurinn á að skila af sér skýrslu með
drögum að lagafrumvarpi fyrir 1. jan-
úar 2008.
Í mál vegna draugakröfu
Í tilviki Þorgerðar Elíasdóttur í
Grindavík er um að ræða kröfu sem
lögmaðurinn Úlfar Nathanaelsson
keypti frá þroatbúi bókaútgáfu. Upp-
haflega krafan var 17 þúsund krónur,
en Þorgerður greiddi alls um 60 þús-
und krónur eftir að krafan fór í inn-
heimtu. Viðskipti Þorgerðar við bóka-
útgáfuna áttu sér stað árið 1988, fyrir
tæpum tuttugu árum síðan.
Sjálfur er Úlfar Nathanaelsson hvað
þekktastur fyrir að hafa keypt kröfur
þrotabús tímaritsins Þjóðlífs á sínum
tíma. Hann lögsótti fjölda fólks í köl-
farið vegna skuldanna sem fyrst og
fremst voru áskriftargjöld.
Þorgerður segir að um hreina fjár-
kúgun sé að ræða. Í viðtali í DV í gær
segist hún ekki ætla að láta neitt slíkt
yfir sig ganga. Hún ætlar að kæra Úlfar.
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
miðvikudagur 5. SEPTEmBEr 2007 dagBlaðið víSir 137. TBl. – 97. árg. – vErð kr. 235
>> Vilhelm Anton Jónsson heldur útgáfutónleika í kvöld en nýlega kom út platan The Midnight Circus sem er fyrsta sólóplata Villa. Auk þess hefur hann verið önnum kafinn við að taka upp barnaefni með Sveppa fyrir Stöð 2.
Útgáfutónleikar Villa
Hundelt fyrir Skuld Sem var löngu greidd
ÚLFAR NATHANAELSSON ENN AÐ INNHEIMTA áSkRIFTIR AÐ þjóÐLíFI:
Þorgerði elíasdóttur krossbrá þegar Úlfar nathanaelsson stefndi henni á dögunum til greiðslu áratuga gamallar kröfu. krafan er frá 1988 og hana greiddi Þorgerður með innheimtukostnaði og vöxtum á nokkrum árum. nú er hún rukkuð aftur. Úlfar keypti þrotabú tímaritsins Þjóðlífs 1991 og hóf að innheimta skuldir úr því með miklum innheimtukostnaði. nú er hann kominn á stjá aftur til að innheimta kröfur frá níunda áratug síðustu aldar. Sjá bls. 2
fréttir
HÓTA AÐ HÆTTA HJÁ SÍMANUM>> Símtölunum rigndi yfir starfsfólk Símans eftir að auglýsingar byggðar á síðustu kvöldmáltíðinni hófu að birtast. Margir hótuðu
að færa viðskipti sín annað.
ANGI AF BAUGSMÁLUM>> Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, telur að tengsl kunni að vera milli Baugsmála og reglugerðar Björns Bjarnasonar um að færa saksóknara efnahagsbrota vald til að gefa út ákærur. Hann segir að svo virðist sem reglugerðin hafi verið undirbúin þegar málaferli um vanhæfi Haraldar Johannesen ríkislögreglu-stjóra stóðu yfir.
fréttir
DV Í Gær
Þorgerður elíasdóttir sagði á því í dV í
gær hvernig Úlfar Nathanaels on
lögmaður eltir hana uppi vegna löngu
greiddrar skuldar.
Kvittun og staðfesting Þorgerður
geymdi kvittanir vegna málsins. Hún
hefði annars getað setið varnarlaus gegn
kröfum Úlfars.
SiGTryGGur Ari JóhANNSSoN
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
Viðskiptaráðherra
björgvin g. sigurðsson vill
að komið verði í veg fyrir
að gamlar skuldir geti
gengið kaupum og sölum
árum saman, varnarlausu
fólki til hrellingar.
Frumvarp um
ráðuneytin
Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra segir í bréfi til Guðna
Ágústssonar í fyrradag að rík-
isstjórnin muni í haust flytja
frumvarp um breytingar á verka-
skiptingu ráðuneyta. Þar með
svarar Geir bréfi frá Guðna þar
sem hann benti á að breytingar á
stjórnarráðinu væru ekki einka-
mál Sjálfstæðisflokks og Sam-
fylkingar.
„Þingmönnum mun að sjálf-
sögðu gefast eðlileg tækifæri til
að fjalla um áform ríkisstjórnar-
innar,“ segir Geir í bréfi sínu til
Guðna.
Óhöpp á Höfn
Lögreglan á Höfn í Horna-
firði hafði í nógu að snúast í
fyrradag. Um miðjan daginn
valt húsbíll um tuttugu kíló-
metrum vestan við Jökulsárs-
lón en vindhviða hafði feykt
honum um koll. Í bílnum voru
hjón frá Sviss og sluppu þau
alveg ómeidd. Þau höfðu tekið
bílinn á leigu og voru á leið í
kringum landið.
Um miðnættið í fyrrakvöld
valt flutningabíll með tengi-
vagn rétt austan við Reyni-
velli. Mjög hvasst var á þess-
um slóðum þegar óhappið
varð en vindhviða kippti
bílnum út af veginum. Hann
náði þó að haldast á hjólun-
um en þegar hann stöðvaðist
féll hann á hliðina. Ökumaður
bílsins slapp ómeiddur.
Bruggaði og
seldi landa
Lögreglan á Hvolsvelli
handtók rúmlega tvítugan
mann í síðustu viku en hann
hafði verið að brugga landa
heima hjá sér. Að sögn lög-
reglunnar fannst ekki mikið
magn en hún hafði fengið
ábendingar um að maðurinn
væri að selja bruggið í bæn-
um. Lögreglan gerði tvo lítra
af landa upptæka auk tóla og
tækja en hann var með efni
í gerjun þegar lögreglu bar
að dyrum. Maðurinn hefur
ekki komið við sögu lögreglu
áður. Við leitina notuðust
lögreglumenn við fíkniefna-
leitarhund en hann hafði
ekki erindi sem erfiði í þeirri
ferð.