Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Page 14
fimmtudagur 6. september 200714 Jaðarsport DV Hvenær prófaðir þú brimbretti fyrst? „Ég prófaði það fyrst haustið 2005 hér á Íslandi og hef stundað það af og til síðan.“ Hvað varð til þess að þú prófaðir þetta sport? „Mig hafði alltaf langað að prófa brim- bretti. Ég var svolítið að leika mér á snjóbretti og langaði að prófa þetta. Svo kynntist ég strákum sem stund- uðu þetta sport og ég eiginlega tróð mér með þeim.“ Hversu oft ferðu á brimbretti? „Ég hef tvisvar farið til útlanda til að fara á brimbretti, bæði til Portúgal, þar sem ég var í tvær vikur, og svo fór ég til Filippseyja í tvo og hálfan mánuð. Ég hef stundað þetta mest í útlöndum hingað til en nú er ég nýbúin að fá mér góðan galla sem ver mig gegn kuldan- um í sjónum hér heima.“ Hvað er það við brimbretti sem heillar? „Krafturinn í öldunum og þessi skrítna en skemmtilega tilfinning að vera úti á sjónum á bretti. Ísland er ágætlega fallið til brimbrettaiðkunar ef maður er vel klæddur. Öldurnar eru reynd- ar ekki miklar á sumrin, þegar maður vildi helst vera á bretti, en það eru góð- ar öldur á öðrum árstímum.“ Hefurðu orðið hrædd á brimbretti? „Mér brá einu sinni mjög mikið þegar ég var á bretti í Filippseyjum. Allt í einu sá ég eitthvað flykki við hliðina á mér sem ég vissi ekki hvað var. Maður hugs- ar nú stundum út í hákarla og slíkt en sem betur fer hef ég alveg sloppið við svoleiðis. Skepnan við hliðina á mér reyndist vera risaskjaldbaka sem átti leið þarna hjá. Mér var mikið létt þegar ég áttaði mig á því. Þetta er í eina skipt- ið sem ég hef orðið smeyk á bretti.“ Hvenær prófaðirm þú kajak fyrst? „Það eru sjö ár síðan ég prófaði þetta fyrst.“ Hvað varð til þess að þú prófaðir þetta sport? „Ég var að vinna í útivistarbúð og kynntist þar strák sem hafði ver- ið að stunda þetta úti í Nepal og víðar. Við fórum stundum á snjó- bretti saman og svo ákvað ég að prófa kajak. Í kjölfarið fór ég að vinna við river rafting og þá fór ég að stunda þetta meira.“ Hversu oft ferðu á kajak? „Ég fer þegar ég hef tíma og tæki- færi til. Ég hef reyndar svolítið reynt að fara á kajak í útlöndum. Ég hef tvisvar farið til Nepal og svo fór ég einu sinni til Sikin, sem er hluti af Indlandi.“ Hvað er það við kajak sem heillar? „Stór hluti af þessu er góður fé- lagsskapur. Það er frábært að vera úti í náttúrunni og djöflast í straumhörðum ám.“ Hefurðu orðið hræddur á kajak? „Já, ég hef oft orðið skíthræddur. Það hefur reyndar alltaf reddast. Ég var að sigla niður kraftmikla á í Nepal. Áin er í stóru gljúfri sem ekki er hægt að komast upp úr nema á ákveðnum stað. Við ætl- uðum að taka okkur daginn í að sigla niður ána en hún var erfiðari en við bjuggumst við. Þegar kvölda tók áttum við langt eftir og húktum rennblautir í 3 gráðu hita á árbakk- anum. Við vorum hvorki með mat né klæði með okkur og reyndum af veikum mætti að kveikja eld og hlýja okkur. Nóttin var mjög lengi að líða en við komumst svo upp úr gljúfrinu daginn eftir. Þegar við hitt- um burðarmennina, sem hjálpuðu til við að bera dótið þriggja daga leið til byggða, sögðu þeir okkur að þeir hefðu séð tígrisdýr á gangi þegar þeir leituðu að okkur kvöld- ið áður. Það hefði ekki verið spenn- andi að hitta það í gljúfrinu.“ Hvenær prófaðir þú sjósund fyrst? „Það hljóta að vera þrjú ár síðan.“ Hvað varð til þess að þú prófaðir sjósund? „Það voru nokkrir vinir mínir sem plötuðu mig til þess að prófa þetta. Ég fór fyrst í febrúar eða mars og lof- aði sjálfum mér að prófa þetta aldrei aftur. Svo prófaði ég aftur að sumri til og upp frá því fór ég að gera þetta reglulega.“ Hversu oft stundar þú sjósund? „Við förum yfirleitt vikulega á sumr- in á sunnudagsmorgnum og stund- um oftar ef veður er gott. Á veturna förum við sjaldnar enda getur sjór- inn verið ansi kaldur. Þegar hann er sem kaldastur þarf maður að passa sig að vera ekki of lengi í sjónum í einu og þarf að vera snöggur að koma sér í fötin aftur.“ Hvað er það við sjósund sem heillar þig? „Þetta er svona þægilega hressandi. Við teljum okkur trú um að þetta sé gott fyrir líkama og sál. Við erum auðvitað bara að leika okkur. Við erum engir sjósundskappar og förum aldrei langt út. Félagsskapurinn er líka góður og okkur finnst þetta svona heilbrigðara en að glápa á fótbolta og drekka bjór. Þetta er líka alltaf dálítið afrek í hvert sinn, sérstaklega ef sjór- inn er kaldur.“ Hefurðu orðið hræddur? „Nei. Við syndum út við golfvöll á Seltjarnanesi og þar er mjög grunnt. Við erum ekkert að synda langar vegalengdir út á rúmsjó. Eina sem hefur komið upp á er þegar ein- um úr hópnum lá við yfirliði þegar við vorum búnir að vera fulllengi í sjónum. Það var nú ekki alvarlegra en það.“ Þægilega hressandi Guðni Thorlacius Jóhannesson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Erlendur Þór Magnússon kajakræðari. hef oft orðið skíthræddur Mætti risaskjaldböku Sólveig Pétursdóttir, 22 ára flugmaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.